Flokkur: Fréttir

03.03.2011 11:30

Hestadagar

Hestadagar í Reykjavík, undirbúningu í fullum gangi.

Undirbúningur fyrir hestadaga sem haldnir verða 26.mars til 2.apríl 2011 er nú í fullum gangi.    Dagská hátíðarinnar er tilbúin og má sjá á www.hestadagar.is

Laugardagurinn 2 .apríl verður einn af stærstu dögunum á hátíðinni, þar sem frítt verður inn í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn.  Þar verður mikið um að vera allan daginn með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.  Búist er við miklum fjölda í Laugardalinn þennan dag.  Hestaþorp verður staðsett í miðjum garðinum þar sem handverksfólki og öðrum afþreyingarfyrirtækjum stendur til boða að vera með kynningar og sölubása.  Sölubásarnir sem verða á staðnum eru húsin (jólaþorpið) sem er í eigu Hafnafjarðarbæjar. Athugið að aðeins er um einn dag að ræða frá kl 10-17.  Þorpið verður sett upp föstudaginn 1.apríl

Verð fyrir daginn/plássið er kr 7.500,-

Áhugasamir hafið samband við Ingibjörgu sem gefur allar nánari upplýsingar um Hestaþorpið á straumver@gmail.com 

02.03.2011 13:45

Gunnar í stjórn FEIF

Gunnar Sturluson í stjórn FEIF


Gunnar Sturluson, lögfræðingur og hrossabóndi á Hrísdal á Snæfellsnesi, var kjörinn í stjórn FEIF á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var í Sviss um helgina. Gunnar er einnig varaformaður Landssambands Hestamannafélaga. Jón Albert Sigurbjörnsson, sem hafði setið í stjórn um nokkurra ára skeið, gaf ekki kost á sér, né heldur Wolfgang Berg, Þýskalandi. Ekki kemur fram á vef FEIF hvaða hlutverki Gunnar gegnir í stjórninni.


02.03.2011 10:40

Reiðtúr

Fjörureiðtúr

Snæfellingur æltar að standa fyrir reiðtúr laugardaginn 5 mars þar að segja ef veður leyfir.
Mæting kl.12 á Stakkhamri og farið í reiðtúr þaðan og endað aftur þar.
Dugar að vera með einn hest
Kaffi eftir reiðtúrinn.
Látið vita um þátttöku í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584
Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Stjórnin

28.02.2011 15:18

Sýnikennsla

Reiðlist meistarans

Sigurbjörn Bárðarson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, fimmtudaginn 3. mars nk. kl. 20:00.  Tilvalið fyrir þá sem vilja afla sér fræðslu og kunnáttu í reiðmennsku o.fl.

Aðgangseyrir 1.500 fyrir 16 ára og eldri.  Ókeypis fyrir 15 ára og yngri.

28.02.2011 09:44

Töltmót

Snæfellingur ætlar að standa fyrir Töltmóti í Söðulsholti föstudagskvöldið 11 mars. kl. 19
Keppt verður í 5 flokkum ef næg þátttaka næst.

2 flokkar 17 ára og yngri  

Byrjendur 
Opinn flokkur
Skráningjald er 1000kr á hest

3 flokkar fyrir eldri

2 flokkur, byrjendur
1 flokkur, minna vanir
Opinn flokkur.

Skráningjargjald er 2000kr. á fyrsta hest og 1000kr á annan hest
Skráning er í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitöla knapa, nafn og IS númer hests

Nánari upplýsingar koma svo hér á síðuna.



23.02.2011 17:40

Litaerfðir

 

Minnum á námskeiðið um litaerfðir hrossa í Fákaseli fimmtudaginn 24 feb. 

Námskeiðið hefst klukkan 19,45 og er til 22.

Óþarfi er að skrá sig bara mæta. Aðgangur er kr: 2000 .

Sjáumst sem flest.

11.02.2011 14:16

Námskeið

 

Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Hestamannafélagið Snæfelling

Stefnir á að vera með fræðslukvöld ef næg þátttaka næst.

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu hrossaliti og erfðum þeirra lýst.

Myndir verða mikið notaðar og raunveruleg dæmi tekin til útskýringar.

Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum litaerfðanna. Fríar veitingar

 

Kennari: Guðni Þorvaldsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Staður og stund: Fákasel í Grundarfirði  fim. 24 Feb Kl. 19:45-22:00

Námskeiðið kostar 2000 kr greitt á staðunum og skráningarfrestur er til 22 feb.

 

Skráningar: Ólafur Tryggvason netfang  olafur@fsn.is sími 891 8401,

Herborg Sigurðardóttir netfang herborgs@hive.is sími 893 1584

eða hjá Endurmenntun LbhÍ, endurmenntun@lbhi.is  sími 433 5000.

fram komi nafn, kennitala, heimilisfang, sími og netfang.



 

10.02.2011 00:10

Kvennatölt



Bleikt Töltmót - Bara fyrir konur

Á konudaginn, þann 20. febrúar kl. 14, verður haldið Bleikt Töltmót í Reiðhöllinni í Víðidal.

Mótið er einungis ætlað konum, 17 ára og eldri, en keppt verður í fjórum flokkum byrjanda, minna vanar, meira vanar og opnum flokki.

Skráningagjöld eru í formi frjálsra framlaga sem munu renna óskert til Krabbameinsfélags Íslands til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini.

Skráningu skal senda á netfangið ddan@internet.is þar sem koma þarf fram IS númer hests, keppnisflokkur, kennitala knapa og upp á hvor hönd riðið er. Einnig er tekið á móti skráningum hjá Drífu og Laufey í símum 893-3559 og 660-1750.

Síðasti dagur skráningar er 16. febrúar.

Bleika slaufan er alþjóðlegt tákn í baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Hvatt er til þess að knapar og áhorfendur klæðist bleiku í tilefni dagsins og sýni þannig samstöðu. 

Með Kveðju

Drífa Daníels  ( Fákur )

Gsm:893-3559

06.02.2011 20:55

Framundan hjá félaginu


      Dagsetningar á viðburðum sem eru framundan hjá félaginu.

  • Stefnt er á útreiðartúr á fjöru laugardaginn 5. mars nk. kl. 12:00.  
  • Þrautabraut í reiðhöllinni einn sunnudagseftirmiðdag fyrir krakkana, ekki komin dagsetning á þetta.
  • Aðalfundur Snæfellings verði 17. mars 2011 á Breiðabliki kl. 20:00.
  • Íþróttamót 21. maí nk.  stefnt á að hafa þetta í Stykkishólmi
  • Úrtaka fyrir Landsmót 13. júní 2011 á Kaldármelum. Væri líka félagsmót.

     Stjórnin
Flettingar í dag: 263
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297716
Samtals gestir: 43197
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:54:28

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar