Blogghistorik: 2012 N/A Blog|Month_12
31.12.2012 19:28
Nýárskveðja
17.12.2012 23:08
KB mótaröð 2013
Mótaröðin skemmtilega hefst 2. febrúar !!!!!!
Mótin hafa verið vel sótt undanfarin ár og góð stemmning hefur ráðir ríkjum í Faxaborginni, sem er reiðhöll okkar Vestlendinga. Í ár verður keppt í fjórgang, fimmgang, T4, T7, Tölti og Skeið í gegnum höllina.
Keppnin er opin öllum þeim sem áhuga hafa og frjálst er að taka þátt í þeim greinum sem áhugi er fyrir. Ekki er skylda að vera í liði heldur er einnig frjálst að keppa sem einstaklingur. Bæta má inn nýjum knöpum/liðsfélögum inn í liðin/mótið hvenær sem er þegar verið er verið að skrá inn fyrir hvert mót yfir allan veturinn.
Lagt er upp með að góður andi ríki yfir mótinu og sem skemmtilegust stemmning nái að myndast í liðunum. Flottir og skemmtilegir og/eða fallegir búningar, góða skapið og stemningin í hverju liði er metið í lok mótaraðarinnar og gríðarleg verðlaun hlýtur það lið sem þykir skara fram úr hvað það varðar.
Liðakeppni (lágmark 3 í liði – opin keppni), Einstaklingskeppni (opin keppni)
Flokkar: Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur
Mót vetrarins: 2. febrúar - fjórgangur, 23. febrúar – fimmgangur, T2 og T7-unglingar og börn. 16.mars - Tölt/ Skeið í gegnum höllina.
Tenglar.
http://faxaborg.123.is/ - Hestamannafélagið Faxi
http://hmfskuggi.is/ - Hestamannafélagið Skuggi
www.faxaborg.is – Reiðhöllin
Vonumst til að sjá sem flesta nýja sem og eldri keppendur mótaraðarinnar mæta hressa og káta á skemmtilegu mótaröðina okkar á komandi vetri.
Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.
Vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta og vera með á komandi vetri..... ;))))
17.12.2012 20:02
Reiðnámskeið
Reiðnámskeið
Dagana 25.-27. janúar í Söðulsholti
Kennari: Guðmundur M. Skúlason Reiðkennari FT
Nú fer vetrarstarfið að komast í gang hjá hestafólki og því þarf að leggja línurnar fyrir komandi þjálfun. Mikilvægt er að byggja upp þjálfun hestana okkar með það að markmiði að hestur og knapi verði betri. Aðalmarkmiðið á alltaf að vera aukin gleði og ánægja í hestamennskinni.
Janúar er frábær tími til að koma sér í gírinn, fá smá fróðleiksmola og aðstoð um það hvernig skynsamlegt sé að haga þjálfunini hvort sem fólk ætlar að gera hestinn sinn að betri reiðhesti eða stefnir á keppni.
„Í upphafi skal endirinn skoða“ er mjög gott máltæki sem gott er að huga að í byrjun vetrar. Það er nefninlega þannig að ef við byrjum frá grunni og byggjum ofan á það koma færri vandamál en fleiri lausnir.
Skipulag námskeiðs:
Kennsla fer fram í tveggja til þriggja manna hópum. Hver kennslustund 30min.
Föstudagskvöld: Fyrirlestur, reiðtímar (Einn á hvern hóp)
Laugardagur: Reiðtímar (Einn fyrir hádegi og einn eftir hádegi)
Sunnudagur:
Sama fyrirkomulag og á laugardegi
Verð á fullorðna: 17.000
Verð á börn,unglinga og ungmenni: 12.000
(Innifalið í verði eru fimm reiðtímar,fyrilestur, hesthúspláss, súpa og brauð í hádegi laugardag og sunnudag)
Greiða þarf 5000kr í staðfestingagjald við skráningu.
Skráning og nánari upplýsingar gefur Guðmundur M. Skúlason
Sími: 7702025 Netfang: mummi@hallkelsstadahlid.is
Einnig er mögulegt að kaupa gjafabréf í jólapakkann sem gildir á námskeiðið.
15.12.2012 11:57
OPIÐ JÓLA-HESTHÚS
Á BRIMILSVÖLLUM
laugardaginn 22.desember frá kl. 14:00 til 17:00
Hesthúsið á Brimilsvöllum er kominn í jólabúning,
við fögnum því að folöldin, tamningar- og kynbótahross eru kominn í hús. Komið og kíkið á hestanna fyrir jólin !
Það verður rjúkandi heitt kaffi og kökur í boði,
börn (og líka fullorðnir J) verða teymd á hestbaki.
ALLIR VELKOMNIR !
Fjölskyldan á Brimilsvöllum
12.12.2012 22:44
Kvikmyndin Hross og menn
Það er að verða til kvikmynd um ykkur!
Hún heitir Hross og menn og verður leikin mynd í fullri lengd. Það má segja að hún sé fyrsta dramatíska kvikmyndin með íslenska hestinum í forgrunni.
En við þurfum á hjálp ykkar að halda. Ef þið hafið tök á að leggja okkur lið þá kíkið á þessa síðu.
http://alpha.karolinafund.com/project/view/2
Þar er hægt heita á okkur og í raun kaupa DVD diskinn fyrirfram og fá hann heimsendan þegar þar að kemur.
Peningana sem safnast notum við til að klára eftirvinnslu myndarinnar og láta drauminn rætast.
Kvikmynd sem verður óður til hestamenningarinnar og íslenska hestsins. En umfram allt góð mynd sem segir sögur af fólki eins og okkur. Mönnum sem lifa með hestum. Og hestum sem lifa með mönnum.
Og hér er hægt að sjá 3 mín trailer úr myndinni.
Bara fyrir ykkur sem málið varðar.
https://vimeo.com/53200227
(lykilorðið er: benni)
Sjá einnig frekari upplýsingar um myndina og okkur sem að henni
stöndum á :
http://hrosss.is
og
http://www.facebook.com/Hrossmovie?fref=ts
Benedikt Erlingsson
Leikstjóri.
02.12.2012 20:47
Úrslit folaldasýning
- 1