Kategori: Snæfellingshöllin

19.01.2013 17:13

Verðskrá í Snæfellingshöllina 2013

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:

15.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

7.000

 

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar :

10.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

5.000

 

Einkatími í eina klukkustund:

2.000

 

Dagsleiga fyrir viðburð:

15.000

 

Dagspassi í opna tíma:

500

 

Mánaðaraðgangur fyrir einn:

5.000

 

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

   
     

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

   

í Landsbanka kt:580907-0590

Senda þarf tölvupóst á gunnarkris@simnet.is þegar greitt er.

Listi yfir þá sem hafa greitt verður birtur á  http://fakasel.123.is/Blog/Cat/5342/

 

Stjórn Snæfellingshallarinnar efh.

   

 

14.02.2012 10:58

Reiðnámskeið


Reiðnámskeið verður haldið í reiðhöllinni Grundarfirði.

Byrjað verður í febrúar og stendur  fram í apríl.  Kennt er á Þriðjudögum og einu sinni föstudag og laugardag.

Kennari verður Guðmundur M Skúlason úr Hallkelsstaðarhlíð.

Boðið er upp á einkatíma fyrir einn til tvo á kr 5500 tíminn og almennt reiðnámskeið

Verð fyrir almennanámskeiðið er 17 þúsund.            

  Árskorthafar, börn og unglingar greiða 15 þúsund  

Skráning hjá Óla Tryggva olafur@fsn.is

 síma 8918401  eða Guðmundur M. Skúlason mummi@hallkelsstadahlid.is

Fyrstir panta fyrstir fá.

19.01.2012 22:26

Viðburðir í Snæfellingshöllinni


Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22.janúar 

Hægt að bæta við 2, frábært námskeið fyrir alla sem hafa áhuga á atferli hestsins


Einkareiðnámskeið með Guðmari Þór Péturssyni

Dagana 27 og 28 Janúar

Þessa daga er höllin lokuð fyrir korthafa á meðan námskeið standa yfir.


Til stendur að hafa Reiðnámskeið síðar í vetur

Allar uppástungur um kennara  vel þegnar

Senda má á tilögur á netfangið olafur@fsn.is


05.01.2012 23:51

Verðskrá


 

Verðskrá  í  Snæfellingshöllinni  2012

 

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:                                                                 15.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:                                   7.000 kr.

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar                         10.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu                                    5.000 kr.  

Einkatími í eina klukkustund                                                                          2.000 kr.

Dagsleiga  fyrir viðburð.                                                                              15.000 kr.

Dagspassi í opna tíma                                                                                     500 kr.

Mánaðaraðgangur fyrir einn                                                                          5.000 kr.

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

 

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

í Landsbanka kt:580907-0590. 

Nánari upplýsingar eru hjá Gunnari Kristjánssyni í síma 898 0325



05.01.2012 23:50

Umgengisreglur


Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa ótakmarkaðan aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri skipulagðri notkun t.d. námskeið,einkatíma og sýningar.  Miðað er við að höllin geti verið í notkun frá kl. 14:00 til 23:00.

Fullorðnir handhafar árs- og mánaðarkorta mega hafa börn sín  til 16 ára með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau.  Börnin mega ekki vera ein í höllinni og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa aðgang að sal hallarinnar .

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít eftir sína hesta og annað rusl.  Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni.  Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann eiga þá ekki rétt á endurgreiðslu.

Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.

Stjórn hallarinnar hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar,einkatíma eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja

 

09.12.2011 22:59

Frumtamninganámskeið

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Grundarfirði:

Dagana 21.-22. og 28.-29. Janúar

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með eitt eða tvö trippi og vinnur með þau báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Undirbúningur er grunnur að góðum hlutum)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með tvö trippi.

Fjórir verklegir tímar á hvern nemanda sem kemur með eitt trippi.

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar:

Nemandi með eitt hross 15000

Nemandi með tvö hross 25000

Síðasti skráningadagur 16. Janúar


Skráning og nánari upplýsingar í síma:7702025 (Guðmundur)

Eða á netfangið: mummi@hallkelsstadahlid.is

25.10.2011 11:01

Úrslit foladasýningarinnar

Foladasýningin gekk vel og vorum við bara ánægð með mætinguna.
Eiríkur setti inn fullt af myndum sem hann tók á sýningunni og þökkum við honum kærlega fyrir það, þarna sjást allskonar útfærslur af því hvernig skuli sýna folöld svo þau komist á verðlaunapall.


Úrslitin 

Hryssur

Her er Jara frá Brimilsvöllum


1. 
Jara frá Brimilsvöllum, jörp
Móðir:  Yrpa frá Brimilsvöllum
Faðir;  Breki frá Brimilsvöllum
Eigandi Gunnar Tryggvason

2.
Gola frá Bjarnarhöfn, ljósjörp
Móðir:  Rjúpa frá Bjarnarhöfn
Faðir:  Dofri frá Steinnesi.
Eigandi Herborg Sigurðardóttir

3. 
Aska frá Grundarfirði, brún
Móðir:  Fluga frá Gundarfirði
Faðir:  Dofri frá Steinnesi
Eigandi Tinna Mjöll Guðmundsdóttir

4.
Eilíf frá Stykkishólmi
Móðir:  Tígla frá Stykkishólmi
Faðir:  Dagur frá Smáhömrum  ll
Eigandi Sæþór Þorbergsson

5.
Sveifla frá Hrísdal, rauðstjörnótt
Móðir:  Sigurrós frá Strandarhjáleigu
Faðir:  Seiður frá Flugumýri ll
Eigandi Hrísdalsdhestar

Hestar


Hér er Kjarval frá Hellnafelli

1.
Kjarval frá Hellnafelli, rauðstjörnóttur
Móðir:  Snilld frá Hellnafelli
Faðir:  Kjarni frá Þjóðólfshaga
Eigandi Kolla og Diddi

2.
Röðull frá Söðulsholti, rauður með halastjörnu
Móðir:  Lipurtá frá Söðulsholti
Faðir:  Ábóti frá Söðulsholti
Eigandi Söðulsholt

3.
Kjölur frá Hrísdal,  rauðstjörnóttur
Móðir: Þófta frá Hólum
Faðir:  Sveinn-Hervar frá Þúfu
Eigandi Hrísdalshestar

4.
Skírnir frá Kverná,  móálóttur, tvístjörnóttur
Móðir: Dögg frá Kverná
Faðir:  Álffinnur frá Syðri Gegnishólum
Eigandi Rúnar Þór, Ragnar Jóhannsson og Guðfinna Jóhannsdóttir

5.
Dagur frá Kóngsbakka, leirljós
Móðir: Dís frá Reykhólum
Faðir:  Máttur frá Leirulæk
Eigandi Lárus Hannesson

6.
Byr frá Brimilsvöllum, jarp stjörnóttur
Móðir:  Kviða frá Brimilsvöllum
Faðir:  Breki frá Brimilsvöllum
Eigandi Gunnar Tryggvason


Folald sýningarinnar valið af áhorfendum



Dagur frá Kóngsbakka, leirljós
Móðir: Dís frá Reykhólum
Faðir:  Máttur frá Leirulæk
Eigandi Lárus Hannesson


Rekstrarstjórinn og aðstoðarmaðurinn hans.


Hér er svo skrá yfir öll folöldin sem voru skráð


29.03.2011 17:02

Reiðnámskeið

Reiðhöllin er lokuð þegar námskeiðið er í gangi.

Reiðnámskeið í Grundarfirði 2011

Tímaplan

22. mars, þriðjudagur  kl. 17:00-22:00

30. mars, miðvikudagur kl. 17:00-22:00

31. mars, fimmtudagur kl. 17:00-22:00

5. apríl, þriðjudagur kl. 17:00-22:00

12. apríl, þriðjudagur kl. 17:00-22:00

13. apríl, miðvikudagur kl. 17:00-22:00

19. apríl, þriðjudagur kl. 17:00-22:00

20. apríl, miðvikukagur kl. 17:00-22:00

26. apríl, þriðjudagur kl. 17:00-22:00 (til vara ef einhverjir hafa misst tíma og þessi tími sem krakkarnir áttu eftir frá í fyrra).

27. apríl, miðvikudagur kl. 17:00-22:00

29. apríl, föstudagur kl. 17:00-?? Lokatíminn, mót, reiðtúr,  partí og alles!!!!!!!!!!!!!

10.02.2011 00:15

Snæfellingshöllin

Snæfellingshöllin verður lokuð eftir kl. 18 þann 10 feb. 2011 vegna þrifa á Höllinni.
Opnar aftur þann 11 feb. hrein og fín.

05.02.2011 22:19

Verðskrá

Verðskrá  í  Snæfellingsreiðhöllinni  2011

 

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:                                                                   15.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:                                   7.000 kr.

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar                          8.000 kr.

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu sem eru                        4.000 kr.      

félagsmenn í Snæfellingi                                                                                                         

Einkatími í eina klukkustund                                                                              2.000 kr.

Dagsleiga  fyrir viðburð.                                                                                  30.000 kr.

Dagspassi í opna tíma                                                                                         500 kr.

Mánaðaraðgangur fyrir einn                                                                              5.000 kr.

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

 

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

í Landsbanka kt:580907-0590. 

Nánari upplýsingar eru hjá Gunnari Kristjánssyni í síma 898 0325

Umgengnisreglur

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa ótakmarkaðan aðgang að höllinni þegar hún er ekki í annarri skipulagðri notkun t.d. námskeið,einkatíma og sýningar.  Miðað er við að höllin geti verið í notkun frá kl. 14:00 til 23:00.

Fullorðnir handhafar árs- og mánaðarkorta mega hafa börn sín  til 16 ára með sér í höllinni án þess að greiða fyrir þau.  Börnin mega ekki vera ein í höllinni og eru þar ávallt á ábyrgð foreldranna.

Handhafar árs- og mánaðaraðgangs hafa aðgang að sal hallarinnar .

Þeir sem keypt hafa einkatíma í höllinni hafa hana einir til umráða.

Notendur hallarinnar skulu ganga snyrtilega um m.a. þrífa upp hestaskít eftir sína hesta og annað rusl.  Verði notendur uppvísir að slæmri umgengni er stjórn hallarinnar heimilt að banna þeim afnot af höllinni.  Séu þeir búnir að greiða fyrir afnot af höllinni fram í tímann eiga þá ekki rétt á endurgreiðslu.

Bæði notendur hallarinnar og gestir eru ávallt í höllinni á eigin ábyrgð.

Notendur hallarinnar skulu sýna hver öðrum tillitssemi og vera öðrum til fyrirmyndar í hvívetna.

Stjórn hallarinnar hefur ávallt heimild til að taka höllina undir sýningar,einkatíma eða aðra starfsemi og verða þá almennir notendur að víkja.

05.02.2011 22:17

Umferðareglur í Snæfellingshöllinni

 

UMFERÐARREGLUR
 


1. Látið vita áður en teymt er inn á völlinn. Farið á bak og af baki inn á miðjum velli en ekki á reiðleiðum í útjaðri vallar.

2. Fetgangur skal riðinn á innri sporaslóð þegar aðrir knapar ríða á hraðari gangtegund á ytri sporaslóð. Þeir sem ríða hægari gangtegund skulu ávallt víkja fyrir þeim er hraðar fara.

3. Tvær hestlengdir skulu ávallt milli hesta. Ekki má ríða hlið við hlið eða hafa tvo hesta til reiðar.

4. Hægri umferð gildir þegar knapar mætast úr gagnstæðri átt ef riðinn er sami hraði. Undantekning frá því er ef annar knapi ríður hraðar skal honum eftirlátin ytri sporaslóð.

5. Knapi sem ríður bauga, á hringnum, eða aðrar reiðleiðir inni á velli veitir þeim forgang sem ríða allan völlinn á sporaslóð

6. Ekki má stöðva hestinn á ystu sporaslóð. Ef stöðva þarf er best að gera slíkt inni á miðjum velli nema um annað sé samkomulag þeirra í milli er stunda æfingar á vellinum hverju sinni.

7. Hringtaumsvinna fer engan veginn saman við þjálfun í reið og skal víkja nema um annað sé sérstaklega samið.

8. Forðast skal að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.

9. Fylgja ber hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.

10. Ekki má hafa lausa hesta á vellinum meðan á reiðþjálfun stendur né binda hesta þar.

11. Knapar skulu sýna kurteisi og tillitssemi og forðast óróa eða hávaða.

12. Öll þjálfun á völlum sem félagið leggur félagsmönnum til er á eigin ábyrgð

  • 1
Antal sidvisningar idag: 44
Antal unika besökare idag: 9
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 296691
Antal unika besökare totalt: 42994
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar