Blogghistorik: 2014 N/A Blog|Month_11

28.11.2014 11:48

Folaldasýningu frestað

Vegna dræmrar þátttöku á folaldasýningu sem átti að vera á laugardaginn verður henni frestað um óákveðin tíma.

23.11.2014 23:20

Uppskeruhátíð.

 
Uppskeruhátíð Snæfellings var haldin á Breiðabliki og áttum við saman skemmtilega kvöldstund.
Happdrættið vakta mikla lukku eins og það gerir alltaf og þökkum við þeim kærlega sem gáfu okkur vinninga í happdrætttið.
Veittar voru viðurkenningar til knapa, kynbóta hrossa,  ræktunarbú Snæfellings sem að þessu sinni var Brautarholt og Þotuskjöldinn. Óskum öllum þeim sem hlutu viðurkenningar, innilega til hamingju.
 
Knapa viðurkenningar
 
Hafdís, Tinna, Benedikt,  Jason og Katla
 
Barnaflokkur
-Hvatningarverðlaun:
Benedikt Gunnarsson
Fjóla Rún Sölvadóttir
Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir
Jason Jens Illugason
-Frábær árangur á árinu:
Tina Guðrún Alexandersdóttir
 
Fanney, Inga Dóra, Harpa Lilja, Inga Dís og Guðný Margrét
Unglingaflokkur
-Hvatningarverðlaun:
Fanney O Gunnarsdóttir
Harpa Lilja Ólafsdóttir
Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir
Róbert Vikar Víkingsson
-Frábær árangur á árinu:
Borghildur Gunnarsdóttir
Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Inga Dís Víkingdóttir
 
Ungmennaflokkur
-Hvatningarverðlaun:
Guðrún Ösp Ólafsdóttir
-Frábær árangur á árinu:
Hrefna Rós Lárusdóttir
Maiju Maaria Varis
Seraina Demarzo
 
 
Hestaíþróttamaður Snæfellings:
Siguroddur Pétursson
 
Kynbótahross 
 
Saga, Björn og Inga Dís.
Hestar.
4 vetra. Hildingur frá Bergi aðaleinkunn 8,22 Ræktandi  Anna Dóra Markúsdóttir    
5 vetra. Bruni frá Brautarholti aðaleinkunn 8,34 Ræktandi Snorri Kristjánsson
6 vetra.  Ábóti frá Söðulsholti aðaleinkunn 7,97 Ræktandi Einar Ólafsson                                                                                            
7 vetra. Aldur frá Brautarholti aðaleinkunn 8,49 Ræktandi Snorri Kristjánsson
 
Katla,  Siguroddur, Halldór og Björn
Hryssur.
4 vetra. Sigurrós frá Söðulsholti aðaleinkunn 7,68 Ræktendur Halldór Sigurkarlsson og  Iðunn Svansdóttir
5 vetra. Harpa frá Hrísdal aðaleinkunn 8,08 Ræktendur Gunnar Sturluson og Guðrún M Baldursdóttir
6 vetra. Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð aðaleinkunn 8,13 Ræktandi Guðmundur M Skúlason
7 vetra. Brigða frá Brautarholti aðaleinkunn 8,69 Ræktandi Snorri Kristjánsson
 
Björn Kristjánsson
 
Ræktunarbú ársins 2014 er Brautarholt
Ræktendur, Björn, Þrándur og Snorri Kristjánssynir
 
 
Þotuskjöldurinn.
Siguroddur Pétursson fyrir frábæran árangur á árinu með Hryn frá Hrísdal.

22.11.2014 01:21

Folaldasýning

 

Folaldasýning Snæfellings

 
 
 

 
 

Verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði
Laugardaginn 29. nóvember kl. 14

 
Skráningarfrestur er til kl. 20 fimmtudaginn 27. nóvember.
Skráning er 2000 kr. á folald.
  og senda kvittun á  olafur@fsn.is

reikn. 0191-26-876 kt.440992-2189
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is
eða í síma 891 8401


Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

11.11.2014 22:48

Uppskeruhátið 21 nóvember

 

Uppskeruhátíð 

 

Snæfellings

 

Föstudaginn 21.11 2014   kl. 20

Breiðabliki

Eyja-og Miklaholsthrepp

 

 

Grillað verður á staðnum og kostar 2500 kr.

1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.

 

 

                                 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu.

 

·        Ræktunarbú ársins

·        Viðurkenningar til knapa

·        Knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1500 kr.

 

 Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 19.11  kl. 12 á hádegi

í netfangið  asdissig67@gmail.com eða  herborgsig@gmail.com eða í síma 893 1584

Allir velkomnir

 

Vonumst til að sjá sem flesta

Stjórnin  
 

09.11.2014 12:19

Haustfundur Hrossvest

 

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands
 

Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 23. nóvember n.k. og hefst kl. 14.00. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2014 verður verðlaunað. Þá verður einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til félags og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambandsins. Er þetta í fjórða sinn sem félagar eru heiðraðir.

Gestur fundarins verður Guðlaugur Antonsson, fyrrum hrossaræktarráðunautur, sem nú er starfsmaður Matvælastofnunar.  Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.

Allir félagsmenn deilda eru vekomnir á fundinn og verður boðið upp á kaffiveitingar í tilefni 50 ára afmælis sambandsins þann 31. október síðastliðinn.

Stjórnin

 

 

 

 

08.11.2014 10:11

Lárus nýr formaður LH

Hlaut 88 atkvæði á Landsþingi


Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður Landssambands hestamannafélaga. Hann hlaut 88 atkvæði gegn 62 atkvæðum Stefáns Ármannssonar á framhaldsþingi LH sem fer nú fram í Laugardal. Auðir seðlar voru 4 talsins.

07.11.2014 12:55

Snæfellingur í formannsframboð

Í hóp formannsframbjóðanda LH hefur  Lárus Ástmar Hannesson gefið kost á sér.

Að vel ígrunduðu máli ákvað ég að gefa kost á mér til formanns Landsambands hestamannafélaga.  Ég tel að minn bakgrunnur úr hestamennsku og félagsmálum nýtist vel til starfsins.  Það er ákaflega mikilvægt að við hestamenn horfum í sömu átt fram á veginn öllum til hagsbóta.  Það eru forréttindi að hafa valið sér þann lífstíl sem fellst í því að njóta samvista við hesta og hestamenn. 

Ef ég fæ brautargengi sem formaður LH mun ég leggja mig fram, í samvinnu við það fólk sem velst í stjórn samtakanna, um að sameina krafta okkar allra svo við getum á sem bestan máta hlúð að hugðarefnum okkar hestamanna.

  • 1
Antal sidvisningar idag: 44
Antal unika besökare idag: 9
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 296691
Antal unika besökare totalt: 42994
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar