Blogghistorik: 2014 N/A Blog|Month_2

26.02.2014 14:46

Ráðstefnan ,,Ungt fólk og lýðræði " 2014

Efni: Ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ 2014

Langar að minna ykkur á að ráðstefnan „Ungt fólk og lýðræði“ verður haldin dagana   9. – 11.apríl 2014 á Hótel Ísafirði. Aðalþema ráðstefnunnar að þessu sinni verðurStjórnsýslan og við – áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 60 manns og tvo þátttakendur frá hverju sveitarfélagi + starfsmann ef vill. Þátttakendum yngri en 18.ára verður að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald eru 12.000.- fyrir hvern einstakling og eru allar ferðir, uppihald og ráðstefnugögn innifalin. Dagskrá ráðstefnunnar er meðfylgjandi.

Vinsamlegast athugið að í ár þarf að greiða þátttökugjald inn á reikning UMFÍ sem jafngildir skráningu og senda upplýsingar um þátttakendur ásamt kvittun á netfangiðsabina@umfi.is

Skráningarfrestur rennur út 15.mars nk. 

Bankaupplýsingar UMFÍ

banki:0130, 26 – 100006

kt.660269-5929.

Með ungmennafélagskveðju

Fyrir hönd Ungmennaráðs UMFÍ

Sabína Steinunn Halldórsdóttir

Ungmennafélag Íslands / Icelandic Youth Association 
           Sigtún 42, 105 Reykjavík 
           sími 540-2905  gsm 898-2279  
          sabina(hjá)umfi.is  www.umfi.is

24.02.2014 15:18

Sýnikennsla

Siggi Sig, Hinni og Hulda verða með

sýnikennslu í reiðhöllinni í Borgarnesi á fimmtudag.

Húsið opnar kl. 19 og þetta byrjar kl. 20

kostar 1500 kr. inn.

 

21.02.2014 14:24

Töltmót

Töltmót í Söðulsholti, föstudaginn 7. mars klukkan 19

Nánar auglýst þegar nær dregur.

 

17.02.2014 22:56

Hestamannavísur

Þessa vísur lét hann Andrés Kristjánsson mig hafa,
það var farið með þær í einhverri samkomu hjá Snæfelling 29. nóvember 1975.
Það vantar höfundinn að þessu. Lagið við þessar vísur er Komdu og skoðaðu í kistuna mína.
Gaman að þessu og endilega ef einhver á eitthvað skemmtilegt efni til að setja á síðuna má senda það í tölvupósti á herborg@emax.is
 
 
Hestamenn eru hér sveitum til sóma 
Sérlega ef að þeir komast á flakk.
Þó fái þeir almennt ekki of góða dóma
eiga þeir flest allir beisli og hnakk.
Halda þeir mót eins og hver maður sér
harðir að starfrækja reiðskóla hér.
 
Hnarreistir áfram um grundirnar geisa 
glenna út lappir og fetta sinn  haus.
Tölta og skokka og því næst svo þeysa
þannig er æfingin viðstöðu laus.
Hoppa yfir skurði og dóla yfir dý
detta af baki og standa upp á ný.
 
Enda er skylt að menn aðferðir læri 
auðvitað helst meðan stéttin er frísk.
Einn er með kaðal og annar með snæri
það er ekkert vit, nema hafa sinn písk.
En hvernig menn fóru, ég skrattann ei skil
á skeið, þegar reiðskólar voru ekki til.
 
Þess vegna enginn sál, inn má lúra
þá öllum gefst kostur á dag eftir dag.
Að fara í öndvegis útreiða túra
enda er það Snæfelllings langbesta fag.
Á rúntinum sjallast ég reiðlagið tem
er rass særi myndast, ég ber á það krem.
 
Að teygja sig fram, og að hallast til hliðar
er hesta manns aðall, sem hver og einn veit.
Og þegar að ekkert í áttina miðar
er einasta ráðið , að koma upp sveit.
Sem iðar og vaggar, eða eins og er sagt
fer upp og svo niður, í veglegum takt.
 
Það er því ákveðið yndi mitt besta
og ættu sem flestir að gera því skil.
Að eignast tvær, merar og eins marga hesta
og allt mun þá ganga, þeim mönnum í vil.
Og hleypa þeim svo yfir hæðir og mó
af hestunum fáum við aldrei í nóg.
 
 

17.02.2014 22:51

Reiðnámskeið í Söðulsholti

Ef næg þátttaka næst ætlar Sölvi Sigurðsson að koma og vera reiðnámskeið hjá okkur 22 og 23 febrúar

Ef folk hefur hefur áhuga þá endilega hafa samband við okkur í sodulsholt@sodulsholt.is eða í síma 8610175/8995625

Verð aðeins 18.000 fyrir helgina, kennt í einkatímum.

09.02.2014 23:54

Folaldasýning í Söðulsholti

Laugardaginn15. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti.
 
Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í tölvupósti : einar@sodulsholt.is
Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn,folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda.
Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.
Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld
 
Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539.
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 13. Febrúar.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi.
Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.
  • 1
Antal sidvisningar idag: 407
Antal unika besökare idag: 125
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 297054
Antal unika besökare totalt: 43110
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:42:02

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar