Blogghistorik: 2014 Mer >>

23.06.2014 20:25

Þolreið

 Skráning  johanna@landsmot.is. Frestur er fram á miðvikudaginn í næstu viku (2.júlí).

Þolreiðarkeppnin er frá reiðhöll Sleipnis á Selfossi að þjórsárbrú þar sem skipt er um knapa og hest og þaðan áfram í markið sem er á mótssvæðinu. Hvert lið er með 2 knapa og 2 hesta, annar knapinn ríður fyrri legginn, hinn seinni legginn. Hámarksfjöldi liða er 20, eða 40 knapar og hestar. Hvor leggur er innan við 20 km. Mæting er kl. 11.00 við reiðhöll Sleipnis þar sem fer fram dýralæknaskoðun áður en lagt er af stað. Þegar búið er að skoða alla hesta, skrá knapa og merkja verður ræst út með 30 sekúndna millibili. Knapar sem ríða seinni áfangann fara með hesta að Þjórsárbrú og bíða þar. Það má reikna með að hver leggur sé tæp klukkutíma reið.
Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin og eru þau veglegir eignarbikarar. Það lið sem lendir í efsta sæti fær að auki 2 flugfarmiða á heimsmeistaramótið í Herning á næsta ári.

 

23.06.2014 20:16

Æfingatímar fyrir landsmót

Á landsmot.is vefinn eru nú komnar upplýsingar um æfingatíma félaganna frá fimmtudegi til sunnudags: http://www.landsmot.is/is/moya/page/aefingatimar_1  

Þar er einnig skjal sem sækja má og prenta út. 

 

11.06.2014 00:35

Tölt T1

Tölt T1 – forkeppni
Ákveðið hefur verið að bjóða upp tölt T1 á úrtökumótinu í Borgarnesi næsta laugardag, 14.júní.
Skráning í Sportfeng og er skráningargjald kr.5.000,-
Skráningarfrestur er sá sami og fyrir úrtökumótið – þ.e. til kl. 22 miðvikudaginn 11. júní.
Ekki verða riðin úrslit en upplagt fyrir þá sem hugsa sér að komast í topp 30 á LM að reyna, síðasti sjens að ná í einkunn sem nægir fyrir farseðli á LM á Hellu í lok þessa mánaðar. Einnig telur þetta inná Íslandsmót LH.
Þátttakendur í úrtökunni og töltinu eru minntir á að kynna sér reglur um beislabúnað og fótabúnað hrossanna.

04.06.2014 23:53

Úrtaka fyrir Landsmótið

Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 14. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi. Mótið hefst kl. 10:00.

Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er: http://skraning.sportfengur.com/. Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið: Úrtökumót hestamannafélaganna á Vesturlandi 2014 – IS2014GLA091. Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn íVörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið!

Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.

Skráningargjöld eru: kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga. Skráningargjöld eru: kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.

Keppt verður í eftiröldum greinum:

A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki.

Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-. Pantanir á stíum hjá Ingvari, í síma: 843 9156, eða á netfanginu: johannaerla74@gmail.com.

Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.

Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við vallarnefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.

Nánari upplýsingar um mótið gefa mótstjórar; Ásdís Sigurðardóttir, í síma: 845 8828 og Stefán Ármannsson, í síma: 897 5194.

Hestamannafélögin á Vesturlandi

  • 1
Antal sidvisningar idag: 44
Antal unika besökare idag: 9
Antal sidvisningar igår: 1028
Antal unika besökare igår: 93
Totalt antal sidvisningar: 296691
Antal unika besökare totalt: 42994
Uppdaterat antal: 7.1.2025 04:21:01

Hestamannafélag

Namn:

Snæfellingur

Födelsedag:

Stofndagur 2. desember 1963

Postadress:

Hjá formanni hverju sinni

Plats:

Snæfellsnes

Om:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Personnummer / Organisationnummer:

440992-2189

Bankkonto nummer:

191-26-00876

Länkar