Blogghistorik: 2015 Mer >>
25.06.2015 11:44
Frestun á móti
Vegna dræmrar þátttöku á Hestaþing Snæfellings sem átti að vera laugardaginn 27. júní hefur mótinu verið frestað. Verið er að skoða með að halda mótið laugardaginn 25. júlí
Þeir sem skráðu sig senda póst á Ólaf Tryggvason olafur@fsn.is með bankaupplýsingum til þess að fá skráningargjaldið endurgreitt.
Kveðja stjórnin
24.06.2015 21:51
Hrynur frá Hrísdal
Gæðingurinn Hrynur frá Hrísdal tekur á móti hryssum í Hrísdal í sumar. Hrynur hefur hlotið 8,23 fyrir sköpulag og 8,60 fyrir kosti, þar af 9 fyrir brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Aðaleinkunn í kynbótadómi 8,45. Hrynur varð í 3ja sæti í B-flokki gæðinga á LM 2014 með 9,04 í einkunn og hefur hann alls 3svar farið yfir 9 í úrslitum í gæðingakeppni. Verð fyrir fengna hryssu ásamt girðingargjaldi, einum sónar og skatti er kr. 95.000. Upplýsingar veitir Siguroddur Pétursson í s. 897 9392, eða sendið tölvupóst á hrisdalur@hrisdalur.is. |
24.06.2015 21:44
Steggur frá Hrísdal
Steggur tekur á móti hryssum í Hrísdal á fyrra gangmáli. Verð 95.000 með girðingargjaldi og einni sónarskoðun. Upplýsingar veitir Siguroddur s. 897 9392 og einnig má senda póst á hrisdalur@hrisdalur.is. Folöldin eru að fæðast undan honum þessa dagana, gullfalleg og litfögur, Bleikálótt skjótt, brúnskjótt, fífilbleik, jarpskjótt.
Steggur hefur hlotið 8,24 fyrir sköpulag, og 8,10 fyrir kosti, alls 8,16. Hann hefur 9 fyrir tölt, hægt tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hann var í sinni fyrstu íþróttakeppni í vor og fór í 7. 30 í fjórgangi og 7.57 í tölti í forkeppni og í úrslitum í 7.60 í fjórgangi og 7.56 í tölti. Steggur gefur litfögur og einstaklega hreyfingarfalleg folöld. Verð fyrir fengna hryssu ásamt girðingargjaldi, einum sónar og skatti er kr. 95.000.
Á seinna gangmáli verður hann í Austur-Landeyjum, upplýsingar veitir Sigríkur Jónsson, 893 7970, hesteyri@hotmail.com.
20.06.2015 12:37
Hestaþing 2015
Hestaþing Snæfellings
Opin gæðingakeppni á Kaldármelum
Laugardaginn 27. júní 2015
Keppt verður í
A- flokki
B –flokki
C- flokki
Ungmennaflokk
Unglingaflokk
skráningagjald er 3000 kr.
Barnaflokk skráningargjaldið 2000 kr.
Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum og kostar ekkert.
Skráð í gegnum Sportfeng í A, B, ungmenna, unglinga og barnaflokk.
En í C flokk er skráð hjá Arnari í netfangið arnarasbjorns@gmail.com
Skráningfrestur í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn 24. júní
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir
neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á
Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora
hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma
fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt
við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir A fl. B fl. ungmennafl. og unglingafl. og 2000 kr í barnafl
flokkana. Síðasti dagur skráninga er miðvikudagurinn 24 júní á miðnætti og það sama gildir um
greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.
C- flokkur
Stjórnin
20.06.2015 12:08
Goði frá Bjarnarhöfn
Örmerki: 956000001420206
Litur: 3700 Jarpur/dökk- einlitt
Ræktandi: Brynjar Hildibrandsson
Eigandi: Brynjar Hildibrandsson, Herborg Sigríður Sigurðardóttir
F.: IS2006187114 Spuni frá Vesturkoti
Ff.: IS2001187660 Álfasteinn frá Selfossi
Fm.: IS1999225029 Stelpa frá Meðalfelli
M.: IS2001237205 Gyðja frá Bjarnarhöfn
Mf.: IS1981187020 Kolfinnur frá Kjarnholtum I
Mm.: IS1985237003 Hera frá Bjarnarhöfn
Mál (cm): 139 - 129 - 133 - 61 - 140 - 36 - 47 - 42 - 6,6 - 29,5 - 19,0
Hófa mál: V.fr.: 8,8 - V.a.: 7,6
Sköpulag: 8,0 - 8,0 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 7,0 - 8,5 - 8,0 = 8,02
Hæfileikar: 8,5 - 6,5 - 8,5 - 8,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 8,21
Aðaleinkunn: 8,14
Hægt tölt: 7,5 Hægt stökk: 7,5
Sýnandi: Hans Þór Hilmarsson
- 1