26.05.2015 16:08
Alþjóðleg kvikmyndakeppni
FEIF æskulýðsstarf – Lights, camera, action!
Alþjóðleg kvikmyndakeppni 2015
Hvað: Liðskeppni fyrir unga knapa, 4-6 manns í hóp. Þið þurfið að framleiða myndband á bilinu 3-5 mínútur um ákveðið þema.
Þemað fyrir 2015 er: Hamingja! Hamingja er..... (setjið inn ykkar hugmynd af hamingju)
Markmið: Að ýta undir hópastarf og samvinnu, hvetja til góðrar hestamennsku og áframhaldandi lærdóms, vekja athygli á alþjóðlegum þáttum í heimi íslenska hestsins, þróa ímyndunaraflið og stuðla að þrautsegju til að stjórna og ljúka verkefni.
Hver: Hópar af ungu fólki sem tengjast íslenska hestinum. Keppnin er opin hópum á bilinu 4-6 manns, yngri en 21 árs á árinu.
Hvernig: Lágmarkskröfur að efni í myndbandið er 1 íslenskur hestur og að minnsta kosti helmingurinn af skráðum hóp. Allt annað svo sem saga, sviðsmynd, tónlist og fl. er frjálst. Hver meðlimur hópsins þarf að hafa skýrt og ákveðið hlutverk í hópnum. Tungumál – Munið að myndbandið verður sýnt fólki frá hinum ýmsu löndum, svo gott er að hafa samtöl í lágmarki.
Myndbandið þarf að hafa titil, kredit lista, dagsetningu, staðsetningu og annað til að myndbandið verði sem best.
Hvenær: Öll myndbönd þarf að setja inn á youtube eða aðrar eins vefsíður. Vinsamlegast ekki hafa það opið almenningi fyrr en í lok ágústmánaðar 2015. Sendið vefsíðuna á youth@feif.org ekki seinna en 31. Maí 2015. Öll myndbönd verða svo metin af alþjólegum hóp af dómurum.
Ef aðstæður leyfa þá mun myndbandið frá vinningsliðinu verða sýnt á stórum skjá á heimsmeistaramótinu í Herning í ágúst.
Gangi ykkur vel!!
Kveðja,
Gundula Sharman og æskulýðsnefnd FEIF
Foreldrar og æskulýðsfulltrúar athugið: Keppnin er ætluð fyrir ungamennin sjálf. Engin þörf er á öðrum tækum en myndbandsupptökuvél eða símamyndavél og öðru grunnforritum í tölvum. Í anda verkefnisins viljum við biðja ykkur um að hvetja liðið áfram án þess þó að verða of hjálpsöm. Einnig viljum við hvetja til að kostnaði við verkefnið verði haldið í lágmarki.
ATH: Knapar í myndbandinu verða ávallt að vera með hjálm á höfði þegar setið er á hestum.
03.05.2015 23:31
Aðalfundur Hrossvest
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn á Hótel Hamri mánudagskvöldið 11. maí n.k. kl. 20.30. Gestur fundarins verður Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna og bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum. Hann mun fara yfir málefni hossaræktar út frá sínu starfi sem formaður Bændasamtakanna.
Stjórnin.
28.04.2015 10:18
Námskeið fyrir ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM
Boðið verður upp á námskeið/aðstoð við þjálfun fyrir öll ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir heimsmeistaramótið í sumar. Kennari verður Þórarinn Eymundsson. Námskeiðið verður haldið í Andvarahöllinni núna um helgina 2.-3. maí og hefst kl. 8:30.
Allar nánari upplýsingar veitir Páll Bragi liðsstjóri landsliðsins.
Skráning er hafin á Sportfeng, námskeið, Ungmenni sem stefna á úrtöku fyrir HM
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
26.04.2015 23:03
Eftir mót
26.04.2015 23:00
Úrslit frá íþróttamótinu
TöLT T1 | ||||||
1. flokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Gunnar Tryggvason | Ómur frá Brimilsvöllum | Jarpur/milli- einlitt | Snæfellingur | 6,40 | |
2 | Marina Gertrud Schregelmann | Stúdent frá Gauksmýri | Rauður/ljós- stjörnótt | Snæfellingur | 6,00 | |
3 | Styrmir Sæmundsson | Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal | Jarpur/rauð- stjörnótt | Glaður | 5,97 | |
4 | Ólafur Tryggvason | Hrókur frá Grundarfirði | Brúnn/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,77 | |
5 | Lárus Ástmar Hannesson | Loftur frá Reykhólum | Bleikur/álóttur einlitt v... | Snæfellingur | 5,70 | |
6 | Styrmir Sæmundsson | Þórdís frá Hvammsvík | Rauður/milli- einlitt glófext | Glaður | 5,40 | |
7 | Hlynur Þór Hjaltason | Jaðar frá Hamraendum | Jarpur/litföróttur einlitt | Snæfellingur | 5,10 | |
8 | Marina Gertrud Schregelmann | Diddi frá Þorkelshóli 2 | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 4,77 | |
9 | Gísli Pálsson | Jarl frá Reykhólum | Brúnn/milli- einlitt | Snæfellingur | 4,63 | |
10 | Gísli Pálsson | Gimli frá Lágmúla | Snæfellingur | 4,43 | ||
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Gunnar Tryggvason | Ómur frá Brimilsvöllum | Jarpur/milli- einlitt | Snæfellingur | 6,67 | |
42038 | Lárus Ástmar Hannesson | Loftur frá Reykhólum | Bleikur/álóttur einlitt v... | Snæfellingur | 6,00 | |
42038 | Marina Gertrud Schregelmann | Stúdent frá Gauksmýri | Rauður/ljós- stjörnótt | Snæfellingur | 6,00 | |
4 | Ólafur Tryggvason | Hrókur frá Grundarfirði | Brúnn/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,89 | |
5 | Styrmir Sæmundsson | Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal | Jarpur/rauð- stjörnótt | Glaður | 5,67 | |
Ungmennaflokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Reykur frá Brennistöðum | Móálóttur,mósóttur/milli-... | Snæfellingur | 6,00 | |
2 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Hnokki frá Reykhólum | Grár/rauður einlitt | Snæfellingur | 5,67 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Hnokki frá Reykhólum | Grár/rauður einlitt | Snæfellingur | 6,17 | |
2 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Reykur frá Brennistöðum | Móálóttur,mósóttur/milli-... | Snæfellingur | 6,06 | |
TöLT T3 | ||||||
Unglingaflokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Fanney O. Gunnarsdóttir | Kári frá Brimilsvöllum | Móálóttur,mósóttur/dökk- ... | Snæfellingur | 5,13 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Fanney O. Gunnarsdóttir | Kári frá Brimilsvöllum | Móálóttur,mósóttur/dökk- ... | Snæfellingur | 5,44 | |
Barnaflokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Elín Björk Sigurþórsdóttir | Hausti frá Borgarnesi | Rauður/litföróttur einlitt | Skuggi | 3,80 | |
2 | Tinna Guðrún Alexandersdóttir | Garpur frá Ytri-Kóngsbakka | Vindóttur/mó einlitt | Snæfellingur | 3,67 | |
3 | Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir | Lotning frá Minni-Borg | Rauður/milli- skjótt | Snæfellingur | 2,40 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Elín Björk Sigurþórsdóttir | Hausti frá Borgarnesi | Rauður/litföróttur einlitt | Skuggi | 4,00 | |
2 | Tinna Guðrún Alexandersdóttir | Garpur frá Ytri-Kóngsbakka | Vindóttur/mó einlitt | Snæfellingur | 3,67 | |
3 | Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir | Lotning frá Minni-Borg | Rauður/milli- skjótt | Snæfellingur | 2,00 | |
FJóRGANGUR V1 | ||||||
1. flokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Gunnar Tryggvason | Ómur frá Brimilsvöllum | Jarpur/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,97 | |
2 | Styrmir Sæmundsson | Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal | Jarpur/rauð- stjörnótt | Glaður | 5,63 | |
3 | Marina Gertrud Schregelmann | Diddi frá Þorkelshóli 2 | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,50 | |
42099 | Hlynur Þór Hjaltason | Jaðar frá Hamraendum | Jarpur/litföróttur einlitt | Snæfellingur | 5,27 | |
42099 | Marina Gertrud Schregelmann | Stúdent frá Gauksmýri | Rauður/ljós- stjörnótt | Snæfellingur | 5,27 | |
6 | Gísli Pálsson | Gimli frá Lágmúla | Snæfellingur | 5,13 | ||
7 | Lárus Ástmar Hannesson | Þytur frá Stykkishólmi | Brúnn/mó- einlitt | Snæfellingur | 5,00 | |
8 | Ólafur Tryggvason | Fiðla frá Grundarfirði | Jarpur/milli- einlitt | Snæfellingur | 4,93 | |
9 | Gísli Pálsson | Jarl frá Reykhólum | Brúnn/milli- einlitt | Snæfellingur | 0,00 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Gunnar Tryggvason | Ómur frá Brimilsvöllum | Jarpur/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,93 | |
2 | Marina Gertrud Schregelmann | Diddi frá Þorkelshóli 2 | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,87 | |
3 | Styrmir Sæmundsson | Litla-Jörp frá Fremri-Gufudal | Jarpur/rauð- stjörnótt | Glaður | 5,73 | |
4 | Hlynur Þór Hjaltason | Jaðar frá Hamraendum | Jarpur/litföróttur einlitt | Snæfellingur | 5,40 | |
5 | Gísli Pálsson | Gimli frá Lágmúla | Snæfellingur | 5,00 | ||
TöLT T7 | ||||||
2. flokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Herborg Sigríður Sigurðardótti | Assa frá Bjarnarhöfn | Rauður/milli- stjörnótt | Snæfellingur | 5,43 | |
2 | Nadine Elisabeth Walter | Krummi frá Reykhólum | Brúnn/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,27 | |
3 | Margrét Þóra Sigurðardóttir | Þór frá Saurbæ | Brúnn/mó- einlitt | Snæfellingur | 5,10 | |
4 | Jón Ágúst Jónsson | Eldjárn frá Bergi | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 4,70 | |
5 | Edda Sóley Kristmannsdóttir | Galdradís frá Efri-Hóli | Jarpur/dökk- einlitt | Snæfellingur | 4,53 | |
6 | Torfey Rut Leifsdóttir | Móses frá Fremri-Fitjum | Móálóttur,mósóttur/ljós- ... | Snæfellingur | 3,97 | |
7 | Nadine Elisabeth Walter | Eldfari frá Garði | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 3,93 | |
8 | Vaka Helga Ólafsdóttir | Trausta frá Syðra-Skógarnesi | Grár/brúnn einlitt | Snæfellingur | 3,50 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Herborg Sigríður Sigurðardótti | Assa frá Bjarnarhöfn | Rauður/milli- stjörnótt | Snæfellingur | 5,75 | |
2 | Margrét Þóra Sigurðardóttir | Þór frá Saurbæ | Brúnn/mó- einlitt | Snæfellingur | 5,42 | |
3 | Nadine Elisabeth Walter | Krummi frá Reykhólum | Brúnn/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,33 | |
4 | Jón Ágúst Jónsson | Eldjárn frá Bergi | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 4,83 | |
5 | Edda Sóley Kristmannsdóttir | Galdradís frá Efri-Hóli | Jarpur/dökk- einlitt | Snæfellingur | 4,00 | |
FJóRGANGUR V1 | ||||||
Ungmennaflokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Hnokki frá Reykhólum | Grár/rauður einlitt | Snæfellingur | 6,10 | |
2 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Reykur frá Brennistöðum | Móálóttur,mósóttur/milli-... | Snæfellingur | 5,83 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Hnokki frá Reykhólum | Grár/rauður einlitt | Snæfellingur | 6,00 | |
2 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Reykur frá Brennistöðum | Móálóttur,mósóttur/milli-... | Snæfellingur | 5,80 | |
FJóRGANGUR V2 | ||||||
Unglingaflokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Fanney O. Gunnarsdóttir | Kári frá Brimilsvöllum | Móálóttur,mósóttur/dökk- ... | Snæfellingur | 5,70 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Fanney O. Gunnarsdóttir | Kári frá Brimilsvöllum | Móálóttur,mósóttur/dökk- ... | Snæfellingur | 5,70 | |
Barnaflokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Andrea Ína Jökulsdóttir | Laufar frá Hraunsmúla | Brúnn/mó- stjörnótt | Skuggi | 4,17 | |
2 | Tinna Guðrún Alexandersdóttir | Garpur frá Ytri-Kóngsbakka | Vindóttur/mó einlitt | Snæfellingur | 3,90 | |
3 | Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir | Lotning frá Minni-Borg | Rauður/milli- skjótt | Snæfellingur | 3,47 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Tinna Guðrún Alexandersdóttir | Garpur frá Ytri-Kóngsbakka | Vindóttur/mó einlitt | Snæfellingur | 5,03 | |
2 | Andrea Ína Jökulsdóttir | Laufar frá Hraunsmúla | Brúnn/mó- stjörnótt | Skuggi | 4,07 | |
3 | Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir | Lotning frá Minni-Borg | Rauður/milli- skjótt | Snæfellingur | 3,77 | |
FIMMGANGUR F1 | ||||||
1. flokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Gunnar Tryggvason | Sprettur frá Brimilsvöllum | Jarpur/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,87 | |
2 | Hlynur Þór Hjaltason | Fáni frá Breiðabólsstað | Brúnn/milli- skjótt | Snæfellingur | 5,07 | |
3 | Lárus Ástmar Hannesson | Oliver frá Stykkishólmi | Bleikur/álóttur einlitt | Snæfellingur | 4,97 | |
4 | Styrmir Sæmundsson | Þórdís frá Hvammsvík | Rauður/milli- einlitt glófext | Glaður | 4,83 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Gunnar Tryggvason | Sprettur frá Brimilsvöllum | Jarpur/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,90 | |
2 | Hlynur Þór Hjaltason | Fáni frá Breiðabólsstað | Brúnn/milli- skjótt | Snæfellingur | 5,55 | |
3 | Lárus Ástmar Hannesson | Oliver frá Stykkishólmi | Bleikur/álóttur einlitt | Snæfellingur | 5,17 | |
4 | Styrmir Sæmundsson | Þórdís frá Hvammsvík | Rauður/milli- einlitt glófext | Glaður | 5,14 | |
FIMMGANGUR F2 | ||||||
2. flokkur | ||||||
Forkeppni | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Sól frá Reykhólum | Bleikur/álóttur einlitt | Snæfellingur | 5,43 | |
2 | Jón Ágúst Jónsson | Ígull frá Grafarkoti | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 5,07 | |
3 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Blær frá Eystra-Fróðholti | Móálóttur,mósóttur/milli-... | Snæfellingur | 4,83 | |
4 | Fanney O. Gunnarsdóttir | Galsi frá Brimilsvöllum | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 3,03 | |
A úrslit | ||||||
Sæti | Knapi | Hross | Litur | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Sól frá Reykhólum | Bleikur/álóttur einlitt | Snæfellingur | 5,64 | |
2 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Blær frá Eystra-Fróðholti | Móálóttur,mósóttur/milli-... | Snæfellingur | 5,33 | |
3 | Jón Ágúst Jónsson | Ígull frá Grafarkoti | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 4,71 | |
4 | Fanney O. Gunnarsdóttir | Galsi frá Brimilsvöllum | Rauður/milli- einlitt | Snæfellingur | 3,69 |
24.04.2015 12:55
Dagsskrá á íþróttamóti
Opið hestaíþróttamót Snæfellings
Opna íþróttamót Snæfellings verður haldið í
Stykkishólmi laugardaginn 25 apríl
Mótið hefst kl. 10:00
Dagskrá:
Forkeppni
Fjórgangur V1: 1-flokkur, ungmennaflokkur
Fjórgangur V2: unglinga- og barnaflokkur,
Þrígangur: 2-flokkur
Hlé 15 mín
Fimmgangur: 1-flokkur, 2-flokkur
Tölt T3: barnaflokkur og unglingaflokkur
Tölt T7: 2-flokkur
Tölt T1: ungmennaflokkur 1-flokkur.
Pollaflokkur, þar má teyma undir eða ríða sjálfur, allir fá þátttökupening. Skráning á staðnum.
Matarhlé
Úrslit
Fjórgangur V1: 1-flokkur, ungmennaflokkur
Fjórgangur V2: unglinga- og barnaflokkur,
Þrígangur: 2-flokkur
Stutt hlé
Fimmgangur: 1-flokkur, 2-flokkur
Tölt T3: barnaflokkur og unglingaflokkur
Tölt T7: 2-flokkur
Tölt T1: ungmennaflokkur 1-flokkur.
Stutt hlé
Gæðingaskeið
100 m skeið
Stjórnin
15.04.2015 21:55
Íþróttamót
Opið íþróttamót Snæfellings
í Stykkishólmi
laugardaginn 25. apríl
Opið fyrir skráningar og verður opið til 21. apríl kl:23:59
V2( fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu),
T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
-Unglingafl. -
V2 (fjórgangur 2 eða fleiri inn á vellinum í einu),
T3 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu).
V1 (fjórgangur einn inn á vellinum í einu),
T1 (tölt einn inn á vellinum í einu).
-2.flokkur. -
Þrígangur (tölt, brokk og fet 2 eða fleiri inn á vellinum í einu),
T7 (tölt 2 eða fleiri inn á vellinum í einu, Hægt tölt snúið við frjáls ferð á tölti).
Þessi flokkur er ætlaður þeim sem eru lítið keppnisvanir eða eru að hefja keppnisferilinn.
-Opinn flokkur -
V1,(fjórgangur)
F1,(fimmgangur)
T1,(tölt) einn inn á vellinum í einu í öllum greinum í opna flokknum.
Gæðingaskeið
Gæðingaskeið er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.
Pollaflokkur Hér mega allir taka þátt, verður í hádegishléinu og allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn
Skráningar:
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót. Áframhaldið rekur sig sjálft, munið bara að skrá einnig upp á hvora hönd þið þið ætlið að ríða og að fara í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlin. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir fullorðinn og 2000 kr á yngri flokkana. Sendið kvittun á olafur@fsn.is Síðasti dagur skráninga er þriðjudagurinn 21. apríl á miðnætti og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.
Skráningakerfið - leiðbeiningar
Það er búið að útbúa kennslumyndband þar sem farið er í gegnum skráningu á mót með skráningakerfi okkar hestamanna. Myndbandið er hér.
Kveðja Mótanefnd Snæfellings
10.04.2015 11:11
KB mótaröðin
Fimmgangur F2 / Tölt T3
Síðasta mót KB mótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 18. apríl n.k. í Faxaborg. Hefst það kl. 10.
Mótið hefst á forkeppni í tölti T3 (þrír saman í holli) - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - 2. flokkur
Forkeppni í fimmgangi F2 (tveir saman í holli) - Ungmennaflokkur - 1. flokkur - Opinn flokkur.
Úrslit hefjast svo að lokinni forkeppni og verða í sömu röð og í forkeppni.
Skráningargjöld eru kr. 2.500.- í öllum flokkum nema barna - og unglingaflokkum en þar eru þau 1.000.-
Skráningar fara að vanda fram í skráningakerfi Sportfengs (sportfengur.com). Mótshaldari er Skuggi og síðan rekur ferlið sig nokkuð auðveldlega. Í þeim tilfellum sem vandræði koma upp þá má senda upplýsingar (kennitala knapa, IS númer hests, flokkur og hönd ) á netfangið kristgis@simnet.is eða hringja í síma 898-4569. Allir hestar verða að vera skráðir í World-Feng og allir keppendur skráðir í hestamannafélag. Skráning hefst laugardaginn 11. apríl og lýkur miðvikudaginn 15. apríl kl. 24. Alls ekki draga skráningu fram á síðustu stundu.
Ath: Keppendum verður ekki bætt inn á skrá eftir að 1. útgáfa ráslista kemur út nema um sannanleg mistök sé að ræða.
Mótanefnd Faxa og Skugga
10.04.2015 01:14
Íþróttamót Snæfellings
Íþróttamót Snæfellings verður í Stykkishólmi
laugardaginn 25. apríl
Nánar auglýst þegar nær dregur.
08.04.2015 15:47
Forföll hjá Þorvaldi
Því miður forfallaðist Þorvaldur vegna veikinda og kemst ekki í kvöld. En Lárus ætlar að segja okkur frá gangi mála hjá LH í staðinn.