18.03.2023 12:50

Stórsýning Fáks

Stórsýning Fáks og dagur reiðmennskunnar verður laugardaginn 25. mars. Í tilefni á því höfum við ákveðið að fara saman með rútu. Það er ekki alveg komið tímaplan á sýninguna en við þurfum kannski að reikna með að vera komin kl 11 og leggja af stað heim um eða eftir miðnætti. Nánara tímaplan þegar það er klárt hjá þeim í Fáki.

Hver og einn sér um að kaupa sér miða inná Tix.is á sjálfa sýninguna

Ferðina í rútuna kostar 4000. kr á mann. Pantanir í rútuna er hægt að senda á mig,  í tölvupósti. hmfsnaefellingur@gmail.com

 

https://fakur.is/dagur-reidmennskunnar-og-storsyning-faks-25-mars-2023/

 

14.03.2023 21:18

Stórsýning Fáks

Stórsýning Fáksn og dagur reiðmennskunnar verður laugardaginn 25. mars. Í tilefni á því höfum við ákveðið að fara saman með rútu. Það er ekki alveg komið tímaplan á sýninguna en við þurfum kannski að reikna með að vera komin kl 11 og leggja af stað heim um eða eftir miðnætti. Nánara tímaplan þegar það er klárt hjá þeim í Fáki.

Hver og einn sér um að kaupa sér miða inná Tix.is á sjálfa sýninguna

Ferðina í rútuna kostar 4000. kr á mann. Pantanir í rútuna er hægt að senda á  hmfsnaefellingur@gmail.com

Rútan er 50 manna og þá gildir bara að þeir sem panta fyrst fá fyrst sæti.

https://fakur.is/dagur-reidmennskunnar-og-storsyning.../

24.02.2023 18:10

Grímutölt

Hesteigendafélag Stykkishólms 

Kynnir

GRÍMUTÖLT 2023

 

 

 

 

Sunnudaginn 5. mars næstkomandi verður haldin keppni í grímutölti í reiðskemmunni í Stykkishólmi. Verðlaun verða einnig veitt fyrir flottasta búninginn.

 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum: 

  • Pollaflokki- frjáls aðferð teymt eða sjálf
  • 10 - 13 ára T7 (Hægt tölt svo snúið við, frjáls ferð á tölti)
  • 14 - 17 ára T7 (Hægt tölt svo snúið við, frjáls ferð á tölti)
  • Minna vanir T7 (Hægt tölt svo snúið við, frjáls ferð á tölti)
  • Meira vanir T3 (hægt tölt svo snúð við, hraðabreytingar á tölti og greitt tölt)

 

 

5 efstu keppa til úrslita í hverjum styrkleikaflokki

 

 

Skráning fer fram á harpaskarpa82@gmail.com, skráningargjald 1.000 kr. fyrir minna og meira vana en 500 kr. fyrir 10-17 ára sem greiðist á staðnum. 

 

Koma þarf fram við skráningu nafn á knapa, hesti og upp á hvora hönd er riðið. Gott að fá líka skráninguna í pollaflokkinn. Skráningafrestur er til klukkan 22.00 laugadaginn 4. Mars 2023

 

Mótið hefst kl. 14:30 með Pollaflokkinn og svo keyrt áfram í þeirri röð sem auglýst er. 

 

Hvetjum alla til að mæta og eiga skemmtilega dag með okkur í Hólminum!

30.01.2023 19:18

Fyrirlestur

Fyrirlestur um hófhirðu og járningar

Gunnar Halldórsson járningameistari verður með fyrirlestur um hófhirðu og járningar.

Fákaseli Grundarfirði, miðvikudaginn 1. Febrúar kl.20

Frítt inn og kaffi í boði.

Stjórnin

26.11.2022 11:34

Uppskeruhátíð Hestamannafélagsins Snæfellings 2022 fór fram í samkomuhúsi Grundarfjarðar í gærkvöldi.  Frábær mæting félaga var á viðburðinn og voru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. 

 

Hefð er fyrir því að veita knöpum í barna, unglinga og ungmennaflokki í félaginu hvatningarverðlaun fyrir þátttöku í mótum á afstöðnu tímabili.

 

Hér er mynd af knöpum sem hlutu viðurkenningu í barnaflokki árið 2022 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Ari Osterhammer Gunnarsson, Haukur Orri Bergmann Heiðarsson og Sól Jónsdóttir.


 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í unglingaflokki árið 2022 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins. 

Guðný Kristín Clausen, (Hildur tók á móti viðurkenningu fyrir hana) Gísli Sigurbjörnsson, Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir,( Haukur Orri tók á móti viðurkenningu fyrir hana) Hera Guðrún Ragnarsdóttir, Signý Ósk Sævarsdóttir, Valdís María Eggertsdóttir (Nadine og Sigríður tóku á móti viðurkenningum fyrir Heru,Signýju og Valdísi)

 

 

Knapar sem hlutu viðurkenningu í ungmennaflokki  árið 2022 ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins 

Gróa Hinriksdóttir og Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir.


 

Veitt voru verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu í barna og unglinga en það voru þau Haukur Orri Bergmann Heiðarsson sem hlaut þau verðlaun í barnaflokki og Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir sem hlaut þau verðlaun í unglingaflokki.

Hér er mynd af  Hauki Orra  ásamt Herborgu Sigríði formanni félagsins en Haukur Orri tók einnig á móti verðlaunum Hörpu Daggar sem gat ekki verið viðstödd.


 

 

Knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Snæfelling árið 2022 er Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir. 

 

 

Frábær árangur hjá Hörpu Dögg í unglingaflokki á árinu. Hefur hún tekið þátt í fjölda móta og staðið sig mjög vel og verið glæsilegur fulltrúi Snæfellings innan vallar sem utan. 

Hér tekur Haukur Orri á móti verðlaunum fyrir hönd hörpu Daggar.

 



 

Veittar voru viðurkenningar fyrir fyrir efstu hryssu og efsta stóðhest í hverjum flokki 

 

Efsta 5 v hryssa er Stöð frá Bergi - aðaleinkunn  8,19 - Ræktendur og eigendur eru Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson.

 

Efsta  6 v hryssa er Þerna frá Hallkelsstaðahlíð  - aðaleinkunn 8,23 - Ræktandi og eigandi er Guðmundur Margeir Skúlason

 

Efsta 7 v hryssa er Sandvík frá Bergi   - aðaleinkunn 8,34 -Ræktandi og eigandi er Jón Bjarni Þorvarðarson

 

  

Efsti 4v stóðhestur er Höfði frá Bergi - aðaleinkunn 8,18 - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

 

Efsti 5 v stóðhestur er Hrollur frá Bergi  - aðaleinkunn 8,23 - Ræktendur og eigendur eru Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson.

 

Efsti  6v stóðhestur er Hlýri frá Bergi  - aðaleinkunn 8,06  - Ræktandi og eigandi er Anna Dóra Markúsdóttir

 

Efsti 7v stóðhestur er Gljátoppur frá Miðhrauni - aðaleinkunn 8,50 - Ræktandi er Ólafur Ólafsson og eigendur eru Máni Hilmarsson og VM Islandshästar AB


 



Ræktunarbú ársins 2022.

 

Anna Dóra Markúsdóttir og Jón Bjarni Þorvarðarson á Bergi fengu viðurkenningu fyrir ræktunarbú ársins. Frá þeim voru sýnd fjöldi kynbótahrossa með góðum árangri. Hér má sjá þær þau Önnu Dóru og Jón Bjarna ásamt dætrum sínum Sögu  og Sól taka við viðurkenningunni frá Herborgu Sigríði formanni félagsins.

 

 

Þotuskjöldurinn

 

Þotuskjöldurinn er afhentur þeim félagsmanni sem skarað hefur fram úr á sviði ræktunar, reiðmennsku eða félagsmála. Skjöldurinn er viðurkenning sem Leifur Kr. Jóhannesson fyrrverandi ráðunautur, ræktandi og einn af stofnendum Snæfellings, gaf félaginu til minningar um heiðursverðlauna hryssu sína Þotu frá Innra-Leiti

Sæmundur Kristjánsson hlýtur skjöldinn að þessu sinni . 

Sæmundur hefur komið að mörgum þáttum starfsins hjá okkur í Snæfellingi. Hann var 4 ár gjaldkeri félagsins og umsjónarmaður Hólslands á þeim tíma og byggði m.a. upp réttina þar.

 

Hann kom að uppbyggingu Kaldármela með mörgum öflugum félögum t.d. Óla í Ólafsvík, Ragnari í Hlíð og Högna Bæringssyni. Svo vitnað sé í orð viðkomandi: ,,Samstarfið við þessa félaga mína og marga fleiri hafa skilið eftir minningar sem eru dýrmætar.´´

 

Þotuskjaldarhafinn 2022 hefur skilið eftir sig talsvert stór spor á svæðinu í ræktunarlegu tilliti þó með óbeinum hætti. Hann flutti á svæðið stóðhestinn Huga frá Höfða, ól hann upp og tamdi. Hann lánaði klárinn að Naustum til notkunar og þar varð til m.a. ræktunarhryssan Hrísla frá Naustum sem hefur skilað mörgum afreksgripum.

 

Hin seinni ár hefur hann verið okkur hestamönnum haukur í horni með að merkja reiðleiðir í þjóðgarðinum á Snæfellsnesi, tala okkar máli og staðið vörð um að hestamenn hafi sem frjálsastan aðgeng að reiðleiðum í þjóðgarði Snæfellsness auk þess að hafa lóðsað hestamenn í gegn um þjóðgarðinn um árabil.

 

Stjórn vill þakka félagsmönnum fyrir skemmtilega samveru og velunnurum félagsins fyrir þeirra framlög. Sérstakar þakkri fær hún Margrét Sigurðardóttir sem gaf okkur verðlaunin sem veitt voru á uppskeruhátíðinni.

 

14.11.2022 19:07

Uppskeruhátíð Snæfellings 2022

 

 

 

 

 

 

Uppskeruhátíð 

 Snæfellings

2022

 

Föstudaginn 25. nóvember

  Samkomuhúsi Grundarfjarðar

 

Húsið opnar kl 19.30

 Maturinn kosta 3.500 kr á manninn

1.500 kr fyrir 16 ára og yngri

 

 Veitt verða verðlaun fyrir góðan árangur á árinu. 

 

    Ræktunarbú ársins

       Viðurkenningar til knapa

  Knapi ársins

Knapi ársins flokkana

    Þotuskjöldurinn afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu.

 Miðaverð aðeins 1.500 kr.

 

  Látið vita með þátttöku í síðasta lagi miðvikudaginn 23. nóvember 

 netfangið  nadinew@simnet.is eða  í síma 862 3570 Nadine

 

 

Allir velkomnir

19.08.2022 11:02

Eyraroddareiðin 2022

Eyraroddareiðin þann 27.ágúst næstkomandi

Þá liggur fyrir nokkuð klár áætlun fyrir Eyrarsveitarreiðina. Aðsetur okkar verður á Þórdísarstöðum.

Dagskráin verður með hefðbundnu sniði. Tímasetningar verða auglýstar síðar.

Við hvetjum alla sem ætla að koma að muna eftir að skrá sig svo hægt verði, vegna innkaupa, að áætla nógu tímanlega magntölur. Skráning fer fram hjá Óla Tryggva í netfangið olafur@fsn.is þá er jafnframt gert ráð fyrir að greitt verði fyrir þátttökuna sem staðfestingu á skráningu með því að leggja inná reikninginn 0191-26-850 kt. 120365-3049. Síðasti dagur skráningar er miðvikudagurinn 24. ágúst.

Verðið er 5000 kr. En 2.500 fyrir 15 ára og yngri. Innifalið í verðinu eru léttar veitingar á Þórdísarstöðum fyrir þá sem koma ríðandi á föstudeginum. Snarl í reiðtúrnum á laugardeginum og grillveisla um kvöldið. Allir velkomnir í grillið þó ekki sé farið í reiðtúrinn. Einungis verður um eitt verð að ræða.

Beitargjald er frítt fyrir þá sem taka þátt í reiðinni en kr. 3000 fyrir þá sem mögulega koma ríðandi en taka ekki þátt í laugardeginum.

Nú er um að gera að mæta, njóta hesta og samvista við hestamenn í fallegu umhverfi.

Gott í bili

Undirbúningsnefndina skipa: Hallur Pálsson formaður, Heiðar Bjarnason, Ólafur Tryggvason og Lárus Ástmar Hannesson.

23.05.2022 10:27

Hestaþing Snæfellings 2022

Opið Gæðingamót Snæfellings í Stykkishólmi laugardaginn 28. maí

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka.

A - flokkur

B - flokkur

B - flokkur 2. flokkur

B - flokkur Ungmennaflokkur

Unglingaflokkur

Barnaflokkur

Pollaflokkur

100 m skeið

Skráningfrestur í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn 25. maí nema í pollaflokk þá skráningu má senda á netfangið herborgsig@gmail.com

Sportfengur.com

Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist

Gjaldið er 4000 kr. á skráningu en í Barnaflokk, ungling og ungmenna er 2000 kr. Ekkert í pollaflokk.

Lagt inná reikning 191-26-00876 kennitala 4409922189 og senda kvittun á olafur@fsn.is

 

02.05.2022 10:45

Niðurstöður frá opnu íþróttamóti Snæfellings 

 

??????Opið íþróttamót Snæfellings fór fram sunnudaginn 1. maí í Grundarfirði. Mótið gekk vel í alla staði, þátttaka var ágæt og keppendur að vanda til fyrirmyndar. Þökkum öllum þeim sem komu að mótinu keppendum, sjálfboðaliðum og dómurum.

 IS20

Öll úrslit má sjá hér fyrir neðan

22SNF109-Allt_motid Snæfellingur

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina- 2.flokkur

Nadine E. Walter og Valur frá Syðra – Kolugili

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina –1. flokkur

Lárus Á. Hannesson og Hergill frá Þjóðólfshaga 1

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina – ungmennaflokkur

Hjördís Helma Jörgensdóttir og Hrafn frá Þúfu í Kjós

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina –unglingaflokkur

Harpa Dögg Heiðarsdóttir og Þytur frá Stykkishólmi

 

Samanlagður sigurvegari fjórgangsgreina – barnaflokkur

Ari Osterhammer Gunnarsson og Bára frá Brimilsvöllum

 

Samanlagður sigurvegari fimmgangsgreina

Hrefna Rós Lárusdóttir og  Dama frá Kóngsbakka

Stigahæsti knapi mótsins

Lárus Ástmar Hannesson

30.03.2022 21:54

 

 

 

 

 

Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
 verður haldinn mánudaginn 11. apríl 2022 kl. 20
Fákaseli Grundarfirði

 

 

1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á LH þing og H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál

25.02.2022 16:38

 
 

Fjórgangur Eðalfisks fór fram í Vesturlandsdeildinni í gær

 

Í gær, fimmtudaginn 24. febrúar, fór fram fyrsta mótið  í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum. Sigurvegari kvöldsins var Snæfellingurinn Siguroddur Pétursson á henni Eyju frá Hrísdal með einkunnina 7,167. Einnig áttum við fulltrúa í B- úrslitum en það var hún Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir á honum Þyt frá Stykkishólmi og enduðu þau í 8. - 9. sæti með einkunnina 6,567.

 

Siguroddur Pétursson og Eyja frá Hrísdal, sigurvegarar kvöldsins

 

Efsta lið eftir fyrsta mótið er Söðulsholt og fengu þau afhentan glæsilegan verðlaunagrip sem Snæfellingurinn Margrét Sigurðardóttir gaf Vesturlandsdeildinni auk þess sem að Margrét gaf líka  gripinn sem veittur var í fyrstu verðlaun.

 

Lið Söðulsholts - Inga Dís- liðsstjóri, Einar, Friðdóra, Guðný Margrét og Siguroddur 

 

Glæsilegir gripir eftir hana Margréti Sigurðardóttur

Mótið þótti takast vel og gaman var að geta loksins komið saman og átt ánægulega kvöldstund í Faxaborg.

Gaman er að segja frá því að alls átti Snæfellingur 7 fulltrúa í fjórgangi Vesturlandsdeildarinnar í gær sem keppa undir nafni félagsins en það voru auk Sigurodds og Hörpu Daggar þau Guðmundur Margeir Skúlason, Jón Bjarni Þorvarðarson, Guðný Margrét Siguroddsdóttir, Lárus Ástmar Hannesson og Hrefna Rós Lárusdóttir. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af okkar fulltrúum

 

Harpa Dögg Bergmann og Þytur Frá Stykkishólmi

Guðmundur Margeir Skúlason og Dúr frá Hallkelsstaðahlíð

Jón Bjarni Þorvarðarson og Sátt frá Kúskerpi

Guðný Margrét Siguroddsdóttir og Reykur frá Brennistöðum

Lárus Ástmar Hannesson og Hergill frá Þjóðólfshaga 1

Hrefna Rós Lárusdóttir og Stormur frá Stíghúsi

 

 

 

 

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 332162
Samtals gestir: 46320
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:09:47

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar