Blogghistorik: 2014 N/A Blog|Month_11
28.11.2014 11:48
Folaldasýningu frestað
Vegna dræmrar þátttöku á folaldasýningu sem átti að vera á laugardaginn verður henni frestað um óákveðin tíma.
23.11.2014 23:20
Uppskeruhátíð.
Hafdís, Tinna, Benedikt, Jason og Katla
Barnaflokkur
-Hvatningarverðlaun:
Benedikt Gunnarsson
Fjóla Rún Sölvadóttir
Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir
Jason Jens Illugason
-Frábær árangur á árinu:
Tina Guðrún Alexandersdóttir
|
Saga, Björn og Inga Dís.
Hestar.
4 vetra. Hildingur frá Bergi aðaleinkunn 8,22 Ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
5 vetra. Bruni frá Brautarholti aðaleinkunn 8,34 Ræktandi Snorri Kristjánsson
6 vetra. Ábóti frá Söðulsholti aðaleinkunn 7,97 Ræktandi Einar Ólafsson
7 vetra. Aldur frá Brautarholti aðaleinkunn 8,49 Ræktandi Snorri Kristjánsson
Hryssur.
4 vetra. Sigurrós frá Söðulsholti aðaleinkunn 7,68 Ræktendur Halldór Sigurkarlsson og Iðunn Svansdóttir
5 vetra. Harpa frá Hrísdal aðaleinkunn 8,08 Ræktendur Gunnar Sturluson og Guðrún M Baldursdóttir
6 vetra. Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð aðaleinkunn 8,13 Ræktandi Guðmundur M Skúlason
7 vetra. Brigða frá Brautarholti aðaleinkunn 8,69 Ræktandi Snorri Kristjánsson
Ræktunarbú ársins 2014 er Brautarholt
Ræktendur, Björn, Þrándur og Snorri Kristjánssynir
Þotuskjöldurinn.
Siguroddur Pétursson fyrir frábæran árangur á árinu með Hryn frá Hrísdal.
|
22.11.2014 01:21
Folaldasýning
Folaldasýning Snæfellings
|
||
Verður í Snæfellingshöllinni
í Grundarfirði
Laugardaginn 29. nóvember kl. 14
Skráningarfrestur er til kl. 20 fimmtudaginn 27. nóvember.
Skráning er 2000 kr. á folald.
og senda kvittun á olafur@fsn.is
reikn. 0191-26-876 kt.440992-2189
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is
eða í síma 891 8401
Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.
11.11.2014 22:48
Uppskeruhátið 21 nóvember
Uppskeruhátíð
Snæfellings
Föstudaginn 21.11 2014 kl. 20
Breiðabliki
Eyja-og Miklaholsthrepp
Grillað verður á staðnum og kostar 2500 kr.
1500 kr. fyrir 16 ára og yngri.
Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu.
· Ræktunarbú ársins
· Viðurkenningar til knapa
· Knapi ársins
· Þotuskjöldurinn verður afhentur
Veglegir vinningar verða í happdrættinu.
Miðaverð aðeins 1500 kr.
Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 19.11 kl. 12 á hádegi
í netfangið asdissig67@gmail.com eða herborgsig@gmail.com eða í síma 893 1584
Allir velkomnir
Vonumst til að sjá sem flesta
09.11.2014 12:19
Haustfundur Hrossvest
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 23. nóvember n.k. og hefst kl. 14.00. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2014 verður verðlaunað. Þá verður einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til félags og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambandsins. Er þetta í fjórða sinn sem félagar eru heiðraðir.
Gestur fundarins verður Guðlaugur Antonsson, fyrrum hrossaræktarráðunautur, sem nú er starfsmaður Matvælastofnunar. Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.
Allir félagsmenn deilda eru vekomnir á fundinn og verður boðið upp á kaffiveitingar í tilefni 50 ára afmælis sambandsins þann 31. október síðastliðinn.
Stjórnin
08.11.2014 10:11
Lárus nýr formaður LH
Hlaut 88 atkvæði á Landsþingi
Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður Landssambands hestamannafélaga. Hann hlaut 88 atkvæði gegn 62 atkvæðum Stefáns Ármannssonar á framhaldsþingi LH sem fer nú fram í Laugardal. Auðir seðlar voru 4 talsins.
07.11.2014 12:55
Snæfellingur í formannsframboð
Í hóp formannsframbjóðanda LH hefur Lárus Ástmar Hannesson gefið kost á sér.
Að vel ígrunduðu máli ákvað ég að gefa kost á mér til formanns Landsambands hestamannafélaga. Ég tel að minn bakgrunnur úr hestamennsku og félagsmálum nýtist vel til starfsins. Það er ákaflega mikilvægt að við hestamenn horfum í sömu átt fram á veginn öllum til hagsbóta. Það eru forréttindi að hafa valið sér þann lífstíl sem fellst í því að njóta samvista við hesta og hestamenn.
Ef ég fæ brautargengi sem formaður LH mun ég leggja mig fram, í samvinnu við það fólk sem velst í stjórn samtakanna, um að sameina krafta okkar allra svo við getum á sem bestan máta hlúð að hugðarefnum okkar hestamanna.
- 1