02.03.2011 13:45

Gunnar í stjórn FEIF

Gunnar Sturluson í stjórn FEIF


Gunnar Sturluson, lögfræðingur og hrossabóndi á Hrísdal á Snæfellsnesi, var kjörinn í stjórn FEIF á aðalfundi samtakanna, sem haldinn var í Sviss um helgina. Gunnar er einnig varaformaður Landssambands Hestamannafélaga. Jón Albert Sigurbjörnsson, sem hafði setið í stjórn um nokkurra ára skeið, gaf ekki kost á sér, né heldur Wolfgang Berg, Þýskalandi. Ekki kemur fram á vef FEIF hvaða hlutverki Gunnar gegnir í stjórninni.


02.03.2011 10:40

Reiðtúr

Fjörureiðtúr

Snæfellingur æltar að standa fyrir reiðtúr laugardaginn 5 mars þar að segja ef veður leyfir.
Mæting kl.12 á Stakkhamri og farið í reiðtúr þaðan og endað aftur þar.
Dugar að vera með einn hest
Kaffi eftir reiðtúrinn.
Látið vita um þátttöku í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584
Vonumst til að sjá sem flesta.

Kveðja Stjórnin

28.02.2011 15:18

Sýnikennsla

Reiðlist meistarans

Sigurbjörn Bárðarson tamningamaður með meiru verður með sýnikennslu í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, fimmtudaginn 3. mars nk. kl. 20:00.  Tilvalið fyrir þá sem vilja afla sér fræðslu og kunnáttu í reiðmennsku o.fl.

Aðgangseyrir 1.500 fyrir 16 ára og eldri.  Ókeypis fyrir 15 ára og yngri.

28.02.2011 09:44

Töltmót

Snæfellingur ætlar að standa fyrir Töltmóti í Söðulsholti föstudagskvöldið 11 mars. kl. 19
Keppt verður í 5 flokkum ef næg þátttaka næst.

2 flokkar 17 ára og yngri  

Byrjendur 
Opinn flokkur
Skráningjald er 1000kr á hest

3 flokkar fyrir eldri

2 flokkur, byrjendur
1 flokkur, minna vanir
Opinn flokkur.

Skráningjargjald er 2000kr. á fyrsta hest og 1000kr á annan hest
Skráning er í netfangið herborgs@hive.is eða í síma 893 1584
Eftirtalið þarf að koma fram: Keppnisflokkur, nafn og kennitöla knapa, nafn og IS númer hests

Nánari upplýsingar koma svo hér á síðuna.



23.02.2011 17:40

Litaerfðir

 

Minnum á námskeiðið um litaerfðir hrossa í Fákaseli fimmtudaginn 24 feb. 

Námskeiðið hefst klukkan 19,45 og er til 22.

Óþarfi er að skrá sig bara mæta. Aðgangur er kr: 2000 .

Sjáumst sem flest.

22.02.2011 09:47

Sólardagar


Sólardaga voru haldnir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 17 og 18 febrúar.

Á þessum dögum var brotin upp kennsla og gátu nemendur valið um fjölmörg skemmtileg viðfangsefni.

Eitt af þeim var komdu á hestbak. Það voru 10 krakkar sem völdu þetta ævintýri. Farið var út í reiðhöll þar tók Kolbrún Grétarsdóttir á hestinum Stapa frá Feti á móti þeim og sýndi hvað hært er að kenna vel tömdum hestum. Þetta vakti óskipta athygli nemana og spunnust þó nokkrar umræður um aðferðir við kennsluna. Að því loknu var farið á bak, hraði miðaður við getu og leikni hvers knapa. Hvert holl endað svo með stöðvunar keppni og einn knapi úr hverju holli vann sér rétt til þátt töku í úrslitum. Úrslit fóru þannig að Tinna Rut Þrastardóttir fór með sigur að hólmi á hestinum Snúð frá Brimilsvöllum.

17.02.2011 23:07

Hera frá Stakkhamri

Glæsileg hryssa sem var efst af 7 vetra hryssunum á Vesturlandi 2010 í kynbótadómi


Hera frá Stakkhamri

Móðir:  Vera frá Stakkhamri

Faðir:  Þorri frá Þúfu

Eigandi og ræktandi: Lárus Hannesson


Sköpulag                                                        Kostir

Höfuð                                 7                           Tölt                      9.5

Háls/herðar/bógar                9                           Brokk                    9

Bak og lend                       7.5                         Skeið                     5

Samræmi                          8.5                         Stökk                    7.5

Fótagerð                            7.5                         Vilji og geðslag        9

Réttleiki                             8.5                         Fegurð í reið            9

Hófar                                  9                           Fet                        7.5

Prúðleiki                            8.5                          

Sköpulag                         8.36                          Hæfileikar               8.25

 

Hægt tölt            8.5

Hægt stökk        5

Aðaleinkunn     8.29

16.02.2011 23:05

Stóðhestar hjá Hrossvest

Plakat af stóðhestunum sem verða hjá Hrossvest í sumar. hrossar samb isl_07_11.pdf
Endilega skoða og fara að velja hest.
Hægt er að fara inna  http://www.hrossvest.is og ganga þar frá pöntun á stóðhesti.

16.02.2011 14:14

Reiðhöllin

 

Reiðhöllin er lokuð frá 13 til 15 á morgun fimmtudaginn 17 feb.

Tilefnið eru Skóladagar FSN, þar ætlum við að kynna hestinn fyrir nemendum.

 


15.02.2011 22:11

Járninganámskeið

Fyrirhugað er að halda járninganámskeið á Snæfellsnesi  
sunnudaginn 20. mars,  takið daginn frá. 
Nánar auglýst síðar með upplýsingum um verð, staðsetningu og kennara.

15.02.2011 12:58

Reiðnámskeið

3 helga raðnámskeið með Benna Líndal

Helgarnar 4-6, 12-13 og 26-27 mars verður tamningarmeistarinn Benedikt Líndal með námskeið hérna í Söðulsholti. Námskeiðið er ætlað meira vönum knöpum og aðaláherslur verða rétt samskipti. Hlustun, skilningur, samþykki. Að hesturinn sé sáttur og hafi áhuga á að vinna með manninum. Farið verður í allar gangtegundir og fjölbreytni í vinnubrögðum.

 Hver helgi kostar 20.000 og innifalið í því er hádegismatur,kaffi, og geymsla fyrir hestinn meðan ánámskeiðinu stendur.  Eitt sæti er laust á námskeiðið.

15.02.2011 00:44

Hrossvest

Opnað hefur verið fyrir pantanir


Opnað hefur verið fyrir pantanir  á heimasíðu HrossVest. 

Pöntunareyðublað má finna í valmyndinni  til hægri á heimasíðunni hjá Hrossvest eða með því að smella hér

Vinsamlegast athugið skilmála.  

Hægt er að ná í formann HrossVest, Gísla Guðmundsson, í gsm 894 - 0648.

http://www.hrossvest.is/

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 332162
Samtals gestir: 46320
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:09:47

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar