29.08.2011 21:10

Námskeið LBHÍ

Námskeið í frumtamningu; Lengi býr að fyrstu gerð    

Frumtamning er það kallað þegar við tökum að okkur að kenna hesti sem ekkert kann nema það sem hann hefur lært í lífsbaráttunni, af umgengni sinni við aðra hesta og menn, frá því að vera verndaður af móður sinni, upp í það að staðsetja sig af eigin rammleik í virðingarröð hestasamfélagsins. Við þurfum að hafa þetta allt í huga þegar við nálgumst slíkan hest og ætlum að byrja frumtamninguna, reyna að lesa í fortíðina sálina og eðli hans.

Í þessari námskeiðaröð verða kenndar þær aðferðir sem reynst hafa best til árangurs við fyrstu tamningu unghrossa. Samtvinnað verður aðferðum og æfingum úr reynslubanka Reynis Aðalsteinssonar og aðferðum sem byggja á vísindalegum athugunum atferlisfræðinga víða um heim. Þar á meðal reynum við að varpa ljósi á hvernig hesturinn skynjar hesturinn umhverfið og hvernig hann hugsar. Sá sem vill verða góður þjálfari verður fyrst að læra að skilja hvernig hestur hugsar.

 

Viðkomandi vinna með eigin hest og er kennt á föstudögum (kl. 13.00-19.00) og laugardögum (kl. 09.00-16.00)  í fimm skipti (með fyrirvara um breytingar). Kennslan er blanda af verklegri þjálfun, sýnikennslu og fyrirlestrum.

Leiðbeinendur: Reynir Aðalsteinsson tamningameistari og Gunnar Reynisson, starfsmenn LbhÍ.

Stund og staður: 7.-8. október, 21.-22. október, 11.-12. nóvember, 2.-3. desember og 16.-17. desember í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum (um 15 x 40 mín kennslustundir).

Verð: 89.000 kr

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is

Skráningarfrestur til 30. september!

Flettingar í dag: 91
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 340
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 182059
Samtals gestir: 27773
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 10:21:31

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar