Blogghistorik: 2011 N/A Blog|Month_11

24.11.2011 22:46

Ráðstefna um dómaramál

Þriðjudaginn 6. desember verður haldin opin ráðstefna um dómaramál.  Ráðstefnan verður haldin í félagsheimili Fáks og hefst kl. 19.

 
Fjölbreytt framsöguerindi verða flutt en flutningsmenn verða:  
  • Sigurbjörn Bárðarson
  • Olil Amble
  • Guðlaugur Antonsson
  • Lárus Ástmar Hannesson
  • Pjetur N. Pjetursson
Að loknum framsöguerindum verða umræður.  Ráðstefnan er í umsjón Endurmenntunar Landbúnaðarháskóla Íslands.

22.11.2011 01:05

1001 ÞJÓÐLEIÐ


1001 Þjóðleið, smellið á myndina
 

Jónas Kristjánsson hefur áratugum saman skrásett þjóðleiðir á Íslandi og birtist afraksturinn í einstakri bók.

Í bókinni er yfir 1.000 reið- og gönguleiðum lýst og þær sýndar á vönduðum kortum. Stafrænn diskur sem gerir kleift að hlaða leiðunum inn í GPS-tæki fylgir.

KJÖRGRIPUR FYRIR ALLA HESTAMENN SEM FERÐAST UM LANDIÐ.

PANTANIR:

Sendið pantanir á tölvupósti: lhhestar@sogurutgafa.is  (tilgreinið nafn, heimilisfang, símanúmer, fjölda eintaka og greiðslumáta (bankamillifærsla eða kreditkort). Eða hringið í síma 557 3100.

 

21.11.2011 21:24

Kortasjáin

Enn fleiri leiðir í Kortasjána

Undanfarna mánuði og misseri hefur Landssamband hestamannafélaga unnið að skráningu reiðvega og reiðleiða í kortasjá.

Reiðleiðirnar eru unnar ofan á myndagrunn frá Loftmyndum ehf. Samhliða skráningunni í kortasjána þá eru reiðleiðirnar skráðar á Exelform, reiðleiðaskrár, og reiðleiðunum gefin númer ( aðal- og kaflanúmer ), það er gert í samráði við Vegagerðina. Einungis eru skráðar þær reiðleiðir sem eru á aðal- og deiliskipulögum viðkomandi sveitarfélaga. Nýlega bættust við Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýsla.

Alls eru komar í kortasjána 745 reiðleiðir sem spanna yfir 5.586 km úr Borgarfirði og austur að Lómagnúp. Unnt er að taka gps ferla flestra reiðleiðanna af kortasjánni beint í gps tæki, þá eru flestir skálar einnig í kortasjánni. 

Auðvelt á að vera fyrir hestamenn að skipuleggja hestaferðir af kortasjánni og hlaða leiðunum  niður í gps tækin sín. Það á einnig við um gönguferðir þar sem sumar af þessum leiðum eru samnýtanlegar hesta- og göngufólki. 
Næstu skref í skráningu reiðleiðanna verða norðan heiða, þ.e. Húnavatns- Skagafjarðar, Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslur.

Ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem þjónusta hestamennskuna eða  ferðaþjónustu almennt geti gert sig sýnilega í kortasjánni með t.d. krækjum þaðan og á sínar heimasíður.

Hægt er að komast á kortasjána af heimasíðu LH www.lhhestar.is þar til hægri Kortasjá, eða beint áhttp://www.loftmyndir.is/k/kortasja.asp?client=hestar

Landssamband hestamannafélaga

15.11.2011 19:53

Hrossvest

                                                                                                                      Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands

verður haldinn  sunnudaginn 27. nóvember n.k. kl. 14.00 í Hótel Borgarnesi. 
Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og
 Ræktunarbú Vesturlands 2011 verður verðlaunað.
 Þá verða heiðursviðurkenningar veittar í fyrsta sinn.
Gestir fundarins verða Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ,
 sem fer yfir hrossaræktina s.l. sumar og 
Guðmar Auðbertsson, dýralæknir, sem flytur erindi 
um sæðingar og fósturvísaflutninga.

Stjórnin.

 

14.11.2011 23:48

Vel heppnuð uppskeruhátíð


Uppskeruhátíð Snæfellings tókst frábærlega og þökkum við þeim sem komu og tóku þátt í þessu  með okkur.  Mætingin var mjög góð þar sem um 70 manns komu saman að Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit, borðuðu veislumat og skemmtu sér.  Það voru veitt verðlaun, dregið í happdrættinu og mikið sungið.  Þökkum við öllum þeim sem gáfu vinninga í happdrættið og þeim Kóngsbakkamönnum fyrir að lána okkur aðstöðuna.

Ræktunarverðlaun fyrir hryssur.

4 v  Stássa frá Naustum  bygg 8,05 hæf 8,00 aðal 8,02       Illugi Pálsson, Naustum

5 v Skriða frá Bergi bygg 8,13 hæf 8,43 aðal 8,31       Jón Bjarni, Bergi

6 v Brá frá Bergi bygg 8,02 hæf 8,40 aðal 8,25             Anna Dóra, Bergi

7 v og eldri Pollý frá Leirulæk bygg 8,03 hæf 8,08 aðal 8,06   Hrísdalshestar sf


Ræktunarverðlaun fyrir stóðhesta

4 v Haki frá Bergi bygg 8,18 hæf 8,01 aðal 8,07    Jón Bjarni, Bergi

5 v Valur frá Keldudal bygg 7,89 hæf 8,30 aðal 8,13   Hrísdalshestar sf

6 v Sporður frá Bergi bygg 8,11 hæf 8,27 aðal 8,21   Jón Bjarni, Bergi

7 v og eldri Uggi frá Bergi bygg 8,24 hæf 8,79 aðal 8,57   Jón Bjarni, Bergi 


Hvatningarverðlaun 


Harpa Lilja Ólafsdóttir

Guðrún Ösp Ólafsdóttir

Arnar Ásbjörnsson

Margrét Þóra Sigurðardóttir


Knapi ársins


Siguroddur Pétursson          

Einnig voru veitt verðlaun fyrir Bestan árangur í yngri flokkum, þau fékk Guðný Margrét Siguroddsdóttir, en hún var ekki á staðnum til að taka á móti verðlaununum.


Ræktunarbú ársins og Þotuskjöldurinn.


Þotuskjöldinn og viðurkenningu fyrir ræktunarbú ársins fengu hjónin á Bergi í Eyrarsveit, Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson fyrir frábært ræktunarstarf, en s.l. 2 ár hafa þau verið tilnefnd til heiðursverðlauna  Bændasamtaka Íslands.

Viðurkenning fyrir flottasta höfuðfatið

Gunnar Sturluson formaður, Jón Bjarni og Sæmundur Runólfsson dtaðarhaldari

Staðarhaldarinn fékk þann heiður að velja flottasta höfuðfatið og hann sagði að það ekki spurningu að Jón Bjarni hefði verið með flottasta höfuðfatið.



13.11.2011 02:29

Myndir frá Halldísi


Þessi mynd er tekin á 40 ára afmælismóti Snæfellings 2003
Þarna eru formaður og fyrrverandi formenn sem voru staddir á Kaldármelum..


Albúmin farin að tínast inn með  myndunum hennar Halldísar,
það verður töluvert verk að koma þessu hér inn.
Myndaalbúmin munu heita það sama og hún hefur skrifað í myndaalbúmin sín.
Nýjasta albúmið kemur fyrst, og svo næst elsta, þangað til við endum á því elsta.
En endilega skrifa athugasemdir við myndirnar ef þið þekkið menn og hross.

10.11.2011 22:12

Vætutíð

Rakst á þessa grein á netinu og eins og veðrið hefur verið undanfarið þarf að huga vel að hrossunum.

Holdhnjóskar
 

Holdhnjóskar er einskonar hrúður sem myndast í húð hrossa, oftast á lend, hrygg eða fótum. ORSAKIR: Vegna kulda og votviðris fara svokallaðir fitukirtlar í húð hrossa að framleiða of mikla fitu. Hún klístrast við hárin og það myndast einskonar hrúður.

Fitulagið á yfirborði húðarinnar er vörn hennar gegn ofþornun vegna hita og einnig gegn utanaðkomandi vætu, kulda og öðru áreyti. Nýjustu rannsóknir hérlendis hafa leitt í ljós, að frá 96% af hrossum með holdhnjóska ræktast bakterían dermatophilus congolensis. Þessi baktería lifir ágætu lífi á rakri húðinni.

MEÐFERÐ: Mikilvægt er að taka hross inn á hús ef vart verður við holdhnjóska. Alls ekki reyna að losa upp hrúðrin með því að kroppa í þau, því þá myndast opin sár. Einnig mæli ég ekki með að setja parafínolíu á hrúðrin því raki/vatn getur legið undir olíunni og þá geta bakteríurnar lifað góðu lífi.

Til þess að gera hrossið reiðfært sem fyrst er best að láta það standa á þurrum og hlýjum stað. Ullarteppi hitar upp húðina og dregur fyrr úr bólgumyndun sem er til staðar í fitukyrtlunum. Þegar hnjóskarnir eru farnir að vaxa frá húðinni, þá fyrst má baða hestinn með mildri sápu til að losa upp þetta harða hrúður. Reynið síðan að þurrka húðina og hárin vel, (t.d. með handklæði eða jafnvel hárþurrku).

Þórunn Lára Þórarinsdóttir, dýralæknir

03.11.2011 23:37

Uppskeruhátíð



Uppskeruhátíð 

Snæfellings

Föstudaginn 11.11.11 kl. 19:30

Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit

(í fjósinu sem hefur verið breytt í samkomusal)

Frjálslegur klæðnaður, gamli lopinn upplagður og

viðurkenning fyrir flottasta höfuðfatið.

Grillað verður á staðnum og kostar maturinn 2500 kr.

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri

Fólk kemur með drykkjarföng með sér.


Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu

·        Ræktunarbú ársins

·        Hvatningarverðlaun til þeirra sem sýnt hafa góða takta í keppni

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

·        Foladasýningin


Veglegir vinningar verða í happdrættinu

 Miðaverð aðeins 1000kr.


Látið vita með þátttöku í síðasta lagi á miðvikudaginn 09.11  kl. 22

í netfangið  herborgs@hive.is eða síma 893 1584


Vonumst til að sjá sem flesta

                                                                         Stjórnin                                                                                                   
  • 1
Antal sidvisningar idag: 44
Antal unika besökare idag: 9
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 296691
Antal unika besökare totalt: 42994
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar