Blogghistorik: 2019 N/A Blog|Month_2
25.02.2019 19:55
Töltkeppni í Söðulsholti
Grímutölt í Söðulsholti
Á föstudaginn 1. Mars verður Grímutölt í Reiðhöllinni á Söðulsholti kl. 19:30. Það er skilyrði að mæta í grímubúningi til að geta tekið þátt. Keppnisformið er T7 eða hægt tölt snúið við og fegurðartölt. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
-Pollaflokkur- frjáls aðferð teymt eða sjálf
-17 ára og yngri
-Minna vanir
-Meira vanir
Flottustu grímubúningarnir í hvorum flokki fyrri sig verða verðlaunaðir.
Einnig keppa 5 efstu í hverjum styrkleikaflokki til úrslita í tölti þar sem dæmt verður hægt tölt og fegurðartölt.
Skráning á netfanginu einar@sodulsholt.is
Koma þarf fram upp á hvora hönd knapi ríður, nafn á knapa og hesti. Gott að fá líka skráninguna í pollaflokkinn. Skráningafrestur er til klukkan 22.00 fimmtudaginn 28. febrúar.
500kr fyrir skráningu í 17 ára og yngri 1000kr í meira og minna vanir.
Skráningargjald greiðist á staðnum. Mótið hefst kl 19:30 með Pollaflokkinn. Kaffi og kleinur á staðnum.
Höfum gaman að þessu og tökum þátt eða komum og horfum á skemmtilega keppni - frítt inn.
11.02.2019 11:06
Barna og unglingaferð Snæfellings
Barna og unglingaferð Snæfellings
Þann 9. mars ætlum við að hafa skemmtilegan dag og skella okkur norður til ad skoða ýmislegt hestatengt og fleira.
Á dagskrá verður medal annars heimsókn á hestabúgardinn Gauksmýri og margt, margt fleira.
Ath. Þessi ferð er einungis ætlað börnum og unglingum sem eru skráð í félagid okkar.
Farid verdur á einkabilum og óskum vid eftir nokkrum foreldrum sem væru til í ad keyra.
Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan sem fyrst svo við getum fara að plana.
Kveðja :)
Æskulýðsnefndin
Nadine, Veronica, Erna og Katrín
09.02.2019 13:51
Snæfellingsmótaröðin
Fyrsta mótið í Snæfellingsmótaröðinni verður í Ólafsvík 15. febrúar kl. 19:30.
Knapar í efstu fimm sætum taka með sér stig í heildarkeppni mótaraðarinnar.
Keppt verður í eftirfarandi:
Pollaflokkur - frjáls aðferð teymt eða sjálf.
17 ára yngri - fet, brokk, tölt frjáls ferð.
Minna vanir - fet, brokk, tölt frjáls ferð.
Meira vanir - brokk, hægt tölt, greitt tölt.
Skráning á netfanginu stebbifera@gmail.com
Koma þarf fram upp á hvora hönd knapi ríður, nafn á knapa og hesti. Gott að fá líka skráninguna í pollaflokkinn. Skráningafrestur er til klukkan 22 fimmtudaginn 14. febrúar
500kr fyrir skráningu í 17 ára og yngri 1000kr í meira og minna vanir Skráningargjald greiðist á staðnum. Mótið hefst kl 19:30 Veitingasala á staðnum, samlokur gos/öl enginn posi.
Ath pöbbastemnig gæti myndast á Sölvalofti að keppni lokinni.
- 1