Blogghistorik: 2011 Författad av

22.09.2011 23:06

Námskeið

Frumtamninganámskeið

Tveggja helga námskeið í Söðulsholti:

Dagana 29.-30. Október og 12.-13. Nóvember

Kennari: Guðmundur M. Skúlason  Tamningamaður og Þjálfari FT

Haustið er góður tími til að frumtemja gæðingsefnin.

Á námskeiðinu kemur hver nemandi með tvö trippi og vinnur með báðar helgarnar.

 Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að vinna með á milli helganna.

Það sem verður meðal annars farið yfir á námskeiðinu er:

Atferli hestsins (Hvernig hugsar hesturinn?)

Leiðtogahlutverk (hvað getur maður fengið hestinn til að gera?)

Undirbúningur fyrir frumtamningu (Við byrjum ekki að taka stúdentspróf í 1. Bekk!)

Frumtamning er grunnur að góðri tamningu á forsendum hestsins.

 

Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir fyrir alla þátttakendur)

Átta verklegir tímar á hvern nemanda.

 

Samantekt í lok hvers dags þar sem farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.

 

Miðað er við að allir þátttakendur horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast við á mismunandi hátt.

Þá geta allir fengið mikið út úr námskeiðinu J

Námskeiðið kostar 19.000 kr á mann með hesthúsplássi frá föstudagskvöldi fram á sunnudag.


Skráning í síma:7702025 (Guðmundur)

                                   Eða á netfangið: mummi@hallkelsstadahlid.is

15.09.2011 20:16

Stjórnarfundur

Fundargerð frá stjórnarfundi 01.09 2011
Fundargerð stjórnarfundur 01092011 (3).doc

15.09.2011 20:04

Vetrarstarfið í byrjun vetrar

Nánar auglýst þegar nær dregur.

·       Folaldasýningu í reiðhöllinni í Grundarfirði sunnudaginn 23. okt þar sem áhugamenn myndu dæma, áhorfendur fengju svo líka að kjósa.

·         Uppskeruhátið Snæfellings laugardaginn 12. nóvember

·   Stefna á 2 daga fyrir krakkana í reiðhöllinni í Grundarfirði, eins og var gert síðastliðinn vetur, en þá var haldinn svona dagur með þrautabraut og grillaðar pylsur á eftir. Ekki komnar dagsetningar

  • Járninganámskeið í janúar
  • Halda töltmót eins og haldið var í fyrravetur  í Söðulsholti, sem þóttist takast vel. Ekki komin dagsetning

05.09.2011 21:52

Uppskeruhátið hestamanna

Hin árlega uppskeruhátíð hestamanna verður haldin með pompi og prakt á Broadway þann 5. nóvember nk. að er fram kemur á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga.

 
"Dagskrá hátíðarinnar verður hefðbundin, knapa verða heiðraðir, skemmtiatriði og veislustjórn í öruggum höndum einhvers heppins skemmtikrafts.
 
LH hvetur hestamenn til að taka laugardagskvöldið 5. nóvember frá og skemmta sér saman í góðra vina hópi.
 
Hátíðin verður nánar auglýst síðar."

05.09.2011 13:33

Fundarherferð

Fundaherferð landsmótsnefndar sem heldur áfram í þessari viku.

Fundatímar eru eftirfarandi:

 

·         6. sept: Hvanneyri LBhÍ kl. 20:30

·         8. sept: Hvoll Hvolsvelli kl. 20:00

·         9. sept: Fákur Reykjavík kl. 20:00

·         13. sept: Arnargerði Blönduósi kl. 20:00

  • 1
Antal sidvisningar idag: 44
Antal unika besökare idag: 9
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 296691
Antal unika besökare totalt: 42994
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar