10.04.2015 11:11
KB mótaröðin
Fimmgangur F2 / Tölt T3
![Síðasta mót KB mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 18. apríl n.k. í Faxaborg. Hefst það kl. 10. Mótið hefst á forkeppni í tölti T3 (þrír saman í holli) - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - 2. flokkur Forkeppni í fimmgangi F2 (tveir saman í holli) [.]](http://www.hestafrettir.is/wp-content/uploads/2015/04/IMG_8338-350x250.jpg)
Síðasta mót KB mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 18. apríl n.k. í Faxaborg. Hefst það kl. 10.
Mótið hefst á forkeppni í tölti T3 (þrír saman í holli) - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - 2. flokkur
Forkeppni í fimmgangi F2 (tveir saman í holli) - Ungmennaflokkur - 1. flokkur - Opinn flokkur.
Úrslit hefjast svo að lokinni forkeppni og verða í sömu röð og í forkeppni.
Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í öllum flokkum nema barna - og unglingaflokkum en þar eru þau 1.000.-
Skráningar fara að vanda fram í skráningakerfi Sportfengs (sportfengur.com). Mótshaldari er Skuggi og síðan rekur ferlið sig nokkuð auðveldlega. Í þeim tilfellum sem vandræði koma upp þá má senda upplýsingar (kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og hönd ) á netfangið kristgis@simnet.is eða hringja í síma 898-4569. Allir hestar verða að vera skráðir í World-Feng og allir keppendur skráðir í hestamannafélag. Skráning hefst laugardaginn 11. apríl og lýkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 24. Alls ekki draga skráningu fram á síðustu stundu.
Ath: Keppendum verður ekki bætt inn á skrá eftir að 1. útgáfa ráslista kemur út nema um sannanleg mistök sé að ræða.
Mótanefnd Faxa og Skugga
10.04.2015 01:14
Íþróttamót Snæfellings
Íþróttamót Snæfellings verður í Stykkishólmi
laugardaginn 25. apríl
Nánar auglýst þegar nær dregur.
08.04.2015 15:47
Forföll hjá Þorvaldi
Því miður forfallaðist Þorvaldur vegna veikinda og kemst ekki í kvöld. En Lárus ætlar að segja okkur frá gangi mála hjá LH í staðinn.
07.04.2015 22:37
Dagskrá aðalfundar
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
haldinn í Lionshúsinu í Stykkishólmi, miðvikudaginn 8.apríl 2015 klukkan 20
- Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
- Þorvaldur Kristjánsson flytur erindi fyrir fundarmenn.
- Inntaka nýrra félaga.
- Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
- Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
- Gjaldkeri Snæfellingshallarinnar leggur fram reikninga fyrir Snæfellingshöllina.
- Skýrslur nefnda.
- Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
- Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
- Önnur mál
- Umræður um Hólsland
- Umræður um Kaldármela
Stjórnin
31.03.2015 09:44
Aðalfundur

Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn
í Lionshúsinu í Stykkishólmi miðvikudaginn 8. apríl kl. 20.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Þorvaldur Kristjánsson nýráðinn
ábyrgðarmaður í hrossarækt, verður gestur fundarins
Stjórnin
18.03.2015 09:11
Töltmót
Töltmót í Söðulsholti
Þriðjudagskvöldið 24. mars klukkan 19
stefnum við á að skella á litlu
töltmóti hér í Söðulsholti,
það er að segja ef veðurguðirnir
leyfa.
Mótið verður opið öllum og verður keppt í
1
flokki, ( hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og svo fegurðartölt,)
2
flokki,( hægt tölt og fegurðartölt, ekkert snúið við)
tölti
16 ára og yngri,( hægt tölt og fegurðartölt)
og svo
pollaflokki. Það verður byrjað á pollaflokk.
A og B
úrslit í öllum flokkum.
Nemendafélag
Laugargerðisskóla ætlar svo að selja kaffi og súkkulaði svo um að gera að taka
með sér nokkra 100 kalla styrkja gott málefni.
Skráningargjald
er 1000 kr í 1 og 2 flokk, 500 í 16 ára og yngri og frítt í polla.
Tekið
er við skráningu á netfangið einar@sodulsholt.is
og er
síðasti skráningardagur á sunnudagskvöldið 22. mars
24.02.2015 21:04
Folaldasýning í Söðulsholti

Folaldasýning í
Söðulsholti
Sunnudaginn 1. mars,
kl. 13:00
Ef að veður leyfir ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti.
Sýningin er öllum opin.
Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í tölvupósti : einar@sodulsholt.is
Gefa þarf upp
nafn,folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda.
Keppt verður í
kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.
Að þessu sinni ætlum við
að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf
þannig að hver ræktandi
sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld
Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539.
senda kvittun á einar@sodulsholt.is
Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 26. febrúar.
Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist
við inngang í reiðufé, enginn posi.
Innifalið í því eru
kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Auðvitað vonumst við til
að sjá sem flesta og
góð hugmynd að gestir
hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.
21.01.2015 15:20
Reiðnámskeið í Grundarfirði
Reiðnámsskeið í Grundarfirði.
Sælir félagar, reiðnámsskeið verður haldið í þrennu lagi í Grundarfirði helgarnar;
31 jan. - 1 feb.
14 feb. - 15 feb.
7 mar. - 8 mar.
Reiðkennari verður Sigvaldi Guðmundsson og mun námskeiðið verða einstaklingsmiðað þannig að hver og einn geti fengið kennslu við hæfi.
Námskeiðið verður byggt upp á einkatímum og kostar tíminn 6000 kr (40mín). þrjú skipti.
Einnig á að bjóða uppá hóptíma fyrir börn/unglinga ef þáttaka fæst.
Skráning verður hjá Bibbu í síma 695 2198 einnig má senda fyrirspurnir og skráningu á heidarth.bjarnason@gmail.com
Tekið verður við skráningum til 28 janúar.
kv stjórnin
15.01.2015 00:09
Equitana sýningin
Til þeirra sem stefna á þátttöku á Equitana sýningunni í mars eða hafa
kallað eftir ferkari upplýsingum
Íslandsbás í nafni Hestatorgs:
Hestatorgið verður með 63m2 Íslandsbás, en að því standa Landssamband
Hestamannafélaga, Félag Hrossabænda, Félag Tamningamanna, Landsmót,
Hólaskóli, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Worldfengur-BÍ.
Staðfesting þátttöku:
Við höfum fengið frest til sunnudagsins 18. janúar fyrir sýnendur að
tilkynna þátttöku.
Sýnikennsla/kynningar:
Hægt er að bjóða uppá sýnikennslu eða fyrirlestur í sýningarhringnum við
hlið íslenska svæðisins. Það er frítt, en þarf að tilkynna fyrir 18. janúar
Metnaðarfull kynning á íslenska hestinum:
Í samstarfi við þjóðverja er búið að stilla upp mjög metnaðarfullri dagskrá
fyrir alla sýningadagana. Boðið verður uppá sýnikennslur, fyrirlestra og
sýningar, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileika hestsins.
Hrossaræktarsamtök:
Þó nokkur hrossaræktarsamtök eru að kanna áhuga sinna félaga að vera með
sameiginlegan kynningarbás fyrir hrossaræktarbú á þeirra svæði. Er það mjög
spennandi og hagkvæmur kostur til koma sér vel á framfæri.
Boðskort:
Um miðjan febrúar munum við senda boðskort á yfir 400 bú í Þýskalandi sem
hafa íslenska hesta og bjóða þeim að heimsækja þátttakendur. Nöfn allra sem
taka þátt verða skrifuð fyrir boðskortinu.
Hótel og flug:
Við höfum tekið frá mjög hagstæða gistingu fyrir þá aðila sem enn eiga eftir
að bóka gistingu. Við eigum fráteknar litlar 2-4 manna hótelíbúðir rétt við
miðbæinn fyrir um 10.000 nóttina.
Hægt að bóka flug til Düsseldorf (þaðan er hægt að taka leigubíl á
sýninguna) fyrir um 45.000 fram og til baka.
Fyrir nánari upplýsingar, verð, kynningu á sýningunni eða hvað sem er, hafið
samband við mig í síma 861-4000 eða með tölvupósti.
Með kveðju,
Rúnar Þór Guðbrandsson
í mars eða hafa
kallað eftir ferkari upplýsingum
Íslandsbás í nafni Hestatorgs:
Hestatorgið verður með 63m2 Íslandsbás, en að því standa Landssamband
Hestamannafélaga, Félag Hrossabænda, Félag Tamningamanna, Landsmót,
Hólaskóli, Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri og Worldfengur-BÍ.
Staðfesting þátttöku:
Við höfum fengið frest til sunnudagsins 18. janúar fyrir sýnendur að
tilkynna þátttöku.
Sýnikennsla/kynningar:
Hægt er að bjóða uppá sýnikennslu eða fyrirlestur í sýningarhringnum við
hlið íslenska svæðisins. Það er frítt, en þarf að tilkynna fyrir 18. janúar
Metnaðarfull kynning á íslenska hestinum:
Í samstarfi við þjóðverja er búið að stilla upp mjög metnaðarfullri dagskrá
fyrir alla sýningadagana. Boðið verður uppá sýnikennslur, fyrirlestra og
sýningar, þar sem lögð er áhersla á fjölbreytileika hestsins.
Hrossaræktarsamtök:
Þó nokkur hrossaræktarsamtök eru að kanna áhuga sinna félaga að vera með
sameiginlegan kynningarbás fyrir hrossaræktarbú á þeirra svæði. Er það mjög
spennandi og hagkvæmur kostur til koma sér vel á framfæri.
Boðskort:
Um miðjan febrúar munum við senda boðskort á yfir 400 bú í Þýskalandi sem
hafa íslenska hesta og bjóða þeim að heimsækja þátttakendur. Nöfn allra sem
taka þátt verða skrifuð fyrir boðskortinu.
Hótel og flug:
Við höfum tekið frá mjög hagstæða gistingu fyrir þá aðila sem enn eiga eftir
að bóka gistingu. Við eigum fráteknar litlar 2-4 manna hótelíbúðir rétt við
miðbæinn fyrir um 10.000 nóttina.
Hægt að bóka flug til Düsseldorf (þaðan er hægt að taka leigubíl á
sýninguna) fyrir um 45.000 fram og til baka.
Fyrir nánari upplýsingar, verð, kynningu á sýningunni eða hvað sem er, hafið
samband við mig í síma 861-4000 eða með tölvupósti.
Með kveðju,
Rúnar Þór Guðbrandsson
30.12.2014 00:36
Uppskeruhátíð 6. janúar
UPPSKERUHÁTÍÐ HESTAMANNA - MIÐASÖLU LÝKUR 6. JANÚAR!
Uppskeruhátíð hestamanna verður haldin á Gullhömrum í Grafarholti 10. janúar næstkomandi. Gullhamrar er einn glæsilegasti veitinga- og veislustaður á landinu í dag og ætti því enginn að láta sig vanta á þessa frábæru hátíð okkar. Dagskráin verður með sama móti og venjulega. Verðlaunaafhendingin verður á sínum stað, dýrindis þriggja rétta máltíð og að sjálfsögðu dönsum við saman langt fram eftir nóttu eins og okkur hestamönnum er einum lagið.
Viðburðinn er hægt að finna á facebook:https://www.facebook.com/events/395865530579934/
Hinn þjóðþekkti sjónvarpsmaður Gísli Einarsson verður veislustjóri og svo mun hljómsveitin Rokk halda uppi fjörinu en í henni eru þeir:
Hreimur Örn - gítar og söngur
Pálmi Sigurhjartarson - píanó og söngur
Benedikt Brynleifsson - trommur
Róbert Þórhallsson - bassi
Vignir Snær - gítar og söngur
Þriggja réttar máltíðin verður með glæsilegu móti:
Forréttur - Austurlensk sjávarréttasúpa með karrí og kókos
Aðalréttur - Lambahryggvöðvi með kartöfluköku, steiktum skógarsveppum og lambasoðsósu
Ábætisréttur - Suðrænn kókosdraumur með berjablöndu og crumble.
Ekki láta þig vanta á eina glæsilegustu uppskeruhátíð til þessa!
Fyrstir koma fyrstir fá!
Miðasalan fer fram á gullhamrar@gullhamrar.is eða í síma 517-9090
Miða og borðapantanir verða til kl. 18, þriðjudaginn 6. janúar.
Miðar verða afhentir miðvikudaginn 7. janúar í Gullhömrum.
Verð: 9600 kr.
Selt inn á dansleik frá 23.30. Verð 2.500 krónur
Gestir þurfa að senda kvittun á gullhamrar@gullhamrar.is og þá verður tekið frá borð á þeirra nafni.
Borðaröðun fer fram þegar miðasölu lýkur!
14.12.2014 21:24
Opið jólahesthús
OPIÐ JÓLA-HESTHÚS
Á BRIMILSVÖLLUM
sunnudaginn 21.desember 2014 frá kl. 14:00 til 17:00
Hesthúsið á Brimilsvöllum er kominn í jólabúning,
við fögnum því að folöldin, tamningar- og kynbótahross eru kominn í hús. Komið og kíkið á hestanna fyrir jólin !
Það verður rjúkandi heitt kaffi og kökur í boði,
börn (og líka fullorðnir J) verða teymd á hestbaki. Í hlöðinni verður lítill JÓLAMARKAÐUR með kræsingum, handverk, lukkuskeifum og fleira til sölu. (Ath. enginn posi á staðnum)
Hittumst í jólaskap í sveitinni - ALLIR VELKOMNIR !
28.11.2014 11:48
Folaldasýningu frestað
Vegna dræmrar þátttöku á folaldasýningu sem átti að vera á laugardaginn verður henni frestað um óákveðin tíma.
