19.01.2013 17:13

Verðskrá í Snæfellingshöllina 2013

Ársaðgangur fyrir einn fullorðinn:

15.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

7.000

 

Ársaðgangur fyrir félagsmenn í Snæfellingi utan Grundarfjarðar :

10.000

 

Ársaðgangur fyrir maka eða ungmenni í sömu fjölskyldu:

5.000

 

Einkatími í eina klukkustund:

2.000

 

Dagsleiga fyrir viðburð:

15.000

 

Dagspassi í opna tíma:

500

 

Mánaðaraðgangur fyrir einn:

5.000

 

50% álag fyrir þá sem ekki eru félagar.

   
     

Þegar keyptur er aðgangur skal leggja inn á reikning 0191-05-71590

   

í Landsbanka kt:580907-0590

Senda þarf tölvupóst á gunnarkris@simnet.is þegar greitt er.

Listi yfir þá sem hafa greitt verður birtur á  http://fakasel.123.is/Blog/Cat/5342/

 

Stjórn Snæfellingshallarinnar efh.

   

 

14.01.2013 20:36

Folaldasýning 2013


Snæfellingur og Hestamiðstöðin í Söðulsholti

Folaldasýningin 2013.

Laugardaginn 9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is.

Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en 3-4 folöld

Skráningargjaldið greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 7. Febrúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.

08.01.2013 18:03

Reiðnámskeið hjá Herði

Hordur 

 

 Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ býður upp á reiðnámskeið fyrir börn og ungmenni með fötlun.

 

Eftirfarandi námskeið eru í boði vorönn 2013 :

 

Námskeið A – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinnu í viku)

Lítill stuðningur – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns.

Dagsetningar: Mánudagar 1.jan – 18.mars. kl. 14:45 – 15:45.  (14.jan, 21.jan, 28.jan,4.feb, 11.feb, 18.feb, 25.feb, 4.mars, 11.mars, 18.mars)

Verð: 35.000 kr.

 

Námskeið B – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)

Enginn stuðningur – þeir sem þurfa lítinn sem engan stuðning við að stýra hestinum og geta riðið sjálfstætt.

Dagsetningar: Miðvikudagar 16.jan – 20.mars.  kl. 14:45 – 15:45 (16.jan, 23.jan, 30.jan, 6.feb, 13.feb, 20.feb, 27.feb, 6.mars, 13.mars, 20.mars)

Verð: 35.000 kr.

 

Námskeið C – 5 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)

Byrjendur – Þeir sem eru að koma á námskeið í fyrsta skipti og vilja prófa sig áfram í hestamennskunni.

Dagsetningar: Fimmtudagar 17.jan – 14.feb,  kl. 14:45 – 15:45 (17.jan, 24.jan, 31.jan, 7.feb, 14.feb).

Verð: 18.000 kr.

 

Námskeið D – 10 vikna námskeið (kennt 1 sinni í viku)

Lítill stuðningur – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns.

Dagsetningar: Föstudagar 18.jan – 22.mars,  kl. 14:45 – 15:45 (18.jan, 25.jan, 1.feb, 8.feb, 15.feb, 22.feb, 1.mars, 8.mars, 15.mars, 22.mars).

Verð: 35.000

 

Námskeið E – 8 vikna námskeið

Blandaður hópur

Dagsetningar: Mánudagar, 8.apríl – 10.júní, kl. 14:45 – 15:45. (8.apr, 15.apr, 22.apr, 29.apr, 6.maí, 13.maí, 27.maí, 3.júní ).

Verð: 25.000 kr.

 

Námskeið F – 8 vikna námskeið

Lítill stuðningur – þeir sem þurfa lítinn stuðning við að stýra hestinum en þurfa aðhald aðstoðarmanns.

Dagsetningar: Miðvikudagar, 3.apríl – 5.júní. kl. 14:45 – 15:45 . (3.apr, 10.apr, 17.apr, 24.apr, 8.maí, 15.maí, 22.maí, 29.maí  )

Verð: 25.000 kr.

 

Námskeið G – 5 vikna námskeið

Byrjendur – Þeir sem eru að koma á námskeið í fyrsta skipti og vilja prófa sig áfram í hestamennskunni.

Dagsetningar: Fimmtudagar, 21.feb – 21.mars,  kl. 14:45 – 15:45 (21.feb, 28.feb, 7.mars, 14.mars, 21.mars)

Verð: 18.000 kr.

 

Námskeið H – 10 vikna námskeið

Enginn stuðningur – þeir sem þurfa lítinn sem engan stuðning við að stýra hestinum og geta riðið sjálfstætt.

Dagsetningar: Föstudagar, 5.apríl – 7.júní,  kl. 14:45 – 15:45 (5.apr, 12.apr, 19.apr, 26.apr, 3.maí, 10.maí, 17.maí, 24.maí, 31.maí, 7.júní)

Verð: 35.000 kr.

 

Námskeið J – 8 vikna námskeið

Blandaður hópur

Dagsetningar: Fimmtudagar,  4.apríl – 23.maí,  kl. 14:45 – 15:45 (4.apr, 11.apr, 18.apr, 2.maí, 16.maí, 23.maí, )

Verð: 18.000 kr.

 

Páskafrí og aðrir frídagar eru á eftirfarandi dagsetningum:

Mánudagur 25.mars - Páskaleyfi

Þriðjudagur 26.mars - Páskaleyfi

Miðvikudagur 27.mars - Páskaleyfi

Fimmtudagur 28.mars - Skírdagur

Föstudagur 29.mars – Föstudagurinn langi

Mánudagur 1.apríl – Annar í páskum

Fimmtudagur 25.maí – sumardagurinn fyrsti

Miðvikudagur 1.maí – Verkalýðsdagurinn

Fimmtudagur 9.maí - Uppstigningardagur

Mánudagur 20.maí – Annar í Hvítasunnu

 

Stefnt er á að halda svo sýningu í lok tímabilsins þann 9. Júní – Öllum nemendum annarinnar er boðið að taka þátt í sýningunni sem verður lokasprettur tímabilsins. Nánari upplýsingar síðar.
Fyrir hverja er námskeiðið:

Öll börn og ungmenni sem við einhvers konar fötlun eða skerta getu að stríða vegna sjúkdóma eða af öðrum ástæðum og sem hafa áhuga á að umgangast hesta eða vilja kynnast hestamennsku.

 

Markmið námskeiðsins:

v  Eiga frábæra stund saman í skemmtilegur umhverfi

v  Geti umgengist hesta af öryggi og óttaleysi

v  Að kynnast hestinum og læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins.

v  Lært undirstöðuatriði í reiðmennsku eftir getu hvers og eins

v  Auka sjálfstæði og færni í samskiptum við hesta

v  Að bæta líkamsvitund

v  Að auka samhæfingu handa, fóta og skynfæra.

v  Styrkja leiðtogahlutverk í samskiptum við hestinn.

 

Lögð er áhersla á fjölbreytni og að allir nemendur fái sem mest út úr námskeiðinu eftir þörfum hvers og eins.

 

Kennslan er í höndum reyndra leiðbeinanda með margra ára reynslu í reiðkennslu fatlaðra og aðrir aðstoðarmenn eftir þörfum.

 

Hvað er innifalið í námskeiðsgjaldi:

Öll kennsla og kennslugögn

Lagðir eru til hestar fyrir hvern og einn sem og allur útbúnaður til reiðar þar á meðal sérsmíðaðir hnakkar og annar útbúnaður eftir þörfum. Allir þátttakendur fá veglega kennsluhandbók og viðurkenningarskjal í lok námskeiðs.

 

Frekari upplýsingar og skráning er hjá:

Fræðslunefnd fatlaðra – Hestamannafélaginu Herði

s: 8997299 eða 8986017

Netfang: reidnamskeid@gmail.com

Facebook: http://www.facebook.com/reidnamskeid

04.01.2013 15:37

Járninganámskeið

 

Járning og hófhirða

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, hrossaræktendum og áhugamönnum.

 

Fjallað verður um undirstöðuatriði við hófhirðingu og járningu hesta. Kennd verður hófhirðing, tálgun og járningar. Rætt verður um áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og koma þátttakendur því með eigin járningaáhöld og hest/hesta. Hámarksfjöldi þátttakenda 10.

 

Kennari: Sigurður Oddur Ragnarsson járningameistari og bóndi á Oddsstöðum.

Tími: Lau. 12. jan., kl. 10:00-18:00 og sun. 13. jan., kl. 9:00-16:00 (19,5 kennslustundir) í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum.

Verð: 22.900kr. (kennsla, gögn, aðstaða fyrir hest og veitingar).

Minnum á Starfsmenntasjóð bænda – www.bondi.is og aðra stéttarfélagssjóði.

 

Skráningar í gegnum nýtt kerfiwww.lbhi.is/namskeid

 

31.12.2012 19:28

Nýárskveðja

Stjórn Snæfellings óskar félagsmönnum farsældar á nýju ári og þakkar fyrir síðast liðið ár


A-flokkur gæðinga á Kaldármelum 2012

17.12.2012 23:08

KB mótaröð 2013

 

 

Mótaröðin skemmtilega hefst 2. febrúar !!!!!!

Mótin hafa verið vel sótt undanfarin ár og góð stemmning hefur ráðir ríkjum í Faxaborginni, sem er reiðhöll okkar Vestlendinga. Í ár verður keppt í fjórgang, fimmgang, T4, T7, Tölti og Skeið í gegnum höllina.


Keppnin er opin öllum þeim sem áhuga hafa og frjálst er að taka þátt í þeim greinum sem áhugi er fyrir. Ekki er skylda að vera í liði heldur er einnig frjálst að keppa sem einstaklingur. Bæta má inn nýjum knöpum/liðsfélögum inn í liðin/mótið hvenær sem er þegar verið er verið að skrá inn fyrir hvert mót yfir allan veturinn.


Lagt er upp með að góður andi ríki yfir mótinu og sem skemmtilegust stemmning nái að myndast í liðunum. Flottir og skemmtilegir og/eða fallegir búningar, góða skapið og stemningin í hverju liði er metið í lok mótaraðarinnar og gríðarleg verðlaun hlýtur það lið sem þykir skara fram úr hvað það varðar.

Liðakeppni (lágmark 3 í liði – opin keppni), Einstaklingskeppni (opin keppni)
Flokkar: Barna-, unglinga-, ungmenna-, opinn flokkur, 1.flokkur, 2.flokkur 
Mót vetrarins: 2. febrúar - fjórgangur, 23. febrúar – fimmgangur, T2 og T7-unglingar og börn. 16.mars - Tölt/ Skeið í gegnum höllina.

Tenglar.
http://faxaborg.123.is/ - Hestamannafélagið Faxi
http://hmfskuggi.is/ - Hestamannafélagið Skuggi 
www.faxaborg.is – Reiðhöllin

Vonumst til að sjá sem flesta nýja sem og eldri keppendur mótaraðarinnar mæta hressa og káta á skemmtilegu mótaröðina okkar á komandi vetri.


Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga.

Vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta og vera með á komandi vetri..... ;))))

 

 
 
 

17.12.2012 20:02

Reiðnámskeið

  Reiðnámskeið                                 

 Dagana 25.-27. janúar í Söðulsholti

Kennari: Guðmundur M. Skúlason Reiðkennari FT

 

Nú fer vetrarstarfið að komast í gang hjá hestafólki og því þarf að leggja línurnar fyrir komandi þjálfun. Mikilvægt er að byggja upp þjálfun hestana okkar með það að markmiði að hestur og knapi verði betri.  Aðalmarkmiðið á alltaf að vera aukin gleði og ánægja í hestamennskinni.

Janúar er frábær tími til að koma sér í gírinn, fá smá fróðleiksmola og aðstoð um það hvernig skynsamlegt sé að haga þjálfunini hvort sem fólk ætlar að gera hestinn sinn að betri reiðhesti eða stefnir á keppni.

„Í upphafi skal endirinn skoða“ er mjög gott máltæki sem gott er að huga að í byrjun vetrar. Það er nefninlega þannig að ef við byrjum frá grunni og byggjum ofan á það koma færri vandamál en fleiri lausnir.

Skipulag námskeiðs:

Kennsla fer fram í tveggja til þriggja manna hópum. Hver kennslustund 30min.

