01.04.2014 18:43

Kvennatölt Vesturlands 2014




Kvennatölt Vesturlands verður haldið miðvikudaginn 16. apríl 2014 kl. 18:00 í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi.  Keppt verður í tveimur flokkum vanar og minna vanar.  Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að færa þátttakendur milli flokka telji þeir að skráning sé ekki rétt.  Keppnisrétt hafa konur sem eru búsettar eða starfa á Vesturlandi eða tengjast landshlutanum með einhverjum hætti.  Hver keppandi má keppa á fleiri en einum hesti.
Fyrir fyrsta sætið í báðum flokkum verða peningaverðlaun sem fara eftir þátttöku í mótinu (auglýst nánar síðar) og einnig verða verðlaun fyrir 2. og 3. sætið í báðum flokkum.  
Skráningar skulu sendar til Inga Tryggvasonar á netfangið lit@simnet.is í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014.  Fram skal koma nafn á keppanda og hesti og IS númer hests.
Einnig í hvaða flokki keppandi er og upp á hvaða hendi er keppt.
Skráningargjald er 2.500 kr. fyrir fyrsta hest en 2.000 fyrir annan hest.  Skráningargjald skal greiðast í síðasta lagi mánudaginn 14. apríl 2014 inn á reikning 0354-26-1218, kt. 190262-2009.
Frekari upplýsingar veita Ámundi Sigurðsson gsm 892 5678 (amundi@isl.is) og Ingi Tryggvason gsm 860 2181 (lit@simnet.is)

Konur eru hvattar til að taka þátt og gera þetta að árlegum viðburði á Vesturlandi.

Undirbúningsnefndin

Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 112
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 181555
Samtals gestir: 27708
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 19:40:06

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar