Kategori: Hesteigendafélag Grundarfjarðar
03.04.2012 16:39
Hesteigendafélag Grundarfjarðar
PÁSKAMÓT
Páskamót Hestaeigendafélags Grundarfjarðar verður haldið
laugardagin 7. apríl og hefst kl 10:00. Keppt verður í hefðbundnum greinum,
skráning á staðnum.
Sú nýbreytni verður tekin upp að keppt verður í liðakeppni á eftir
barnahringnum. Liðakeppnin felst í því að þrír eru saman í liði, sá fyrsti
ríður einn hring á tölti/brokki, númer tvo hleypur á tveimur jafnfljótum hálfan
hring og sest síðan í hjólbörur sem sá þriðji keyrir í mark. Eitt lið verður í
brautini í einu og keppt verður um besta tíman. Ef hestur hleypur upp af gangi
þá bætast við 15 sek á tíman. Núna er bara að safna saman í lið, skíra það
frumlegu nafni og hafa gaman
29.05.2011 20:56
Karlareið
Karlareið
Árleg karlareið Hestaeigendafélags Grundarfjarðar verður haldin föstudaginn 3. júní.
Skráning er hjá Skarphéðni Ólafssyni í S:858 7943 fyrir kl 22:00 fimmtudagskvöldið 2. júní.
Þáttökugjald er kr. 3000, boðið verður upp á kjötsúpu og grundfirskt fjallavatn.
Mæting í karlareiðina er kl 17:00 við Fákasel.
Stjórn hesteigendafélags Grundarfjarðar
- 1