Blogghistorik: 2016 N/A Blog|Month_10
04.10.2016 22:24
Árshátíð
Árshátíð hestamanna á Vesturlandi
verður haldin þann 19. nóvember 2016
á hinum margrómaða sælustað, Hótel Glym í Hvalfirði
Þessi virðulega samkoma vestlenskra hestamanna byrjar kl 19:30 með fordrykk að hætti Glyms. Borðhald
hefst kl. 20:00. Hótel Glymur býður upp á sérstakt árshátíðartilboð á borðvíni og á barnum verður tilboð á bjór og sérstökum hestamannadrukk.
Skemmtidagskrá með veislustjóra, ræðumanni kvöldsins og öðrum skemmtilegheitum.
Stuðbandið Skaramú með Dreyrasnótinni söngelsku, Ástu Marý, mun leika fyrir dansi.
Boðið verður upp á:
- Sjávarréttasúpa með heimabökuðu brauði
- Fennilgrafið foladafille með sólþurrkuðum tómötum og fetaosti
- Lambafille með rótargrænmeti, kartöflum og bláberjasósu
- Súkkulaði kaka með heimagerðum ís
Verð:
Matur og dansiball 9200 kr. á mann.
Matur, dansleikur, morgunverðar hlaðborð og gisting í einsmanns herbergi. 23.400 kr á mann og í 2ja manna
herbergi 19.400 kr á mann.
Nokkur atriði sem gott er að vita um:
-Það eru yndislegir heitir pottar við hótelið sem gestir mega nota frá morgni til miðnættis.
-Við hestamenn höfum til afnota allt hótelið og litlu húsin á svæði Hótels Glyms. :-)
- Hótelherbergin og húsin eru tilbúin kl 15 á laugardegi og brottför úr herbergjum er kl 12 á hádegi daginn
eftir. Morgunverðarhlaðborð er frá kl 9-11.
-Gestir hótelsins mega ekki vera með eigið áfengi í almennum rýmum hótelsins.
Pantanir berist á netfangið dreyri@gmail.com fyrir 1. nóvember. Ath. Það er mikilvægt að panta sem fyrst. !
Ef þið hafið ekki komið á Hótel Glym þá er hægt að skoða myndir og annað á www.hotelglymur.is.
Við hlökkum til að hitta ykkur :-)
Með gleðikveðju Hestamannafélagið Dreyri.
- 1