17.02.2014 22:51
Reiðnámskeið í Söðulsholti
Ef næg þátttaka næst ætlar Sölvi Sigurðsson að koma og vera reiðnámskeið hjá okkur 22 og 23 febrúar
Ef folk hefur hefur áhuga þá endilega hafa samband við okkur í sodulsholt@sodulsholt.is eða í síma 8610175/8995625
Verð aðeins 18.000 fyrir helgina, kennt í einkatímum.
09.02.2014 23:54
Folaldasýning í Söðulsholti
05.01.2014 00:35
Námskeið í Söðulsholti.
Hvernig væri nú að byrja nýtt ár á því að skella sér á námskeið!!!!!
Sölvi Sigurðsson verður með reiðnámskeið hjá okkur í
Söðulsholti helgina 11-12 jan, frábær kennari, kennt í einkatímum, hesthúspláss
fyrir hrossin yfir helgina. Laugardaginn 18 januar ætlar svo íslandsmeistarinn
í járningum, Gunnar Halldórsson að vera með járningarnámskeið hjá okkur.
nánari upplýsingar 8995625/8610175. sodulsholt@sodulsholt.is
03.12.2013 21:31
Afmæli
Verðlaunahafar og aðrir sem hlutu viðurkenningu til hamingju með flottan árangur á árinu
![]() Tinna Guðrún Alexandersdóttir, Róbert Vikar Víkingsson, Inga Dóra Sigurbjörnsdóttir og Inga Dís Víkingsdóttir
á myndina vantar Valdimar Hannes Lárusson
|
||||||||||||||||
Unglingaflokkur
á mynda vantar Borghildi Gunnarsdóttir og Önnu Soffíu Lárusdóttir
Ungmennaflokkur
Ræktunarverðlaun Hryssur
4 vetra, Harpa frá Hrísdal, aðaleinkunn 7.93 Ræktandi Hrísdalshestar sf.
5 vetra, Rigning frá Bergi, aðaleinkunn 7.90 Ræktandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra, Mátthildur frá Grundarfirði, aðaleinkunn 8,15 Ræktandi Bárður Rafnsson
7 vetra, Athöfn frá Stykkishólmi, aðaleinkunn 8.22 Ræktandi Lárus Hannesson
Íþróttaknapi
Siguroddur Pétursson
Ræktunarbú
Hrísdalur
Gullmerki Ísí
Þetta var ánægjuleg kvölstund og takk kærlega fyrir komuna. |
17.11.2013 21:45
50 ára afmæli
Snæfellingur 50 ára
2. desember 2013
Í tilefni af því að verður boðið í afmæliskaffi
mánudaginn 2. desember kl. 20
Vegamótum, Eyja-og Miklaholtshreppi
Megið senda okkur línu eða bara hringt í okkur fyrir 1. des.
17.11.2013 21:39
Bingó
09.11.2013 00:08
Folaldasýning
09.11.2013 00:02
Haustfundur Hrossvest
Haustfundur Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn sunnudaginn 17. nóvember 2013 á Hótelinu í Borgarnesi. Fundurinn hefst kl. 14. Á fundinum verða verðlaunuð efstu kynbótahross í hverjum flokki auk þess sem kynbótabú Vesturlands verður verðlaunað. Í þriðja sinn verða nú veittar heiðursviðurkenningar.
Gestir fundarins verða þau Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ en hann mun fara yfir hrossaræktina á árinu og Kristbjörg Eyvindsdóttir, hrossaræktandi sem mun fara yfir næstu skref í hrossaræktinni.
Hrossaræktendur, og aðrir þeir sem láta sig málin varða, hjartanlega velkomnir.
13.10.2013 22:36
Viðburðir framundan hjá félaginu
Bingó hjá Æskulýðsnefndinni í Fákaseli, þriðjudaginn 29. október kl. 17
Folaldasýning í Snæfellingshöllinni, sunnudaginn 17. nóvember kl 13
Sameiginleg skemmtun hestamanna á Vesturlandi, laugardaginn 30. nóvember á Hótel Stykkishólmi
Afmælisdagur Snæfellings verður haldinn hátíðlegur á Vegamótum 2. desember en þann dag á félagið 50 ára afmæli og þar var stofnfundurinn haldinn
10.10.2013 00:01
Bingó
Bingó
verður haldið þriðjudaginn 29.október
frá kl. 17:00 til 19:00 í Fákaseli í Grundarfirði.
Bingóspjaldið kostar 500,- kr. Fjöldi vinninga í boði og pízzur á eftir.
Einnig verður stutt fræðsluerindi tengt vetraþjálfun hesta í upphafi bingókvöldsins.
Öll börn og unglingar sem hafa áhuga á hestum eru hjartanlega velkomnir.
Sjáumst hress, mætum öll !
Æskulýðsnefnd Snæfellings