Blogghistorik: 2022 N/A Blog|Month_11

26.11.2022 11:34

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Snæfellings 2022 fór fram í samkomuhúsi Grundarfjarðar í gærkvöldi.  Frábær mæting félaga var á viðburðinn og voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. 

 

Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna, unglinga og ungmennaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili.

 

Hér er mynd af knöpum sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki árið 2022 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Ari Osterhammer Gunnarsson, Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Sól Jónsdóttir.


 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki árið 2022 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins. 

Guðný Kristín Clausen, (Hildur tók á móti viðurkenningu fyrir hana) Gísli Sigurbjörnsson, Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir,( Haukur Orri tók á móti viðurkenningu fyrir hana) Hera Guðrún Ragnarsdóttir, Signý Ósk Sævarsdóttir, Valdís María Eggertsdóttir (Nadine og Sigríður tóku á móti viðurkenningum fyrir Heru,Signýju og Valdísi)

 

 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í ungmennaflokki  árið 2022 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Gróa Hinriksdóttir og Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir.


 

Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu í barna og unglinga en það voru þau Haukur Orri Bergmann Heiðarsson sem hlaut þau verðlaun í barnaflokki og Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir sem hlaut þau verðlaun í unglingaflokki.

Hér er mynd af  Hauki Orra  ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins en Haukur Orri tók einnig á móti verðlaunum Hörpu Daggar sem gat ekki verið viðstödd.


 

 

Knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Snæfelling árið 2022 er Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir. 

 

 

Frábær árangur hjá Hörpu Dögg í unglingaflokki á árinu. Hefur hún tekið þátt í fjölda móta og staðið sig mjög vel og verið glæsilegur fulltrúi Snæfellings innan vallar sem utan. 

Hér tekur Haukur Orri á móti verðlaunum fyrir hönd hörpu Daggar.

 



 

Veittar voru viðurkenningar fyrir fyrir efstu hryssu og efsta stóðhest í hverjum flokki 

 

Efsta 5 v hryssa er Stöð frá Bergi - aðaleinkunn  8,19 - Ræktendur og eigendur eru Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson.

 

Efsta  6 v hryssa er Þerna frá Hallkelsstaðahlíð  - aðaleinkunn 8,23 - Ræktandi og eigandi er Guðmundur Margeir Skúlason

 

Efsta 7 v hryssa er Sandvík frá Bergi   - aðaleinkunn 8,34 -Ræktandi og eigandi er Jón Bjarni Þorvarðarson

 

  

Efsti 4v stóðhestur er Höfði frá Bergi - aðaleinkunn 8,18 - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

 

Efsti 5 v stóðhestur er Hrollur frá Bergi  - aðaleinkunn 8,23 - Ræktendur og eigendur eru Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson.

 

Efsti  6v stóðhestur er Hlýri frá Bergi  - aðaleinkunn 8,06  - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

 

Efsti 7v stóðhestur er Gljátoppur frá Miðhrauni - aðaleinkunn 8,50 - Ræktandi er Ólafur Ólafsson og eigendur eru Máni Hilmarsson og VM Islandshästar AB


 



Ræktunarbú ársins 2022.

 

Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson á Bergi fengu viðurkenningu fyrir ræktunarbú ársins. Frá þeim voru sýnd fjöldi kynbótahrossa með góðum árangri. Hér má sjá þær þau Önnu Dóru og Jón Bjarna ásamt dætrum sínum Sögu  og Sól taka við viðurkenningunni frá Herborgu Sigríði formanni félagsins.

 

 

Þotuskjöldurinn

 

Þotuskjöldurinn er afhentur þeim félagsmanni sem skarað hefur fram úr á sviði ræktunar, reiðmennsku eða félagsmála. Skjöldurinn er viðurkenning sem Leifur Kr. Jóhannesson fyrrverandi ráðunautur, ræktandi og einn af stofnendum Snæfellings, gaf félaginu til minningar um heiðursverðlauna hryssu sína Þotu frá Innra-Leiti

Sæmundur Kristjánsson hlýtur skjöldinn að þessu sinni . 

Sæmundur hefur komið að mörgum þáttum starfsins hjá okkur í Snæfellingi. Hann var 4 ár gjaldkeri félagsins og umsjónarmaður Hólslands á þeim tíma og byggði m.a. upp réttina þar.

 

Hann kom að uppbyggingu Kaldármela með mörgum öflugum félögum t.d. Óla í Ólafsvík, Ragnari í Hlíð og Högna Bæringssyni. Svo vitnað sé í orð viðkomandi: ,,Samstarfið við þessa félaga mína og marga fleiri hafa skilið eftir minningar sem eru dýrmætar.´´

 

Þotuskjaldarhafinn 2022 hefur skilið eftir sig talsvert stór spor á svæðinu í ræktunarlegu tilliti þó með óbeinum hætti. Hann flutti á svæðið stóðhestinn Huga frá Höfða, ól hann upp og tamdi. Hann lánaði klárinn að Naustum til notkunar og þar varð til m.a. ræktunarhryssan Hrísla frá Naustum sem hefur skilað mörgum afreksgripum.

 

Hin seinni ár hefur hann verið okkur hestamönnum haukur í horni með að merkja reiðleiðir í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi, tala okkar máli og staðið vörð um að hestamenn hafi sem frjálsastan aðgeng að reiðleiðum í þjóðgarði Snæfellsness auk þess að hafa lóðsað hestamenn í gegn um þjóðgarðinn um árabil.

 

Stjórn vill þakka félagsmönnum fyrir skemmtilega samveru og velunnurum félagsins fyrir þeirra framlög. Sérstakar þakkri fær hún Margrét Sigurðardóttir sem gaf okkur verðlaunin sem veitt voru á uppskeruhátíðinni.

 

14.11.2022 19:07

Uppskeruhátíð Snæfellings 2022

 

 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð 

 Snæfellings

2022

 

Föstudaginn 25. nóvember

  Samkomuhúsi Grundarfjarðar

 

Húsið opnar kl 19.30

 Maturinn kosta 3.500 kr á manninn

1.500 kr fyrir 16 ára og yngri

 

 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu. 

 

    Ræktunarbú ársins

       Viðurkenningar til knapa

  Knapi ársins

Knapi ársins flokkana

    Þotuskjöldurinn afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1.500 kr.

 

  Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 23. nóvember 

 netfangið  nadinew@simnet.is eða  í síma 862 3570 Nadine

 

 

Allir velkomnir

  • 1
Antal sidvisningar idag: 407
Antal unika besökare idag: 125
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 297054
Antal unika besökare totalt: 43110
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar