Flokkur: Viðburðir framundan

09.12.2011 22:59

Frumtamninganámskeið

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22. og 28.-29. Janúar

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með eitt eða tvö trippi og vinnur með þau báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Undirbúningur er grunnur að góðum hlutum)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með tvö trippi.

Fjórir verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með eitt trippi.

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar:

Nemandi með eitt hross 15000

Nemandi með tvö hross 25000

Síðasti skráningadagur 16. Janúar


Skráning og nánari upplýsingar í síma:7702025 (Guðmundur)

Eða á netfangið: mummi@hallkelsstadahlid.is

15.11.2011 19:53

Hrossvest

                                                                                                                      Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

verður haldinn  sunnudaginn 27. nóvember n.k. kl. 14.00 í Hótel Borgarnesi. 
Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og
 Ræktunarbú Vesturlands 2011 verður verðlaunað.
 Þá verða heiðursviðurkenningar veittar í fyrsta sinn.
Gestir fundarins verða Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ,
 sem fer yfir hrossaræktina s.l. sumar og 
Guðmar Auðbertsson, dýralæknir, sem flytur erindi 
um sæðingar og fósturvísaflutninga.

Stjórnin.

 

03.11.2011 23:37

Uppskeruhátíð



Uppskeruhátíð 

Snæfellings

Föstudaginn 11.11.11 kl. 19:30

Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit

(í fjósinu sem hefur verið breytt í samkomusal)

Frjálslegur klæðnaður, gamli lopinn upplagður og

viðurkenning fyrir flottasta höfuðfatið.

Grillað verður á staðnum og kostar maturinn 2500 kr.

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri

Fólk kemur með drykkjarföng með sér.


Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu

·        Ræktunarbú ársins

·        Hvatningarverðlaun til þeirra sem sýnt hafa góða takta í keppni

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

·        Foladasýningin


Veglegir vinningar verða í happdrættinu

 Miðaverð aðeins 1000kr.


Látið vita með þátttöku í síðasta lagi á miðvikudaginn 09.11  kl. 22

í netfangið  herborgs@hive.is eða síma 893 1584


Vonumst til að sjá sem flesta

                                                                         Stjórnin                                                                                                   

12.10.2011 10:35

Folaldasýning í Snæfellingshöllinni

 

 

 

Snjall frá Hellnafelli

 

Folaldasýning verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði

sunnudaginn 23. október kl 14

 

Skráningarfrestur er til kl. 14 föstudaginn 21. október

Skráning er 1000 kr. á folald

 greiða fyrir sýningu og senda kvittun á olafur@fsn.is

reikn. 0191-26-2876 kt.440992-2189

Koma þarf fram

Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir

einnig má koma með meiri upplýsingar,

svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.

Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is

eða í síma 891 8401

Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið

Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

 

Stjórn Snæfellings

22.09.2011 23:06

Námskeið

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Söðulsholti:

Dagana 29.-30. Október og 12.-13. Nóvember

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Haustið er góður tími til að frumtemja gæðingsefnin.

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með tvö trippi og vinnur með báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Við byrjum ekki að taka stúdentspróf í 1. Bekk!)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda.

 

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

 

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar 19.000 kr á mann með hesthúsplássi frá föstudagskvöldi fram á sunnudag.


Skráning í síma:7702025 (Guðmundur)

                                   Eða á netfangið: mummi@hallkelsstadahlid.is

15.09.2011 20:04

Vetrarstarfið í byrjun vetrar

Nánar auglýst þegar nær dregur.

·       Folaldasýningu í reiðhöllinni í Grundarfirði sunnudaginn 23. okt þar sem áhugamenn myndu dæma, áhorfendur fengju svo líka að kjósa.

·         Uppskeruhátið Snæfellings laugardaginn 12. nóvember

·   Stefna á 2 daga fyrir krakkana í reiðhöllinni í Grundarfirði, eins og var gert síðastliðinn vetur, en þá var haldinn svona dagur með þrautabraut og grillaðar pylsur á eftir. Ekki komnar dagsetningar

  • Járninganámskeið í janúar
  • Halda töltmót eins og haldið var í fyrravetur  í Söðulsholti, sem þóttist takast vel. Ekki komin dagsetning

05.09.2011 13:33

Fundarherferð

Fundaherferð landsmótsnefndar sem heldur áfram í þessari viku.

Fundatímar eru eftirfarandi:

 

·         6. sept: Hvanneyri LBhÍ kl. 20:30

·         8. sept: Hvoll Hvolsvelli kl. 20:00

·         9. sept: Fákur Reykjavík kl. 20:00

·         13. sept: Arnargerði Blönduósi kl. 20:00

29.08.2011 21:10

Námskeið LBHÍ

Námskeið í frumtamningu; Lengi býr að fyrstu gerð    

Frumtamning er það kallað þegar við tökum að okkur að kenna hesti sem ekkert kann nema það sem hann hefur lært í lífsbaráttunni, af umgengni sinni við aðra hesta og menn, frá því að vera verndaður af móður sinni, upp í það að staðsetja sig af eigin rammleik í virðingarröð hestasamfélagsins. Við þurfum að hafa þetta allt í huga þegar við nálgumst slíkan hest og ætlum að byrja frumtamninguna, reyna að lesa í fortíðina sálina og eðli hans.

Í þessari námskeiðaröð verða kenndar þær aðferðir sem reynst hafa best til árangurs við fyrstu tamningu unghrossa. Samtvinnað verður aðferðum og æfingum úr reynslubanka Reynis Aðalsteinssonar og aðferðum sem byggja á vísindalegum athugunum atferlisfræðinga víða um heim. Þar á meðal reynum við að varpa ljósi á hvernig hesturinn skynjar hesturinn umhverfið og hvernig hann hugsar. Sá sem vill verða góður þjálfari verður fyrst að læra að skilja hvernig hestur hugsar.

 

Viðkomandi vinna með eigin hest og er kennt á föstudögum (kl. 13.00-19.00) og laugardögum (kl. 09.00-16.00)  í fimm skipti (með fyrirvara um breytingar). Kennslan er blanda af verklegri þjálfun, sýnikennslu og fyrirlestrum.

Leiðbeinendur: Reynir Aðalsteinsson tamningameistari og Gunnar Reynisson, starfsmenn LbhÍ.

Stund og staður: 7.-8. október, 21.-22. október, 11.-12. nóvember, 2.-3. desember og 16.-17. desember í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum (um 15 x 40 mín kennslustundir).

Verð: 89.000 kr

Skráningar:  endurmenntun@lbhi.is  eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu á netfangið endurmenntun@lbhi.is

Skráningarfrestur til 30. september!

12.06.2011 18:57

Kvennareið

Kvennareið 

Snæfellings 2011


16. júni  frá  Stykkishólmi

Brottför: Hesthúsin í Stykkishólmi kl. 17:30

2-3 tíma reiðtúr með grill, goðgæti og drykkur  á leiðinni

Komum saman og höfum skemmtilegar stundir 

      Allar konur velkomnar

Þátttökugjald: 3.000,- kr.

Skráning í

 síma: 8623570 eða nadinew@simnet.is

siðasti skráningardagur þrið. 14.6. 2011

Kveðja

Nadine & Hrefna


10.06.2011 21:06

Dagsskrá

 


 Hestaþing Snæfellings
  Kaldármelum 13. júní 2011

 

Kl. 10.00 
B - flokkur gæðinga                              Forkeppni

B - flokkur gæðinga                              Forkeppni

Minna keppnisvanir 

Barnaflokkur                                        Forkeppni

Unglingaflokkur/Ungmennaflokkur          Forkeppni

Byrjendur                                            Forkeppni

A- flokkur gæðinga                               Forkeppni 

Hádegishlé

Tölt Forkeppni

Tölt 17 ára og yngri                             Forkeppni

Minna keppnisvanir                              Forkeppni

B- flokkur gæðinga              Úrslit Verðlaunaafhending.

B- flokkur gæðinga              Úrslit Verðlaunaafhending.

minna keppnisvanir

Barnaflokkur                        Úrslit  Verðlaunaafhending.

Unglinga/ungmennaflokkur Úrslit Verðlaunaafhending.

A- flokkur gæðinga              Úrslit Verðlaunaafhending.

A- flokkur gæðinga              Úrslit Verðlaunaafhending.

minna keppnisvanir


hlé

Tölt 17 ára og yngri            Úrslit Verðlaunaafhending

Tölt                                     Úrslit Verðlaunaafhending

Tölt minna keppnisvanir       Úrslit Verðlaunaafhending

                    Skeið




Kvenfélagið í Kolbeinsstaðahrepp ætlar að sjá um að selja veitingar

Boðið verður uppá kjötsúpu, vöfflur,heitar samlokur, kaffi og gos.

01.06.2011 00:28

Hestaþing Snæfellings













Hestaþing Snæfellings 2011

 og

 úrtaka fyrir Landsmót

 

 

Verður haldið á Kaldármelum

mánudaginn 13. júní 2011, (annar í hvítasunnu).

 

Dagskrá hefst kl. 10:00, mótið verður flokkaskipt

Dagskrá: (háð nægri þátttöku í öllum flokkum)

 

·         Forkeppni

    Byrjendaflokkur fullorðinna, keppt verður í B-flokki gæðinga, keppni stjórnað af þul.

            

·   Pollaflokkur, bæði keppt í flokki polla þar sem er teymt og án  teyminga.  Allir fá þátttökuverðlaun.

 

·         B-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir,

 

·         barna-unglinga- og ungmennaflokkar.

 

·         A-flokkur gæðinga: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

 

·         Tölt: 17 árs og yngri, opinn flokkur fullorðinna og minna keppnisvanir fullorðnir.  Byrjendaflokkur fullorðinna.

 

·         Úrslit

·         B-flokkur: Barna-, unglinga- og ungmennaflokkar.  Minna keppnisvanir, byrjendur fullorðinna og opinn flokkur fullorðinna.

 

·         A-flokkur: Opinn flokkur og minna keppnisvanir.

 

·         Tölt: 17 ára og yngri, opinn flokkur og minna keppnisvanir, byrjendaflokkur fullorðinna.

 

·         100m skeið: skráning á staðnum, skráningargjald kr. 3000 á hest, sigurvegari fær 1/3 skráningargjalda í verðlaun.

 

Skráningar fara fram með því að senda tölvupóst á netfangið herborgs@hive.is

 

Við skráningu þarf kennitölu knapa, skráningarnúmer hests og upp á hvora hönd knapi vill hefja keppni. 

Skráningargjald er 2.000 kr. fyrir hverja skráningu í öllum flokkum nema í skeiði, barna- og unglingaflokki, en þar er skráningargjaldið kr. 500 fyrir hverja skráningu.

Skráningargjöld þarf að greiða fyrir lok skráningartíma inn á reikning 0191 26 2876, kt  440992-2189.    Kvittun send á herborgs@hive.is

Tekið er við skráningum til þriðjudagsins 7. júní kl 16.

Stjórn Snæfellings

29.05.2011 20:56

Karlareið

Karlareið

Árleg karlareið Hestaeigendafélags Grundarfjarðar verður haldin föstudaginn 3. júní.

Skráning er hjá Skarphéðni Ólafssyni í S:858 7943 fyrir kl 22:00 fimmtudagskvöldið 2. júní.

Þáttökugjald er kr. 3000, boðið verður upp á kjötsúpu og grundfirskt fjallavatn.

Mæting í karlareiðina er kl 17:00 við Fákasel.

Stjórn hesteigendafélags Grundarfjarðar

27.05.2011 20:43

Hestamessa

Hin árlega hestamannamessa er framundan hjá hesteigendafélaginu Hringnum í Ólafsvík.

Riðið verður til  messu á Brimilsvöllum sunnudaginn 29 maí.

Lagt verður af stað frá hesthúsunum í Fossárdal kl 13,

Þeir sem hafa áhuga á að vera með þurfa bara að vera mættir fyrir kl 13 í hesthúsin.

Um að gera að drífa sig með.

Nánari upplýsingar hjá Snævari formanni Hrings

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 10
Flettingar í gær: 807
Gestir í gær: 178
Samtals flettingar: 297501
Samtals gestir: 43173
Tölur uppfærðar: 8.1.2025 07:33:26

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar