Blogghistorik: 2011 N/A Blog|Month_12
09.12.2011 22:59
Frumtamninganámskeið
Tveggja helga námskeið
í Grundarfirði:
Dagana 21.-22. og
28.-29. Janúar
Kennari: Guðmundur M.
Skúlason Tamningamaður og Þjálfari FT
Á námskeiðinu kemur hver nemandi með eitt
eða tvö trippi og vinnur með þau báðar helgarnar.
Allir þátttakendur fá heimaverkefni til að
vinna með á milli helganna.
Það sem verður meðal annars farið
yfir á námskeiðinu er:
Atferli hestsins
(Hvernig hugsar hesturinn?)
Leiðtogahlutverk (hvað
getur maður fengið hestinn til að gera?)
Undirbúningur fyrir
frumtamningu (Undirbúningur er grunnur að góðum hlutum)
Frumtamning er grunnur
að góðri tamningu á forsendum hestsins.
Tveir bóklegir tímar (sameiginlegir
fyrir alla þátttakendur)
Átta verklegir tímar á hvern nemanda
sem kemur með tvö trippi.
Fjórir verklegir tímar á hvern
nemanda sem kemur með eitt trippi.
Samantekt í lok hvers dags þar sem
farið er yfir verkefni dagsins og spurningum svarað.
Miðað er við að allir þátttakendur
horfi á tímana hjá hinum og sjái mismunandi hestgerðir og hvernig þær bregðast
við á mismunandi hátt.
Þá geta allir fengið mikið út úr
námskeiðinu J
Námskeiðið kostar:
Nemandi með eitt hross 15000
Nemandi með tvö hross 25000
Síðasti skráningadagur 16. Janúar
Skráning og nánari upplýsingar í
síma:7702025 (Guðmundur)
- 1