09.11.2014 12:19
Haustfundur Hrossvest
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn í Hótel Borgarnesi sunnudaginn 23. nóvember n.k. og hefst kl. 14.00. Veitt verða verðlaun fyrir efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands 2014 verður verðlaunað. Þá verður einstaklingum sem lagt hafa sitt af mörkum til félags og ræktunarstarfs í þágu hestamennskunnar á Vesturlandi veitt heiðursmerki Hrossaræktarsambandsins. Er þetta í fjórða sinn sem félagar eru heiðraðir.
Gestur fundarins verður Guðlaugur Antonsson, fyrrum hrossaræktarráðunautur, sem nú er starfsmaður Matvælastofnunar. Hann mun fara yfir áherslur í starfi sínu á nýjum vettvangi.
Allir félagsmenn deilda eru vekomnir á fundinn og verður boðið upp á kaffiveitingar í tilefni 50 ára afmælis sambandsins þann 31. október síðastliðinn.
Stjórnin
08.11.2014 10:11
Lárus nýr formaður LH
Hlaut 88 atkvæði á Landsþingi
Lárus Ástmar Hannesson er nýr formaður Landssambands hestamannafélaga. Hann hlaut 88 atkvæði gegn 62 atkvæðum Stefáns Ármannssonar á framhaldsþingi LH sem fer nú fram í Laugardal. Auðir seðlar voru 4 talsins.
07.11.2014 12:55
Snæfellingur í formannsframboð
Í hóp formannsframbjóðanda LH hefur Lárus Ástmar Hannesson gefið kost á sér.
Að vel ígrunduðu máli ákvað ég að gefa kost á mér til formanns Landsambands hestamannafélaga. Ég tel að minn bakgrunnur úr hestamennsku og félagsmálum nýtist vel til starfsins. Það er ákaflega mikilvægt að við hestamenn horfum í sömu átt fram á veginn öllum til hagsbóta. Það eru forréttindi að hafa valið sér þann lífstíl sem fellst í því að njóta samvista við hesta og hestamenn.
Ef ég fæ brautargengi sem formaður LH mun ég leggja mig fram, í samvinnu við það fólk sem velst í stjórn samtakanna, um að sameina krafta okkar allra svo við getum á sem bestan máta hlúð að hugðarefnum okkar hestamanna.
29.10.2014 11:13
Árshátíð hestamanna á vesturlandi.
Nú er ljóst að fjörið byrjar fyrir hádegi á laugardeginum 15. nóvember því þá verður Hrossaræktarsamband Dalamanna með folaldasýningu í reiðhöllinni í Búðardal. Svo verður stuttur tími til að fá sér næringu áður en við höldum inn að Laugum.
Dagskráratiðiðin verða þessi:
Folaldasýning Hrossaræktarsambands Dalamanna í reiðhöllinni í Búðardal kl. 11:00
Hótelgestir velkomnir að Laugum frá kl. 14:00
Söguganga kl. 15:30
Sundlaugin opin fyrir veislugesti kl. 17-19
Íþróttahúsið opið fyrir alls kyns sprikl
Borðtennis- og billjardaðstaða
Borðhald hefst kl. 20:00
Gunnar Björnsson, veislukokkur reiðir fram:
blandaða sjávarrétti á salatbeði í forrétt og lambafillet og kjúklingabringu í aðalrétt
Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson
Skemmtiatriði
Hljómsveitin B4 frá Búðardal leikur fyrir dansi
Verð: 5.500 kr. fyrir mat og dansleik
Gisting: Sjá hér neðar á síðunni. Það er að verða fullt í gistingu í betri herbergin en ódýrari gisting er enn á boðstólum. Verðin þar skýrast á næstunni.
Við pöntunum taka:
Eyþór Jón Gíslason, 898 1251, brekkuhvammur10@simnet.is
Þórður Ingólfsson, 893 1125, thoing@centrum.is
Pantið endilega sem fyrst en í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember
Athugið að ekki verða vínveitingar á staðnum
26.10.2014 18:36
Framundan hjá félaginu
Uppskeruhátíðin verður á Breiðabliki, föstudaginn 21. nóvember.
Folaldasýningin í Grundarfirð, laugardaginn 29 nóvember.
Auglýst betur þegar nær dregur. Takið dagana frá.
30.09.2014 10:55
Árshátíð hestamanna á Laugum
Árshátíð hestamanna á Vesturlandi Laugum í Sælingsdal 15. nóvember
Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn af öllu Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Dagskrá eftir hádegið á laugardeginum er í vinnslu og verður auglýst síðar en þó má nefna að hægt verður að komast í sund og að nota íþróttahúsið.
Veislumatseðill að hætti Gunnars Björnssonar:
Forréttur: Blandaðir sjávarréttir á salatbeði
Aðalréttur: Lambafillet – kjúklingabringa
Veislustjóri: Lárus Ástmar Hannesson
Hljómsveitin B4 leikur fyrir dansi
Helstu verð:
Matur og dansleikur: 5.500 kr.
Tveggja manna herbergi: 11.000 kr.
Eins manns herbergi: 8.000 kr.
Ódýrari gisting verður einnig í boði (wc frammi á gangi) og jafnvel gisting í óuppbúnum rúmum eftir því hvernig eftirspurnin verður.
Morgunverður: 1.500 kr.
Pantanir:
Eyþór Jón Gíslason, brekkuhvammur10@simnet.is eða 898 1251
Þórður Ingólfsson, thoing@centrum.iseða 893 1125
Það er um að gera að panta sem fyrst en pantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 11. nóvember.
Athugið að það verða ekki vínveitingar á staðnum.
Undirbúningshópurinn í Glað
23.09.2014 12:09
Heimsókn ungs hestafólks úr Snæfellingi til IPN Roderath
![]() |
Þann 5. Ágúst 2014 lögðu 11 ungir hestamenn úr Snæfellingi í ferð til Þýskalands. Ferðin var farin í tilefni af samstarfi Snæfellings og IPNR sem er Íslandshestafélag í þýskalandi með heimavöll í Roderath. Þetta er í fjórða sinn sem unglingaskipti milli þessara félaga eiga sér stað. Tvisvar hafa ungir þýskir hestaunnendur komið í heimsókn og þetta var í annað sinn sem við förum utan.
Auk ellefu ungmenna voru tveir fararstjórar þau Nadine Walter og Lárus Ástmar Hannesson. Ferðalagið stóð frá 5. til 12. ágúst. Undirbúningur hafði staðið í rúmt hálft ár og höfðu ferðalangarnir staðið fyrir fjáröflunum sem hjálpaði til við að greiða kostnaðinn.
Aldeilis höfðinglega var tekið á móti okkur og fengum við gistingu inná heimilum og var mjög góð dagskrá með einhverjum atburðum og eða heimsóknum á hverjum degi.
Eftir að hópurinn kom í Nettersheim þriðjudaginn 5. ágúst beið okkar garð grillveisla að hætti þjóðverja, heima hjá fjölskyldunni Widdau, og komu gestgjafaforeldrarnir með meðlæti.
Á miðvikudeginum var farið með rútu í heimsókn til Styrmis Árnasonar sem er íslenskur hestamaður sem rekur stóran hestabúgarð. Styrmir hefur starfað í 24 ár í þýskalandi. Ákaflega fróðlegt var að sjá hvernig hestabúgarðurinn er rekinn og hvernig starfsemi er þar. Má segja að Styrmir og hans fólk geri útá nánast alla þætti íslandshestamennskunar. Þar er reiðskóli og þar getur fólk fengið að hafa sína hesta gegn gjaldi og komið og riðið út þegar tími er til. Styrmir er einnig með eigin ræktun og selur og kaupir hesta. Mjög stór reiðhöll er á staðnum og einnig reiðvöllur auk þess sem lítil veitingarsala er á staðnum og fengum við þar hádegishressingu.
Eftir góða heimsókn til Styrmis var keyrt og skoðuð höllin Brühl og okkur gefin innsýn inní líf aðalsins á þessum tíma. Greinilegt er að ekkert hefur verið til sparað þegar aðallinn var annarsvegar og var fróðlegast að heyra að almúginn gat fengið að koma, nokkrir saman, og horfa á fólið borða í veislusalnum og að á þessum tíma var fólkið ekkert að fara mikið í bað heldur úðaði yfir sig Kölnarvatni (ilmvatn).
Á fimmtudeginum var öllum smalað uppá traktórskerru og við keyrð í klifurgarðinn. Þar sýndu íslensku víkingarnir hvað í þeim býr og vakri sérstaka athygli að þrjár ungar dömur úr okkar hóp leystu erfiðustu þrautina sem var að klifra saman upp risavaxinn stiga sem náði um 10 metra upp. Þar reyndi á að hjálpast að því allir þurftu að komast alla leið upp.
Daginn eftir klifrið var ferðinni heitið í kúrekahestabúgarð. Þar fengu allir að prufa kúrekahest auk þess sem aðalknapi búsins sýndi okkur vel þjálfaða kúrekahesta. Þar voru bremsurnar heldur betur í lagi en eitthvað þótti sumum knöpunum vanta töltið og viljinn frekar þungur. Að öðru leiti eru kúrekahestar greinilega geðgóðir og þægilegir hestar.
Á laugardeginum fórum við með lest til Kölnar til að skoða Kölnardóminn sem er ótrúleg bygging. Flestir lögðu leið sína uppá topp kirkjunnar en það eru einungis 700 þrep uppá topp. Þegar þangað er komið er útsýnið yfir Köln frábært. Eftir heimsókn í Súkkulaðisafnið var öllum sleppt lausum í búðir og var ekki annað að sjá en það hafi verið nýtt vel.
Sunnudagurinn var svo fjölskyldudagur þar sem ungmenni eyddu deginum með sínum gestgjöfum. Mjög mismunandi var milli fjölskyldna hvað gert var.
Á mánudeginum var svo haldið með lest í Phantasíaland sem er ótrúlega stórt tívolí / skemmtigarður. Þar var deginum eytt í mis æsandi tækjum og fundu allir eitthvað við sitt hæfi.
Þriðjudagsmorguninn þann 12. ágúst hittust allir aftur heima hjá fjölskyldunni Widdau og borðuðu saman morgunverð, sótthreinsuðu föt, viktuðu töskur, skvöldruðu og og áttum góða kveðjustund.
Það er óhætt að segja að ferðin hafi gengið mjög vel og allir komu heilir og glaðir heim fróðari um íslandshestaheiminn í Þýskalandi.
Á næsta ári munum við taka á móti ungu hestafólki frá IPNR og verður það gaman að kynna fyrir þeim hvernig íslenski hesturinn er í sínu upprunalega umhverfi. Við munum kappkosta að setja saman góða dagskrá og taka sem flest þátt í henni.
Að lokum viljum við þakka gestgjöfum okkar frábærar móttökur og verður gaman að hitta ykkur á næsta ári á Íslandi.
15.09.2014 21:00
Kerrupróf
Kerrupróf – BE réttindi
Til að aka með stærri vagna þarf að afla sér BE rétt
inda en til þess þurfa viðkomand að vera orðin 18 ára og vera kominn með fullnaðarökuskírteini.
Námið skiptist í 4 bóklega tíma og 4 verklega. Próf eru síðan tekin hjá Frumherja í Reykjavík eða á Akranesi en greiða þarf sérstakt prófgjald sem er 10.300
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Haldið í október þegar næg þátttaka hefur næst.
Leiðbeinandi: Þórður Bogason ökukennari
Verð: 57.000
Skráning: síma 437-2390 með tölvupósti skraning@simenntun.is
Munið eftir styrkjum úr fræðslusjóðum verkalýðsfélaganna
06.09.2014 16:47
Árshátið hestamanna 15 nóvember
Laugardaginn 15. nóvember næstkomandi ætla hestamenn á Vesturlandi að hópast að Laugum í Sælingsdal til að gera sér glaðan dag. Þar verður dagskrá frá því fljótlega upp úr hádegi með fróðleik og afþreyingu. Hægt verður að nýta sundlaugina, íþróttahúsið og aðra aðstöðu sem fyrir hendi er að Laugum. Um kvöldið verður kvöldverður, skemmtidagskrá, tónlist og dans.
Nóg gistirými er að Laugum fyrir þá sem það vilja, bæði fullbúin hótelherbergi og svefnpokapláss. Hægt verður að fá morgunverð á sunnudagsmorgninum.
Allt verður þetta auglýst mikið betur innan fárra vikna en undirbúningur er í fullum gangi. Nú þegar er um að gera að taka helgina frá fyrir góða samveru með nágrannafélögum okkar. Einnig væri gott ef þið, hestamenn í Dölum og á Vesturlandi öllu, vilduð vera duglegir að tala sem mest um þessa skemmtun hver við annan svo að stemning skapist fyrir góðri mætingu.
16.08.2014 11:16
Kvenna/karlareið
23 ágúst 2014 er dagurinn.
Kvenna/karlareið verður haldin á vegum Hesteigendafélags Grundarfjarðar.
Riðið verður um Eyraroddann, ferðin hefst hjá Halli Pálssyni á Naustum, þaðan verður riðin 9 km hringur um oddann og síðan 3 km að Vatnabúðum.
Skráning á fridrik@bref.is síðasti skráningardagur er 21. ágúst
Dagskrá.
15:00 Allir búnir að leggja á eftir léttar veitingar og riðið verður af stað frá Naustum konur réttsælis og karlar rangsælis um Eyraroddann.
16:00 Eftir eina áningu mætast hóparnir við fornar rústir, þar verða léttar veitingar boðnar síðan halda hóparnir sýna leið.
17:00 Konur og karlar sameinast í einni fylkingu á Naustum og ríða að Vatnabúðum, þar tekur Gunnar Jóhann (Hanni) á móti hópnum, grillið verður klárt og allir fá magafylli við hæfi
Fyrir þá sem vilja má benda á að víkingaklæðnaður er við hæfi í þessari ferð og mun fara fram val á víkingapar í lok ferðar.
Girðing verður í boði á Vatnabúðum, einnig er öllum sem vilja velkomið að tjalda á svæðinu.
Mikilvægt er að skrá sig í reiðina til að hægt sé að áætla hversu mörgum lömbum þarf að slátra.
Þátttakendur hafi með sér þær veigar sem við hæfi er í slíka ferð og vandi sig við að ganga hægt en örugglega um gleðinnar dyr.
Þáttökugjald er kr 4.000 sem greiða þarf inn á reikning 0191-26-002320 kt. 690288-1689 staðfesting á greiðslu sendist á fridrik@bref.is
Þeir sem kjósa að skrá sig ekki og mæta beint í reiðina greiða 5.000 kr. áður en haldið er af stað.
10.08.2014 11:14
Bikarmót
Bikarmót Vesturlands
fer fram á Miðfossum laugardaginn 16. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 10:00.
Dagskrá:
Forkeppni:
Fjórgangur (V2) opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur (F2) opinn flokkur, ungmennaflokkur
Tölt (T3) barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
Gæðingaskeið
Úrslit:
Fjórgangur V2: opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur F2: opinn flokkur, ungmennaflokkur
Tölt barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
100m skeið
Athygli er vakin á því að dagskrá er auglýst með fyrirvara um þátttöku í öllum flokkum.
Skráningar: (opið fyrir skráningu frá 6. ágúst).
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng
Á forsíðu skráningakerfisins er smellt á Mót í valmynd. Áframhaldið rekur sig sjálft, gætið þess bara að fylla í alla stjörnumerkta reiti (einnig félagsaðild þó sjálfgefið félag komi fram), fara svo í Vörukörfu að skráningu lokinni og að klára þar öll skref í ferlinu.
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar
koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur
merkt við að greiðsla hafi borist.
Skráningargjald er kr. 2.500 í allar greinar, nema barnaflokk þar er gjaldið 1.500 kr. Síðasti
dagur skráninga er miðvikudagurinn 13. ágúst á miðnætti og það sama gildir um greiðslu
skráningagjalda. Netfang faximot@gmail.com fyrir skráningargjöldin
Ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir varðandi skráningu þá getið þið haft samband við:
Kristján Gíslason kristgis@simnet.is simi: 898-4569
Mótanefnd Faxa
24.07.2014 00:24
Karla og kvennareið
13.07.2014 14:23
Niðurstöðurnar frá Hestaþinginu
A FLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Aðildafélag eiganda | Einkunn | |
1 | Atlas frá Lýsuhóli | Lárus Ástmar Hannesson | Snæfellingur | 8,43 | |
2 | Sörli frá Lundi | Guðlaugur Antonsson | Faxi | 8,31 | |
3 | Haki frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Snæfellingur | 8,29 | |
4 | Sprettur frá Brimilsvöllum | Gunnar Tryggvason | Snæfellingur | 8,21 | |
5 | Urð frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Adam | 8,19 | |
6 | Skeggi frá Munaðarnesi | Guðni Halldórsson | Skuggi | 8,07 | |
7 | Maron frá Lundi | Guðlaugur Antonsson | Faxi | 8,01 | |
8 | Sunna frá Grundarfirði | Ólafur Tryggvason | Snæfellingur | 7,97 | |
9 | Lomber frá Borgarnesi | Axel Ásbergsson | Skuggi | 7,89 | |
10 | Hugi frá Hafnarfirði | Gyða Helgadóttir | Fákur | 7,42 | |
41955 | Sól frá Reykhólum | Lárus Ástmar Hannesson | Snæfellingur | 0,00 | |
41955 | Ábóti frá Söðulsholti | Halldór Sigurkarlsson | Snæfellingur | 0,00 | |
A úrslit | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Aðildafélag eiganda | Einkunn | |
1 | Atlas frá Lýsuhóli | Lárus Ástmar Hannesson | Snæfellingur | 8,69 | |
2 | Haki frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Snæfellingur | 8,60 | |
3 | Sprettur frá Brimilsvöllum | Gunnar Tryggvason | Snæfellingur | 8,54 | |
4 | Sörli frá Lundi | Guðlaugur Antonsson | Faxi | 8,41 | |
5 | Urð frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Adam | 8,35 | |
B FLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Aðildafélag eiganda | Einkunn | |
1 | Hrynur frá Hrísdal | Siguroddur Pétursson | Snæfellingur | 8,83 | |
2 | Hrafnkatla frá Snartartungu | Halldór Sigurkarlsson | Skuggi | 8,27 | |
3 | Fjöður frá Ólafsvík | Iðunn Svansdóttir | Snæfellingur | 8,18 | |
4 | Stormur frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Snæfellingur | 8,17 | |
5 | Stássa frá Naustum | Illugi Pálsson | Snæfellingur | 8,16 | |
6 | Sproti frá Hjarðarholti | Axel Ásbergsson | Skuggi | 8,08 | |
7 | Þokka frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Snæfellingur | 8,05 | |
8 | Roðaspá frá Langholti | Guðni Halldórsson | Skuggi | 7,93 | |
9 | Þór frá Saurbæ | Gísli Pálsson | Snæfellingur | 7,86 | |
10 | Kári frá Brimilsvöllum | Veronika Osterhammer | Snæfellingur | 7,79 | |
11 | Spurning frá Lágmúla | Gísli Pálsson | Snæfellingur | 7,52 | |
12 | Týr frá Brúnastöðum 2 | Iðunn Svansdóttir | Snæfellingur | 0,00 | |
A úrslit | |||||
Sæti | Hross | Knapi | Aðildafélag eiganda | Einkunn | |
1 | Hrynur frá Hrísdal | Siguroddur Pétursson | Snæfellingur | 9,06 | |
2 | Hrafnkatla frá Snartartungu | Halldór Sigurkarlsson | Skuggi | 8,57 | |
3 | Fjöður frá Ólafsvík | Iðunn Svansdóttir | Snæfellingur | 8,42 | |
4 | Stássa frá Naustum | Illugi Pálsson | Snæfellingur | 8,42 | |
5 | Stormur frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Snæfellingur | 8,37 | |
UNGMENNAFLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Hnokki frá Reykhólum | Snæfellingur | 8,37 | |
2 | Maiju Maaria Varis | Gára frá Snjallsteinshöfða 1 | Snæfellingur | 8,11 | |
3 | Sigrún Rós Helgadóttir | Kaldi frá Hofi I | Skuggi | 7,91 | |
4 | Axel Ásbergsson | Hljómur frá Borgarnesi | Skuggi | 7,70 | |
A úrslit | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Hrefna Rós Lárusdóttir | Hnokki frá Reykhólum | Snæfellingur | 8,49 | |
2 | Maiju Maaria Varis | Gára frá Snjallsteinshöfða 1 | Snæfellingur | 8,34 | |
3 | Sigrún Rós Helgadóttir | Kaldi frá Hofi I | Skuggi | 8,26 | |
4 | Axel Ásbergsson | Hljómur frá Borgarnesi | Skuggi | 7,84 | |
UNGLINGAFLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Reykur frá Brennistöðum | Snæfellingur | 8,36 | |
2 | Inga Dís Víkingsdóttir | Sindri frá Keldudal | Snæfellingur | 8,20 | |
3 | Róbert Vikar Víkingsson | Kórína frá Akureyri | Snæfellingur | 8,13 | |
4 | Róbert Vikar Víkingsson | Mosi frá Kílhrauni | Snæfellingur | 8,03 | |
5 | Harpa Lilja Ólafsdóttir | Hrókur frá Grundarfirði | Snæfellingur | 7,83 | |
6 | Inga Dís Víkingsdóttir | Kolbrá frá Söðulsholti | Snæfellingur | 7,78 | |
7 | Gyða Helgadóttir | Steinn frá Mið-Fossum | Skuggi | 7,71 | |
8 | Fanney O. Gunnarsdóttir | Fífa frá Brimilsvöllum | Snæfellingur | 7,68 | |
9 | Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir | Frosti frá Hofsstöðum | Snæfellingur | 7,54 | |
A úrslit | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Reykur frá Brennistöðum | Snæfellingur | 8,58 | |
2 | Róbert Vikar Víkingsson | Mosi frá Kílhrauni | Snæfellingur | 8,43 | |
3 | Inga Dís Víkingsdóttir | Sindri frá Keldudal | Snæfellingur | 8,36 | |
4 | Gyða Helgadóttir | Steinn frá Mið-Fossum | Skuggi | 8,08 | |
5 | Harpa Lilja Ólafsdóttir | Hrókur frá Grundarfirði | Snæfellingur | 8,07 | |
BARNAFLOKKUR | |||||
Forkeppni | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Tinna Guðrún Alexandersdóttir | Garpur frá Ytri-Kóngsbakka | Snæfellingur | 7,86 | |
2 | Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir | Lotning frá Minni-Borg | Snæfellingur | 7,71 | |
3 | Fjóla Rún Sölvadóttir | Bliki frá Dalsmynni | Snæfellingur | 7,63 | |
4 | Benedikt Gunnarsson | Snót frá Brimilsvöllum | Snæfellingur | 7,57 | |
5 | Jason Jens Illugason | Fengur frá Grundarfirði | Snæfellingur | 7,37 | |
A úrslit | |||||
Sæti | Knapi | Hross | Aðildafélag knapa | Einkunn | |
1 | Tinna Guðrún Alexandersdóttir | Garpur frá Ytri-Kóngsbakka | Snæfellingur | 8,42 | |
2 | Benedikt Gunnarsson | Snót frá Brimilsvöllum | Snæfellingur | 8,20 | |
3 | Fjóla Rún Sölvadóttir | Bliki frá Dalsmynni | Snæfellingur | 7,86 | |
4 | Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir | Lotning frá Minni-Borg | Snæfellingur | 7,78 | |
5 | Jason Jens Illugason | Fengur frá Grundarfirði | Snæfellingur |
7,63 |
C flokkur | ||||
Forkeppni | ||||
Knapi | Hestur | Aðildafélag | Einkunn | |
1 | Saga Björk Jónsdóttir | Dimma frá Vesturholtum | Snæfellingur | 8,16 |
2 | Nadine E. Walter | Krummi frá Reykjólum | Snæfellingur | 7,84 |
3 4 | Edda Þorvaldsdóttir | Gram frá Lundum | Faxi | 7,81 |
3 4 | Margrét Sigurðardóttir | Baron frá Þóreyjarnúpi | Snæfellingur | 7,81 |
5 | Inger Helana | Arnljót frá Bergi | Snæfellingur | 7,73 |
6 | Rut Leifsóttir | Móses frá Fremri-Fitjum | Snæfellingur | 7,67 |
Úrslit | ||||
Knapi | Hestur | Aðildafélag | Einkunn | |
1 | Saga Björk Jónsdóttir | Dimma frá Vesturholtum | Snæfellingur | 8,37 |
2 | Nadine E. Walter | Krummi frá Reykjólum | Snæfellingur | 8,28 |
3 | Edda Þorvaldsdóttir | Gram frá Lundum | Faxi | 8,12 |
4 | Margrét Sigurðardóttir | Baron frá Þóreyjarnúpi | Snæfellingur | 8,02 |
5 | Inger Helana | Arnljót frá Bergi | Snæfellingur | 8,01 |
6 | Rut Leifsóttir | Móses frá Fremri-Fitjum | Snæfellingur | 7,80 |