20.04.2017 13:21

Íþróttamót

Opið íþróttamót Snæfellings

í Grundarfirði

laugardaginn 29. apríl

 

 

-Barnaflokkur -
V2, fjórgangur,
T7, Tölt

-Unglingafl. -
V2, fjórgangur
T3, Tölt

-Ungmennafl. - 
V2, fjórgangur
T3, Tölt

-2.flokkur. - 
Þrígangur (tölt, fet, brokk, 2 eða fleiri inn á vellinum í einu), 
T3 Tölt

-Opinn flokkur -
V2, fjórgangur
F2, fimmgangur
T3, Tölt

Gæðingaskeið
Gæðingaskeið er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.
100 m skeið

Pollaflokkur Hér mega allir taka þátt, verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn

 

Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir fullorðinn og 2000 kr á yngri flokkana.  Sendið kvittun á olafur@fsn.is  Síðasti dagur skráninga er miðvikudaginn 26. apríl klukkan 22 og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.

17.04.2017 17:11

Íþróttamót Glaðs

Opið íþróttamót Glaðs 22. apríl

Hestaíþróttamót Glaðs fer fram á reiðvellinum í Búðardal laugardaginn 22. apríl og hefst keppni stundvíslega klukkan 10:00. Mótið er opið félögum í hestamannafélögum í LH.

Dagskrá:
Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:

Fjórgangur: opinn flokkur V2, barnaflokkur V5, unglingaflokkur V2 og ungmennaflokkur V2

Fimmgangur F2: opinn flokkur

Tölt T7: barnaflokkur

Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur

Úrslit:

Fjórgangur: opinn flokkur, barnaflokkur, unglingaflokkur og ungmennaflokkur

Fimmgangur: opinn flokkur

Pollaflokkur, frjáls aðferð

Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur

100 m skeið (flugskeið) 

Takið eftir:

·         Í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð). Í skráningarkerfinu heitir fjórgangurinn samt V2 í barnaflokki eins og í hinum flokkunum.

·         Ef þátttaka verður næg verður opnum flokki (þ.e. fullorðnum) í tölti nú skipt upp í 1. og 2. flokk. Keppendur raða sér sjálfir í flokk eftir getu og keppnisreynslu. 

Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 20. apríl. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:

Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is

Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.is

Mótanefnd Glaðs

29.03.2017 19:54

Dagskrá fundar

 

 

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfelling

Fákaseli 29. mars 2017

 

 

  1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
  2. Inntaka nýrra félaga.
  3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
  4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
  5. Skýrslur nefnda.
  6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
  7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing  H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
  8. Önnur mál
  • Umræður um Kaldármela
  • Lárus Hannesson formaður LH með erindi.

 

Stjórnin

16.03.2017 12:52

Aðalfundur

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn

í Fákaseli Grundarfirði miðvikudaginn 29. mars  kl. 20

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórnin

19.02.2017 15:13

Sýnikennsla og námskeið.

Sýnikennsla og reiðnámskeið
Reiðhöllin Ólafsvík

Föstudagskvöldið 24. Febrúar kl: 20:00 verður sýnikennsla.Þar ætlar Guðmundur M. Skúlason að fara yfir þjálfunarferlið frá frumtamningu til reiðhests.
Hann mun einnig fræða okkur um hvernig við getum nýtt okkur þær bættu aðstæður sem reiðhöllin er til þjálfunar á sem uppbyggilegastan hátt.
Uppbygging sýnikennslunar:
Vinna með trippi í frumtamningu. (Farið í atferlisfræði, líkamstjáningu og leiðtogahlutverk)
Grunnþjálfun í reið. (Farið yfir ásetu, ábendingar og hraðastjórnun)
Reiðhesta/keppnishesta þjálfun.

Markmið sýnikennslunar er að fólk fái innsýn inn í uppbyggingu reiðhestsinns frá grunni sem seinna meir getur orðið að keppnishesti.

Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi sem nýtist þeim við meðhöndlun eða þjálfun á öllum stigum hestamennskunar.

Aðgangseyrir: 1000kr

Reiðnámskeið
Reiðhöllin Ólafsvík

Reiðnámskeið verður dagana 25.-26. Febrúar. 
Reiðnámskeiðið hentar öllum aldurshópum og fólki á öllum stigum hestamennskunar.
Námskeiðið verður byggt upp á 2x 30min einkatímum hvorn dag og er þá hægt að vinna í því verkefni sem hentar hverjum þjálfara og hesti.
Nemanda er frjálst að mæta með hest á hvaða þjálfunarstígi sem er allt frá frumtamningartrippi upp í keppnishesta.
Þátttakendur eru hvattir til að fylgjast með kennslustundunum hjá hvort öðru.
Í lok námskeiðssins verður svo umræðutími þar sem nemendur geta komið með spurningar sem kunna að hafa vaknað við að fylgjast með hjá hinum.

Einnig verður boðið upp á hóptíma fyrir börn þar sem 2-3 nemendur verða saman í hóp.

Innifalið fyrir nemendur á námskeiðinu er sýnikennsla og 2x 30min einnkatími hvorn dag.

Innifalið fyrir börn: Sýnikennsla og 1x 30min reiðtími hvorn dag

Verð fyrir einkatíma námskeið: 15.000kr
Verð fyrir börn í hóptíma 7.000kr

06.02.2017 20:06

Úrslit folaldasýningarinnar

Folaldasýning í Snæfellingshöllinni var á laugardaginn og voru 14 folöld skráð til leiks.
 Jón Bjarni og Siguroddur voru dómarar. Lífland gaf verðlaunin sem voru fóðurbætir og folaldamúll.
 
Hestar
1.
Taktur frá Brimilsvöllum
M: Yrpa frá Brimislvöllum
F: Skagfjörð frá Skánay
Eigendur: Gunnar og Veronika
 
2.
Mugison frá Grundarfirði
M: Harpa frá Grundarfirði
F: Múli frá Bergi
Eigendur: Dóra og Bárður
 
3.
Ormur frá Brimilsvöllum
M: Fold frá Brimilsvöllum
F: Solón frá Skáney
Eigendur: Gunnar og Veronika
 
 
Eigendur folaldanna í hestflokknum
 
Merar
 
1. 
Katla frá Brimilsvöllum
M: Spóla frá Grundarfirði
F: Skýr frá Skálakoti
 
2.
Freisting frá Grundarfirði
M: Flugsvin frá Grundarfirði
F: Hildingur frá Bergi
Eigandi: Bjarni Jónasson
 
3.
Gyðja frá Grundarfirði
M: Sunna frá Grundarfirði
F: Goði frá Bjarnarhöfn
 

Eigendur í Merarflokknum.

 

Folaldsýningar var valinn Gyðja frá Grundarfirði

Eigandinn Ólafur Tryggvason
 
 
 

01.02.2017 21:57

Opið hús hjá Hring í Ólafsvík

Hesteigendafélagið Hringur í Ólafsvík
 
ætlar að hafa opið hús í nýrri reiðhöll félagsins
og býður bæjarbúum og öðrum að koma og skoða hana
í Fossárdal á SUNNUDAGINN 5 febrúar
(ekki laugardag eins og misfórst í prentun í Jökli)
 
Teymt verður undir börnum frá kl. 13.
Hestamenn velkomnir að koma með hesta til að prófa húsið
Vonandi sjáum við sem flesta

30.01.2017 15:05

Folaldasýning

 
 

 

 

 

Verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði
laugardaginn 4. febrúar klukkan 14

Það mun ekki verða folaldasýning í Söðulsholti þetta árið

en stefnt er á ungfolasýningu þar í staðinn.


 
Skráningarfrestur er til fimmtudagsins 2. febrúar
Skráning er 1000 kr. á folald og senda kvittun á  bibbasig@simnet.is

reikn.  0191-26-320  kt 690288-1689
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á bibbasig@simnet.is
eða í síma 8929130


Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

 

Þeir sem voru búnir að skrá á fyrri sýningu þurfa ekki að skrá aftur

en eru beðnir að láta vita ef þeir koma ekki.

14.01.2017 11:26

Folaldasýningu frestað

Folaldasýningunni er frestað vegna veðurs um óákveðinn tíma.

08.01.2017 23:22

Folaldasýning

Folaldasýning

 
 

 

 

 

Verður í Snæfellingshöllinni

 í Grundarfirði
Laugardaginn 14 janúar klukkan 13

Það mun ekki verða folaldasýning í Söðulsholti þetta árið

en stefnt er á ungfolasýningu þar í staðinn.


 
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 10. janúar
Skráning er 1000 kr. á folald og senda kvittun á  bibbasig@simnet.is

reikn.  0191-26-320  kt 690288-1689
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á bibbasig@simnet.is
eða í síma 8929130


Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.

01.12.2016 09:44

Frestun á folaldasýningu

Vegna dræmrar þátttöku hefur folaldasýningunni verið frestað til 14 janúar.

Nánar auglýst síðar.

16.11.2016 15:09

Uppskeruhátíð

Stóðhestar
7 vetra og eldri.        
IS2009137638    Bruni frá Brautarholti,    Hnokki frá Fellskoti -  Ambátt frá Kanastöðum               8,33       8,57       8,47       Snorri Kristjánsson 
6 vetra             
IS2010137336    Hildingur frá Bergi,  Uggi frá Bergi  -  Hilda frá Bjarnarhöfn      8,22       8,54       8,41          Anna Dóra Markúsdóttir           
 5 vetra        
IS2011137210    Goði frá Bjarnarhöfn,       Spuni frá Vesturkoti   -   Gyðja frá Bjarnarhöfn     7,94               8,80       8,46       Brynjar Hildibrandsson 
4 vetra      
IS2012137485    Sægrímur frá Bergi,   Sær frá Bakkakoti -  Hrísla frá Naustum          8,31       8,30               8,31       Jón Bjarni Þorvarðarson           
 
 
 
Hryssur
7 vetra og eldri.              
IS2004237638    Brynglóð frá Brautarholti,     Hrynjandi frá Hrepphólum  -  Ambátt frá Kanastöðum8,43              8,15       8,27       Snorri Kristjánsson 
 6 vetra.    
IS2010237336    Hafdís frá  Bergi,     Sporður Bergi -  Orka Viðvík       8,13       8,16       8,15       Anna Dóra Markúsdóttir kt: IS0712654719, Jón Bjarni Þorvarðarson
 5 vetra.
IS2011237637    Drápa frá   Brautarholti,        Spuni Vesturkoti -   Aða Brautarholti       8,13    7,80       7,93       Björn Kristjánsson kt: IS2511622209, Snorri Kristjánsson, Þrándur Kristjánsson 
 4 vetra.
IS2012237636    Ásjá frá Brautarholti,        Spuni frá Vesturkoti -   Aða frá Brautarholti        7,70               8,23       8,02       Snorri Kristjánsson  
 
Flettingar í dag: 434
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 438
Gestir í gær: 63
Samtals flettingar: 370174
Samtals gestir: 49240
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 08:51:37

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar