11.07.2014 14:55
Veitingasala
Veitingasala verður á mótinu á morgun. Unglingarnir okkar sem eru að fara til þýskalands í sumar ætla að sjá um veitingasöluna og mun ágóðinn fara í ferðasjóðinn þeirra.
11.07.2014 12:50
Dagsskrá
11.07.2014 12:48
Ráslistinn
Ráslisti | |||||||||||
A flokkur | |||||||||||
Nr | Hönd | Hestur | Knapi | Litur | Aldur | Aðildafélag | |||||
1 | V | Sól frá Reykhólum | Lárus Ástmar Hannesson | Bleikur/álóttur einlitt | 9 | Snæfellingur | |||||
2 | V | Haki frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Rauður/milli- stjörnótt | 7 | Snæfellingur | |||||
3 | V | Sörli frá Lundi | Guðlaugur Antonsson | Jarpur/rauð- einlitt | 10 | Faxi | |||||
4 | V | Sprettur frá Brimilsvöllum | Gunnar Tryggvason | Jarpur/milli- einlitt | 9 | Snæfellingur | |||||
5 | V | Ábóti frá Söðulsholti | Halldór Sigurkarlsson | Rauður/milli- skjótt | 6 | Snæfellingur | |||||
6 | V | Sunna frá Grundarfirði | Ólafur Tryggvason | Bleikur/álóttur stjörnótt | 17 | Snæfellingur | |||||
7 | V | Lomber frá Borgarnesi | Axel Ásbergsson | Brúnn/mó- einlitt | 10 | Skuggi | |||||
8 | V | Skeggi frá Munaðarnesi | Guðni Halldórsson | Brúnn/mó- einlitt | 13 | Skuggi | |||||
9 | V | Hugi frá Hafnarfirði | Gyða Helgadóttir | Grár/óþekktur einlitt | 17 | Fákur | |||||
10 | V | Atlas frá Lýsuhóli | Lárus Ástmar Hannesson | Bleikur/álóttur einlitt | 9 | Snæfellingur | |||||
11 | V | Rót frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Brúnn/mó- einlitt | 5 | Snæfellingur | |||||
12 | V | Maron frá Lundi | Guðlaugur Antonsson | Grár/rauður einlitt | 8 | Faxi | |||||
B flokkur | |||||||||||
Nr | Hönd | Hestur | Knapi | Litur | Aldur | Aðildafélag | |||||
1 | V | Fjöður frá Ólafsvík | Iðunn Svansdóttir | Jarpur/milli- einlitt | 7 | Snæfellingur | |||||
2 | V | Stormur frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Brúnn/dökk/sv. einlitt | 7 | Snæfellingur | |||||
3 | V | Spurning frá Lágmúla | Gísli Pálsson | Rauður/milli- blesótt gló... | 6 | Snæfellingur | |||||
4 | V | Hrafnkatla frá Snartartungu | Halldór Sigurkarlsson | Brúnn/milli- einlitt | 7 | Skuggi | |||||
5 | V | Sproti frá Hjarðarholti | Axel Ásbergsson | Rauður/milli- stjörnótt | 13 | Skuggi | |||||
6 | H | Kári frá Brimilsvöllum | Veronika Osterhammer | Móálóttur,mósóttur/dökk- ... | 10 | Snæfellingur | |||||
7 | V | Stássa frá Naustum | Illugi Pálsson | Jarpur/rauð- skjótt | 7 | Snæfellingur | |||||
8 | V | Hrynur frá Hrísdal | Siguroddur Pétursson | Rauður/milli- einlitt | 7 | Snæfellingur | |||||
9 | V | Roðaspá frá Langholti | Guðni Halldórsson | Rauður/milli- einlitt | 12 | Skuggi | |||||
10 | V | Týr frá Brúnastöðum 2 | Iðunn Svansdóttir | Jarpur/milli- einlitt | 8 | Snæfellingur | |||||
11 | V | Þokka frá Bergi | Jón Bjarni Þorvarðarson | Brúnn/milli- einlitt | 6 | Snæfellingur | |||||
12 | V | Þór frá Saurbæ | Gísli Pálsson | Brúnn/mó- einlitt | 11 | Snæfellingur | |||||
Barnaflokkur | |||||||||||
Nr | Hönd | Knapi | Hestur | Litur | Aldur | Aðildafélag | |||||
1 | V | Benedikt Gunnarsson | Snót frá Brimilsvöllum | Jarpur/milli- einlitt | 21 | Snæfellingur | |||||
2 | V | Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir | Lotning frá Minni-Borg | Rauður/milli- skjótt | 9 | Snæfellingur | |||||
3 | H | Tinna Guðrún Alexandersdóttir | Garpur frá Ytri-Kóngsbakka | Vindóttur/mó einlitt | 9 | Snæfellingur | |||||
4 | V | Jason Jens Illugason | Fengur frá Grundarfirði | Jarpur/milli- einlitt | 20 | Snæfellingur | |||||
5 | V | Fjóla Rún Sölvadóttir | Bliki frá Dalsmynni | Brúnn/milli- skjótt | 15 | Snæfellingur | |||||
Unglingaflokkur | |||||||||||
Nr | Hönd | Knapi | Hestur | Litur | Aldur | Aðildafélag | |||||
1 | V | Inga Dís Víkingsdóttir | Kolbrá frá Söðulsholti | Jarpur/dökk- blesótt | 6 | Snæfellingur | |||||
2 | V | Róbert Vikar Víkingsson | Mosi frá Kílhrauni | Vindóttur/mó einlitt | 14 | Snæfellingur | |||||
3 | V | Harpa Lilja Ólafsdóttir | Hrókur frá Grundarfirði | Brúnn/milli- einlitt | 8 | Snæfellingur | |||||
4 | V | Guðný Margrét Siguroddsdóttir | Reykur frá Brennistöðum | Móálóttur,mósóttur/milli-... | 8 | Snæfellingur | |||||
5 | V | Gyða Helgadóttir | Steinn frá Mið-Fossum | Brúnn/milli- einlitt | 9 | Skuggi | |||||
6 | V | Fanney O. Gunnarsdóttir | Fífa frá Brimilsvöllum | Móálóttur,mósóttur/dökk- ... | 7 | Snæfellingur | |||||
7 | V | Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir | Frosti frá Hofsstöðum | Grár/leirljós skjótt | 9 | Snæfellingur | |||||
8 | V | Inga Dís Víkingsdóttir | Sindri frá Keldudal | Rauður/milli- blesótt | 9 | Snæfellingur | |||||
9 | V | Róbert Vikar Víkingsson | Kórína frá Akureyri | Jarpur/milli- einlitt | 17 | Snæfellingur | |||||
Ungmennaflokkur |
|||||||||||
Nr | Hönd | Knapi | Hestur | Litur | Aldur | Aðildafélag | |||||
1 | V | Axel Ásbergsson | Hljómur frá Borgarnesi | Leirljós/Hvítur/milli- ei... | 8 | Skuggi | |||||
2 | V | Maiju Maaria Varis | Gára frá Snjallsteinshöfða 1 | Rauður/milli- stjörnótt | 12 | Snæfellingur | |||||
3 | V | Hrefna Rós Lárusdóttir | Hnokki frá Reykhólum | Grár/rauður einlitt | 8 | Snæfellingur | |||||
4 | V | Sigrún Rós Helgadóttir | Kaldi frá Hofi I | Rauður/milli- stjörnótt | 7 |
Skuggi |
C- flokkur | Knapi | Hestur | Litur | Aldur | Aðildafélag | |
1 | Saga Björk Jónsdóttir | Dimma frá Vesturholtum | Brúnn | 13 | Snæfellingur | |
2 | Rut Leifsdóttir | Móses frá Fremri-Fitjum | Mósóttur | Snæfellingur | ||
3 | Inger Helena Vig | Arnljót frá Bergi | Brúnn | 14 | Snæfellingur | |
4 | Nadine E. Walter | Krummi frá Reykhólum | Brúnn | Snæfellingur | ||
5 | Margrét Sigurðardóttir | Baron frá Þóreyjarnúpi | Snæfellingur | |||
6 | Edda Þorvaldsdóttir | Gramur frá Lundi | Jarpur | 8 | Faxi |
07.07.2014 16:43
Hestaþing 2014
|
|
Hestaþing Snæfellings
|
Keppt verður í
A- flokki
B –flokki
C- flokki
Ungmennaflokk
Unglingaflokk
skráningagjald er 3000 kr.
Barnaflokk skráningargjaldið 2000 kr.
Pollaflokkur á sínum stað, skráning á staðnum og kostar ekkert.
Skráð í gegnum Sportfeng í A, B, ungmenna, unglinga og barnaflokk.
En í C flokk er skráð hjá Lalla Hannesar í netfangið larusha@simnet.is
Skráningfrestur í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn 9. júlí
C- flokkur
Á hestaþingi Snæfellings verður í fyrsta sinn keppt í C – flokki. C – flokkur er keppnisgrein sem er verið að prufukeyra á þessu keppnisári og verður e.t.v. skráð í lög sem lögleg keppnisgrein fyrir næsta keppnistímabil.
Keppnin er hugsuð fyrir minna vana keppnisknapa og geta fleiri hestgerðir passað til keppninnar.
Forkeppnin er riðin þannig að keppendur hafa tvo hringi þar sem þeir sýna fet, tölt og eða brokk og stökk. Einnig er gefin einkunn fyirr vilja og fegurð í reið.
Keppendur mega nota písk og snúa við einu sinni.
Nánari upplýsingar veitir Lárus í síma 8980548
Nú er um að gera að vera með og taka þátt.
Mótstjórn
23.06.2014 20:25
Þolreið
Skráning johanna@landsmot.is. Frestur er fram á miðvikudaginn í næstu viku (2.júlí).
Þolreiðarkeppnin er frá reiðhöll Sleipnis á Selfossi að þjórsárbrú þar sem skipt er um knapa og hest og þaðan áfram í markið sem er á mótssvæðinu. Hvert lið er með 2 knapa og 2 hesta, annar knapinn ríður fyrri legginn, hinn seinni legginn. Hámarksfjöldi liða er 20, eða 40 knapar og hestar. Hvor leggur er innan við 20 km. Mæting er kl. 11.00 við reiðhöll Sleipnis þar sem fer fram dýralæknaskoðun áður en lagt er af stað. Þegar búið er að skoða alla hesta, skrá knapa og merkja verður ræst út með 30 sekúndna millibili. Knapar sem ríða seinni áfangann fara með hesta að Þjórsárbrú og bíða þar. Það má reikna með að hver leggur sé tæp klukkutíma reið.
Verðlaun verða veitt fyrir 3 efstu sætin og eru þau veglegir eignarbikarar. Það lið sem lendir í efsta sæti fær að auki 2 flugfarmiða á heimsmeistaramótið í Herning á næsta ári.
23.06.2014 20:16
Æfingatímar fyrir landsmót
Á landsmot.is vefinn eru nú komnar upplýsingar um æfingatíma félaganna frá fimmtudegi til sunnudags: http://www.landsmot.is/is/moya/page/aefingatimar_1
Þar er einnig skjal sem sækja má og prenta út.
11.06.2014 00:35
Tölt T1
Ákveðið hefur verið að bjóða upp tölt T1 á úrtökumótinu í Borgarnesi næsta laugardag, 14.júní.
04.06.2014 23:53
Úrtaka fyrir Landsmótið
Úrtaka fyrir landsmót verður haldin sameiginlega fyrir hestamannafélögin Dreyra, Faxa, Glað, Skugga og Snæfelling, laugardaginn 14. júní, næstkomandi, á félagssvæði Skugga, við Vindás í Borgarnesi. Mótið hefst kl. 10:00.
Skráning fer fram með skráningakerfinu á Sportfeng, slóðin inn á skráningakerfið er: http://skraning.sportfengur.com/. Þar er fyrst valið Mót í valmynd og á skráningasíðunni þar sem stendur Veldu hestamannafélag sem heldur mót er valið Glaður. Svo er fyllt í upplýsingar um knapa og hest og þar sem velja á atburð er valið: Úrtökumót hestamannafélaganna á Vesturlandi 2014 – IS2014GLA091. Næst er að velja keppnisgrein og svo smella á Setja í körfu. Að því loknu þarf að fara inn íVörukörfuna og klára allt ferlið þar, í lokin fást þá upplýsingar um bankareikning sem greiðsla þarf að berast inn á. Það er mikilvægt að klára allt ferlið!
Skráningar þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 11. júní næstkomandi og skráningagjöld þarf að greiða innan sama tímafrests.
Skráningargjöld eru: kr. 4.000,- á hvern hest, fyrir skráningu í flokkum fullorðinna, ungmenna og unglinga. Skráningargjöld eru: kr. 1.000,- fyrir barnaflokk.
Keppt verður í eftiröldum greinum:
A flokki gæðinga – B flokki gæðinga – Barnaflokki – Unglingaflokki – Ungmennaflokki.
Unnt verður að leigja stíur fyrir keppnishesta í reiðhöllinni Faxaborg, samdægurs eða kvöldið áður og er leigugjald pr. hest kr. 2.000.-. Pantanir á stíum hjá Ingvari, í síma: 843 9156, eða á netfanginu: johannaerla74@gmail.com.
Áætlað er að halda knapafund með mótstjórn, kl. 09:00 um morguninn.
Völlurinn verður opinn til æfinga dagana fyrir mót í samráði við vallarnefnd Skugga, en ekki verður unnt að æfa eftir kl. 18:00, kvöldið fyrir mótsdag.
Nánari upplýsingar um mótið gefa mótstjórar; Ásdís Sigurðardóttir, í síma: 845 8828 og Stefán Ármannsson, í síma: 897 5194.
Hestamannafélögin á Vesturlandi
29.05.2014 12:04
Hestar óskast
????????Reykjavík maí 2014
Ágæti hesteigandi,
Nú í sumar mun Æskulýðsnefnd Landssambands hestamannafélaga í samstarfi við FEIF alþjóðasamtök íslenska hestsins, halda hér á landi æskulýðsmót fyrir unglinga á aldrinum 14 - 17 ára. Mótið er haldið að Hólum í Hjaltadal dagana 11. – 20. júlí næstkomandi. Mótið sækja unglingar frá öllum aðildarlöndum FEIF og er haldið annað hvert ár í einhverju aðildarlandanna. Alls hafa 78 unglingar þátttökurétt og keppa þau sem koma erlendis frá á lánshestum.
Fyrstu tvo dagana eru keppendur að kynnast hestunum, síðan njóta þau tilsagnar þekktra þjálfara í þrjá daga, þá er farið í dagsferð um Skagafjörðinn og síðustu þrjá dagana keppa þau á hestunum, bæði í einstaklings og liðakeppni.
Okkur í æskulýðsnefndinni er mjög í mun að mótið takist sem allra best og höfum lagt vinnu í það að fá til liðs við okkur þekkta einstaklinga úr hestaheiminum til að þjálfa keppendur.
Með þessu bréfi viljum við athuga hvort þú búir svo vel að geta lánað/leigt okkur hest til að hafa á mótinu fyrir erlendu gestina okkar. Þátttakendurnir greiða að hámarki 150 € í leigu fyrir hestinn.
Hesturinn þarf að vera heilbrigður, örmerktur og skráður í Worldfeng. Þeir hestar sem henta í verkefnið þurfa að vera hreingengir, hlýðnir og tiltölulega auðveldir. Keppt er í hringvallagreinum, tölti, fjór- og fimmgangi ásamt skeiði, þrautabraut, víðavangshlaupi, fimi og fánakappreið. Hestarnir þurfa ekki að vera hágengir en að sjálfsögðu hjálpar það.
Þeir hesteigendur sem hafa hesta í verkefnið eru beðnir að senda upplýsingar á netfangið lh@lhhestar.is með smá lýsingu á hestinum og ISnúmer hans fyrir 30. maí nk. Við munum svo hafa samband með frekari upplýsingum.
Einnig er hægt að hafa samband við nefndarmenn æskulýðsnefndar LH en nöfn þeirra eru á heimasíðu LH www.lhhestar.is undir Æskan.
Með von um jákvæð viðbrögð.
Virðingarfyllst,
f.h æskulýðsnefndar LH
Helga B. Helgadóttir
formaður
14.05.2014 07:49
Áskrift að Worldfeng
Nýtt áskriftarár tekur gildi um mánaðarmótin n.k. Nýtt áskriftarár félagsmanna er frá 1. júní 2014 til 31. maí 2015.
Félagsmenn eru hvattir til að greiða félagsgjöldin til að halda áskriftinni, eftir 1. júní verður lokað á þá sem eiga eftir að greiða.
28.04.2014 21:28
Aðalfundur Hrossvest
Aðalfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands
Verður haldinn 07. maí 2014 n.k. kl. 20.30 í Hótel Borgarnesi.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins verður Jens Einarsson sem mun fjalla um Ræktunartakmark ríkisins.
Stjórnin.
28.04.2014 10:15
Sýnikennsla hjá Herði
FT-Suður stendur fyrir skemmtilegri og léttri sýnikennslu á miðvikudaginn 30. apríl næstkomandi hjá Herði í Mosfellsbæ.
Félagið langar að bjóða öllum börnum og unglingum í æskulýðsdeildum hestamannafélaga á sýnunguna.
Þrír útskrifaðir reiðkennarar frá Háskólanum á Hólum munu sýna leiðina að mýkt og léttleika, þær Christina Mai, Sina Scholz og Sjöfn Sæmundsdóttir.
Frábært tækifæri fyrir yngri kynslóðina að eiga góða stund saman!:)
Sýnikennslan hefst klukkan 19.30 og verður kaffisala á staðnum.
Kær kveðja,
FT-Suður
27.04.2014 15:43
Íþróttamót Glaðs
Opið íþróttamót
Mótið verður fimmtudaginn 1. maí
og hefst stundvíslega klukkan 10:00
Dagskrá:
Forkeppni:
Fjórgangur V2 - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur F2 - opinn flokkur
Tölt T7 - barnaflokkur
Tölt T3 - unglingaflokkur, ungmennaflokkur og opinn flokkur
Pollaflokkur í reiðhöllinni - (9 ára og yngri), frjáls aðferð
Úrslit:
Fjórgangur - opinn flokkur, barnafl., unglingafl. og ungmennafl.
Fimmgangur - opinn flokkur
Tölt - barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl. og opinn flokkur
100m skeið
Skráningar:
Þið farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com og smellið á SKRÁNINGAKERFI vinstra megin á síðunni (fyrir neðan Login hnappinn, athugið að ekki á að logga sig inn á SportFeng). Tengill á SportFeng er líka á heimasíðu Glaðs, undir Ýmsir tenglar hægra megin á forsíðu. Á forsíðu skráningakerfisins smellið þið á Skráning í valmynd og síðan á flipann Mót, áframhaldið rekur sig sjálft. Munið að fylla í öll atriði og að fara í vörukörfu í lokin til að fá upplýsingar um greiðslu skráningagjalda.
Ekki er hægt að skrá í pollaflokkinn inn á sportfeng, sendið tölvupóst á Þórð eða Svölu. Ekkert skráningargjald er í pollaflokk og allir fá viðurkenningu.
Ef einhver lendir í vandræðum með þetta er sjálfsagt að hafa samband við:
Svölu í 861 4466 eða budardalur@simnet.is
Þórð í 893 1125 eða thoing@centrum.is
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist!
Gjaldið er kr. 1.500 á skráningu. Síðasti dagur skráninga er þriðjudagurinn 29. apríl og það sama gildir um greiðslu skráningagjalda.
Hvetjum alla til að koma og fylgjast með skemmtilegri keppni!
Mótanefnd Glaðs