Föstudagskvöld:             Fyrirlestur, reiðtímar (Einn á hvern hóp)

Laugardagur:      Reiðtímar  (Einn fyrir hádegi og einn eftir hádegi)

Sunnudagur:

Sama fyrirkomulag og á laugardegi

 

Verð á fullorðna: 17.000

Verð á börn,unglinga og ungmenni: 12.000

(Innifalið í verði eru fimm reiðtímar,fyrilestur, hesthúspláss, súpa og brauð í hádegi laugardag og sunnudag)

Greiða þarf 5000kr í staðfestingagjald við skráningu.

Skráning og nánari upplýsingar gefur Guðmundur M. Skúlason

Sími: 7702025   Netfang: mummi@hallkelsstadahlid.is

Einnig er mögulegt að kaupa gjafabréf í jólapakkann sem gildir á námskeiðið. 

15.12.2012 11:57

OPIÐ JÓLA-HESTHÚS 

Á BRIMILSVÖLLUM

laugardaginn 22.desember frá kl. 14:00 til 17:00

 

Hesthúsið á Brimilsvöllum er kominn í jólabúning,

við fögnum því að folöldin, tamningar- og kynbótahross eru kominn í hús. Komið og kíkið á hestanna fyrir jólin !

 

Það verður rjúkandi heitt kaffi og kökur í boði,

börn (og líka fullorðnir J) verða teymd á hestbaki.

ALLIR VELKOMNIR !

 

Fjölskyldan á Brimilsvöllum

 

12.12.2012 22:44

Kvikmyndin Hross og menn


Kæru hestamenn.

Það er að verða til kvikmynd um ykkur!
Hún heitir Hross og menn og verður leikin mynd í fullri lengd. Það má segja að hún sé fyrsta dramatíska kvikmyndin með íslenska hestinum í forgrunni.

En við þurfum á hjálp ykkar að halda. Ef þið hafið tök á að leggja okkur lið þá  kíkið á þessa síðu.
http://alpha.karolinafund.com/project/view/2

Þar er hægt heita á okkur og í raun  kaupa  DVD diskinn fyrirfram og fá hann heimsendan þegar þar að kemur.

Peningana sem safnast notum við til að klára eftirvinnslu myndarinnar og láta drauminn rætast.

Kvikmynd  sem verður óður til hestamenningarinnar og íslenska hestsins. En umfram allt góð mynd sem segir sögur af fólki eins og okkur. Mönnum  sem lifa með hestum. Og hestum sem lifa með mönnum.

Og hér er hægt að sjá 3 mín  trailer úr myndinni.
Bara fyrir ykkur sem málið varðar.
https://vimeo.com/53200227
(lykilorðið er: benni)

Sjá einnig frekari upplýsingar um myndina og okkur sem að henni 
stöndum á :
http://hrosss.is
og
http://www.facebook.com/Hrossmovie?fref=ts

Benedikt Erlingsson
Leikstjóri.

02.12.2012 20:47

Úrslit folaldasýning

Folaldasýning Snæfellings fór fram sl. sunnudag, 19 folöld voru skráð til leiks. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu í hvorum flokki og völdu áhorfendur svo  folald sýningarinnar,  það var brúnblesóttur hestur  Kardináli frá Söðulsholti sem hreppti þau. 

Hryssur


1. Ábót frá Söðulsholti, rauðskjótt
F: Ábóti frá Söðulsholti
M: Pyngja frá Syðra-Skörðugili
Eigandi og Ræktandi Iðunn og Halldór

2. NN, jörp
F: Spuni frá Vesturkoti
M: Fröken frá Mýrdal
Eigandi og ræktandi Lárus Hannesson

3. Gleði frá Brimilsvöllum, jörp
F: Sprettur frá Brimilsvöllum
M: Gola frá Brimilsvöllum
Eigandi og ræktandi Gunnar Tryggvason




Hestar

1. Taktur frá Bjarnarhöfn, Fífilbleikur
F: Magni frá Þjóðólfshaga
M. Gyðja frá Bjarnarhöfn
Eigandi og ræktandi Herborg Sigurðardóttir

2.  Sindri frá Grundarfirði, Fifilbleikur
F: Sædynur frá Múla
M: Sunna frá Grundarfirði
Eigandi og ræktandi Guðrún Ösp Knarran Ólafsdóttir

3. Kardináli frá Söðulsholti, brúnblésóttur
F: Fláki frá Blésastöðum
M; Blæja frá Svignaskarði
Eigandi og ræktandi Söðulsholt ehf. / Einar Ólafsson







Val áhorfenda á folaldi 
Kardináli frá Söðulsholti



21.11.2012 09:37

Folaldasýning Snæfellings
 
 
 
Folaldasýning verður í Snæfellingshöllinni
 í Grundarfirði
sunnudaginn 2. desember kl 14
 
Skráningarfrestur er til kl. 14 föstudaginn 30. nóvember
Skráning er 1000 kr. á folald
  og senda kvittun á  olafur@fsn.is
reikn. 0191-26-876 kt.440992-2189
Koma þarf fram
Eigandi-nafn-uppruni-litur-móðir-faðir
einnig má koma með meiri upplýsingar,
svo sem einkunnir foreldra eða hvað sem fólk vill að komi fram.
Upplýsingar sendist á olafur@fsn.is
eða í síma 891 8401
Aðgangseyrir er 1000 kr. og er kaffi innifalið
Áhorfendur velja folald sýningarinnar.
 
Stjórn Snæfellings

20.11.2012 22:08

Uppskeruhátið

Uppskeruhátíð Snæfellings tókst frábærlega og þökkum við þeim sem komu og tóku þátt í þessu  með okkur.  Mætingin var mjög góð þar sem rúmlega 60  manns komu saman að Innri-Kóngsbakka í Helgafellssveit, borðuðu veislumat og skemmtu sér.  Það voru veitt verðlaun, dregið í happdrættinu og mikið sungið.  Þökkum við öllum þeim sem gáfu vinninga í happdrættið og þeim Kóngsbakkamönnum fyrir að lána okkur aðstöðuna.

Ræktunarverðlaun Hryssur
4 vetra, Urð frá Bergi, bygg. 7,81  hæf. 7,57 aðal. 7,66  Ræktandi Jón Bjarni Þorvarðarson
5 vetra Stássa frá Naustum, bygg. 8,18 hæf.  hæf. 8,05 aðal. 8,09  Ræktandi Margrét Erla Hallsdóttir
6 vetra Skriða frá Bergi, bygg. 8,09 hæf. 8,45 aðal. 8,31 Ræktandi Jón Bjarni Þorvarðarson
7 vetra Spóla frá Brimilsvöllum, bygg. 8,01 hæf. 7,96 aðal. 7,98 Ræktandi Gunnar Tryggvason
 
Ræktunarverðlaun Stóðhestar
4  vetra Ábóti frá Söðulsholti , bygg. 7,98  hæf. 7,58 aðal. 7,74 Ræktandi Söðulsholt ehf.
5 vetra  Haki frá Bergi, bygg. 8,18 hæf. 8,30 aðal. 8,25 Ræktandi Jón Bjani Þorvarðarson
6 vetra Gróði frá Naustum, bygg. 7,87 hæf. 8,91 aðal. 8,50 Ræktandi Margrét Erla Hallsdóttir
 
Hvatningaverðlaun í yngri flokkum
 
Brynja Gná Heiðarsdóttir
Inga Dís Víkingsdóttir
Róbert Vikar Víkingsson
Anna Soffía Lárusdóttir
 
Hvatningaverðlaun 
Friðrik Tryggvason
 
Verðlaun fyrir Frábæran árangur á árinu
Fanney O. Gunnarsdóttir
Borghildur Gunnarsdóttir
Guðný Margrét Siguroddsdóttir
Hrefna Rós Lárusdóttir
 
Íþróttaknapi ársins
Siguroddur Pétursson
 
Þotuskjöldurinn
Gunnar Sturluson
 
Ræktunarbú ársins
Berg
 
 
 

09.11.2012 10:10

Folaldasýning

Folaldasýning  Snæfellings

verður í Snæfellingshöllinni í Grundarfirði

sunnudaginn 2. desember  kl. 14

Stjórnin

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 332162
Samtals gestir: 46320
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:09:47

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar