Blogghistorik: 2019 Länk

09.05.2019 16:54

Fundar um GDPR

Til HSH og UDN og íþrótta- og ungmennafélaga innan þeirra vébanda

 

Sæl öll!

 

Eins og ÍSÍ hefur áður boðað, þá eru fyrirhugaðir fræðslufundir á vegum ÍSÍ varðandi innleiðingu nýju persónuverndarlaganna (GDPR).

Fundirnir eru haldnir í kjölfar útsendingu á innleiðingar- og upplýsingapakka sem ÍSÍ sendi til sambandsaðila sinna og íþrótta- og ungmennafélaga innan þeirra vébanda í desembermánuði og eru hugsaðir til að hjálpa fólki af stað í þeirri vinnu sem framundan er.

Meðfylgjandi er bréf ÍSÍ vegna fundar um GDPR málefni sem boðaður er 14. maí nk. fyrir HSH og UDN og félög innan þeirra vébanda (sjá nánar í meðfylgjandi bréfi). Elías Atlason verkefnastjóri ÍSÍ mun stýra fundinum.

 

Vinsamlegast sendið þennan póst áfram til íþrótta- og ungmennafélaga innan ykkar vébanda ásamt viðhengi.

 

Við hvetjum alla viðkomandi að senda fulltrúa á fundinn.

Skráning er í gegnum heimasíðu ÍSÍ og er vefslóðin á skráninguna eftirfarandi:

http://www.isi.is/fraedsla/gdpr-skraning-a-namskeid/

Þátttakendur þurfa ekki að mæta með tölvu, frekar en þeir vilja.

 

Með von um góða þátttöku.

 

Kær kveðja

Elías Atlason

04.05.2019 23:27

Námskeið

Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni.

 

Til stendur að halda námskeið  og miða námskeiðið að keppni í gæðingakeppni.

Stefnt er á 5 skipti. Leiðbeinendur verða Siguroddur og Ásdís.

Kostar 8000 kr. fyrir félagsmenn.  25.000 kr. fyrir utanfélagsmenn

 

Fyrsti tíminn yrði  þriðjudaginn 7. Maí  í Ólafsvík sem yrði sameiginlegur tími, bóklegur og sýnikennsla í reiðhöllinni.

Eftir það er reiknað með einum tíma í viku ca 30 mín. í einkakennslu  og sennilegast á þriðjudögum

Nánara skipulag kemur svo þegar við sjáum hver þátttakan er.

 

Skráning siguroddur@gmail.com í síðasta lagi á mánudaginn 6 maí.

  • 1
Antal sidvisningar idag: 44
Antal unika besökare idag: 9
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 296691
Antal unika besökare totalt: 42994
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar