Blogghistorik: 2019 Denna post är låst. Klicka för att öppna.

14.08.2019 22:59

Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi!Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni verður það haldið í Búðardal laugardaginn 24. ágúst. Mótið er opið fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga.

 

Dagskrá:

Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:
Fjórgangur V2: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur

Fjórgangur V5: barnaflokkur

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt T7: barnaflokkur

Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur
Úrslit:
Fjórgangur: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennafl., unglingafl., barnafl.

Fimmgangur: opinn flokkur

Pollaflokkur, frjáls aðferð

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl., 2. flokkur og 1. flokkkur
100 m skeið (flugskeið)

 

Takið eftir:

  • Í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð).
  • Ef þátttaka verður næg verður opnum flokki (þ.e. fullorðnum) nú skipt upp í 1. og 2. flokk bæði í fjórgangi og tölti. Keppendur raða sér sjálfir í flokk eftir getu og keppnisreynslu.
  • Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.
  • Öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.

 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 22. ágúst. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.

 

Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 23. ágúst.

  • 1
Antal sidvisningar idag: 44
Antal unika besökare idag: 9
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 296691
Antal unika besökare totalt: 42994
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar