Flokkur: Fréttir
06.10.2011 15:47
Gömul mynd frá Kaldármelum.
22.09.2011 23:06
Námskeið
Frumtamninganámskeið
Tveggja helga námskeið
í Söðulsholti:
Dagana 29.-30. Október
og 12.-13. Nóvember
Kennari: Guðmundur M.
Skúlason Tamningamaður og Þjálfari FT
Haustið er góður tími til að
frumtemja gæðingsefnin.
Á námskeiðinu kemur hver nemandi með tvö
trippi og vinnur með báðar helgarnar.
Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að
vinna með á milli helganna.
Það sem verður meðal annars farið
yfir á námskeiðinu er:
Atferli hestsins
(Hvernig hugsar hesturinn?)
Leiðtogahlutverk (hvað
getur maður fengið hestinn til að gera?)
Undirbúningur fyrir
frumtamningu (Við byrjum ekki að taka stúdentspróf í 1. Bekk!)
Frumtamning er grunnur
að góðri tamningu á forsendum hestsins.
Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir
fyrir alla þátttakendur)
Átta verklegir tímar á hvern nemanda.
Samantekt í lok hvers dags þar sem
farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.
Miðað er við að allir þátttakendur
horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast
við á mismunandi hátt.
Þá geta allir fengið mikið út úr
námskeiðinu J
Námskeiðið kostar 19.000 kr á mann
með hesthúsplássi frá föstudagskvöldi fram á sunnudag.
Skráning í síma:7702025 (Guðmundur)
15.09.2011 20:04
Vetrarstarfið í byrjun vetrar
Nánar auglýst þegar nær dregur.
· Folaldasýningu í reiðhöllinni í Grundarfirði
sunnudaginn 23. okt þar sem áhugamenn myndu dæma, áhorfendur fengju svo líka að
kjósa.
·
Uppskeruhátið Snæfellings laugardaginn 12. nóvember
· Stefna á 2 daga fyrir krakkana í reiðhöllinni í
Grundarfirði, eins og var gert síðastliðinn vetur, en þá var haldinn svona
dagur með þrautabraut og grillaðar pylsur á eftir. Ekki komnar dagsetningar
- Járninganámskeið í janúar
- Halda töltmót eins og haldið var í fyrravetur í Söðulsholti, sem þóttist takast vel. Ekki komin dagsetning
05.09.2011 13:33
Fundarherferð
Fundaherferð landsmótsnefndar sem heldur áfram í þessari viku.
Fundatímar eru eftirfarandi:
·
6. sept: Hvanneyri LBhÍ kl. 20:30
·
8. sept: Hvoll Hvolsvelli kl. 20:00
·
9. sept: Fákur Reykjavík kl. 20:00
·
13. sept: Arnargerði Blönduósi kl. 20:00
30.08.2011 12:06
Fjár og stóðréttir 2011
29.08.2011 21:10
Námskeið LBHÍ
Námskeið í frumtamningu; Lengi býr að fyrstu gerð
Frumtamning er það kallað þegar við tökum að okkur að kenna hesti sem ekkert kann nema það sem hann hefur lært í lífsbaráttunni, af umgengni sinni við aðra hesta og menn, frá því að vera verndaður af móður sinni, upp í það að staðsetja sig af eigin rammleik í virðingarröð hestasamfélagsins. Við þurfum að hafa þetta allt í huga þegar við nálgumst slíkan hest og ætlum að byrja frumtamninguna, reyna að lesa í fortíðina sálina og eðli hans.Í þessari námskeiðaröð verða kenndar þær aðferðir sem reynst hafa best til árangurs við fyrstu tamningu unghrossa. Samtvinnað verður aðferðum og æfingum úr reynslubanka Reynis Aðalsteinssonar og aðferðum sem byggja á vísindalegum athugunum atferlisfræðinga víða um heim. Þar á meðal reynum við að varpa ljósi á hvernig hesturinn skynjar hesturinn umhverfið og hvernig hann hugsar. Sá sem vill verða góður þjálfari verður fyrst að læra að skilja hvernig hestur hugsar.
Viðkomandi
vinna með eigin hest og er kennt á föstudögum (kl. 13.00-19.00) og
laugardögum (kl. 09.00-16.00) í fimm
skipti (með fyrirvara um breytingar). Kennslan er blanda af verklegri þjálfun,
sýnikennslu og fyrirlestrum.
Leiðbeinendur: Reynir Aðalsteinsson tamningameistari og Gunnar Reynisson, starfsmenn LbhÍ.
Stund og staður: 7.-8. október, 21.-22. október,
11.-12. nóvember, 2.-3. desember og 16.-17. desember í Hestamiðstöð LbhÍ á
Miðfossum (um 15 x 40 mín kennslustundir).
Verð: 89.000 kr
Skráningar: endurmenntun@lbhi.is
eða í síma 433 5000 (fram komi nafn, kennitala, heimili og sími).
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 20.000
kr (óafturkræft) á reikninginn 354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda staðfestingu
á netfangið endurmenntun@lbhi.is
Skráningarfrestur til 30. september!
26.08.2011 22:21
Landsmótsnefnd á faraldsfæti
Á stjórnarfundi í Landssambandi hestamannafélaga þann 12. ágúst síðast liðinn, var ákveðið að landsmótsnefnd sú er stofnuð var haustdögum 2010, færi út í hestamannafélögin í landinu til að kynna skýrslu sína, niðurstöður og umfjöllunarefni og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Nefndin, sem fjallaði um landsmótin í nútíð og framtíð, mun hefja fundaherferðina á Akureyri föstudaginn 2. september n.k. Daginn eftir yrðu svo fundir á Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði.
Í kjölfarið eru fyrirhugaðir samskonar kynningarfundir á Suðurlandi, í Reykjavík, á Vesturlandi og Norðvesturlandi vikuna eftir. Nánari tímasetningar og dagsetningar verða auglýstar eftir helgi.
Hér má skoða skýrslu nefndarinnar í heild sinni. Stjórn LH hvetur alla hestamenn til að kynna sér innihald skýrslunnar og koma af stað málefnalegum umræðum á fundunum sem næst þeim verða haldnir.
Í nefndinni sitja eftirtaldir einstaklingar:
Sveinbjörn Sveinbjörnsson formaður, skipaður af LH
Birgir Leó Ólafsson, skipaður af LH
Stefán Haraldsson, skipaður af LH
Sigrún Ólafsdóttir, skipuð af BÍ
Kristinn Guðnason, skipaður af BÍ
Auk fulltrúa nefndarinnar mun Haraldur Þórarinsson formaður LH koma á fundina.
22.08.2011 17:13
Vesturlandssýning 2012
Vesturlandssýning í Faxaborg, Borgarnesi, laugardinn 24. mars 2012
Vegna þess hve vel gekk að endurvekja Vesturlandssýningu í apríl síðastliðnum hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn og stefnt er að því halda Vesturlandssýningu laugardaginn 24. mars 2012 í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi. Svo það er um að gera að taka daginn frá.
Ef áhugi er að vera með hross á sýningunni þá komið því endilega á framfæri.
Fyrir hönd Selás ehf.,
Eygló Hulda
eyglo.krossi@gmail.com
22.08.2011 17:06
Stíur til leigu við reiðhöllina Faxaborg
Til leigu 10-12 stíur (eins hesta) veturinn 2011-2011, í hesthúsinu við reiðhöllina Faxaborg, Borgarnesi. Stíurnar eru lausar strax en leigutími er að lágmarki fimm mánuðir.
Leiguverð er 18.825 með vsk fyrir stíuna á mánuði (hey og spónn ekki innifalið). Áhugasamir hafi samband við mig í síðasta lagi 30/9 nk í gsm 860 2181 eða á netfangið lit@simnet.is
12.07.2011 14:06
Hrossarækt á Naustum
Stássa er undan Baug frá Viðinesi og Snörp frá Naustum.
Eigandi á Stássu er Illugi Guðmar Pálsson
Geisli frá Sælukoti vann eins eftirminnilegt er A flokk á landsmóti 2 sinnum.
Snörp á 2 dæmd afkvæmi. Gróða frá Naustum sem fékk 8.06 fyrir hæfileika og aðaleinkunn 7,93
Eigandi af Snörp er Margrét Erla Hallsdóttir.
23.06.2011 20:02
Miðarnir á Landsmót klárir
Nú er hægt að sækja miðana á N1 stöðvarnar.
Þeir fjölmörgu sem keyptu sér miða á netinur geta nú sótt armböndin sín á þá N1 bensínstöð sem tiltekin er á kvittuninni fyrir miðakaupunum. Stjórn Landsmóts ehf. vill vekja athygli á því að koma þarf með kvittunina með strikamerkinu til að fá armböndin afhent.
22.06.2011 17:14
Ljósmyndari á landsmóti
20.06.2011 12:16
Vaktir á Landsmóti
Landsmót Hestamanna 2011
Skagafirði
Hér koma helstu atriði varðandi vaktir á Landsmóti
Hestamanna:
- Viðmiðið eru 10-20
vaktir á hestamannafélag, þó í samhengi við stærð félags og undirtektir
félagsmanna. Ef áhugi er á fleiru vöktum er alveg sjálfsagt að skoða það.
- Það er ekki verra að
fólk taki fleiri en eina vakt en það er hinsvegar ekki skilyrði.
- Vaktirnar eru á bilinu
6-10 klst.
- Styrkurinn er 1.500kr
fyrir hverja unna klukkustund.
- Hestamannafélögin fá
styrkinn fyrir vinnu félagsmanna greiddan til sín. Félögin halda svo
annaðhvort styrkinum fyrir sig eða greiða einstaklingunum fyrir þeirra
vinnu eftir mót.
- Miðað er við að
starfsmenn hafi náð 18 ára aldri.
- Þau störf sem um ræðir
eru meðal annars:
- Stóðhesthús
- Móttaka hrossa
- Skrifstofa
- Upplýsingamiðstöð
- Hliðvarsla
- Fótaskoðun
- Kaffivaktin
- Ýmis vinna á svæði
Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við
Hugrúnu Ósk Ólafsdóttur í gegnum netfangið landsmothugrun@gmail.com.
Bestu kveðjur,
Hugrún Ósk Ólafsdóttir
GSM:868-4556