01.02.2011 14:22

KB mótaröðin

KB mótaröðin


      

Þann 5. febrúar næstkomandi verður 1. mót KB mótaraðarinnar haldið.  Mótið er opið öllum sem áhuga hafa.

 

Liðakeppni  (Lágmark 3 í liði - Opin keppni)   -  Einstaklingskeppni  (Opin keppni)

 

5. Febrúar Fjórgangur, 26. feb. Gæðingakeppni (A-og B-flokkur), 19.mars Tölt og fimmgangur

 

Skráningar berast fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 2. feb á netföngin: hrafnhildurgu@torg.is, nem.birnat@lbhi.is eða í s. 691-0280 og 699-6116. Eftirtalið þarf að koma fram í eftirfarandi röð:.  Flokkur, Kt.knapa, Knapi, Is númer hests, Hestur, Aldur hests, Litur, Hönd, Lið (ef keppt er í liðakeppni)Ef einstaklingurinn ætlar að vera í liði þarf auk þess að skrá fyrir hvaða lið keppt verður. Öll mótin hefjast kl. 12:00.  Skráningargjald er:  1.500.kr fyrir ungmenni, opin flokk, meira keppnisvanir og minna keppnisvanir. (færri en 20 keppnir að baki). 1.000 kr. fyrir annan hest, börn og unglinga.  

 

Keppnisflokkar: Ungmenni, Opin.flokkur, Meira keppnisvanir, minna keppnisvanir, börn og unglingar.  Skráninargjald greiðist inn á reikning 0326 - 13 - 004810, kt.481079-0399. í síðasta lagi fimmtudaginn 3. feb. annars verður viðkomandi ekki settur á ráslista. Sendið kvittun á helga.bjork@simnet.is (fram þarf að koma nafn knapa og hests). 

 

Allar nánari upplýsingar um reglur og ef einhverjar fyrirspurnir eru varðandi mótið er fólki bent á facebook síðu KB-mótaraðarinnar.

 

Reglur !!!

Efstu 3 sætin fá stig - einkunir úr forkeppni eru metin til stiga.

Bónusstig úr úrslitum - efstu þrír knapar í hverju liði fá auka bónusstig.

1. sæti =10 stig

2. sæti = 8 stig

3. sæti = 6.stig

4. sæti = 4.stig

5. sæti = 2.stig

6-10. sæti = 1.stig

1.      Ótakmarkaður fjöldi í hverju liði.

2.      Taka þarf fram við skráningu fyrir hvaða lið keppt verður.  Ef keppandi ætlar á annað borð að       vera með í liði er ekki hægt að skrá á mótsstað.  (Ekki nauðsynlegt að vera í liði!!)

      3.      Hvert lið þarf að hafa sitt sérkenni.

      4.      Ef skráningar eru fleiri en 20 í hverjum flokk verða haldin B-úrslit.

      5.      Í stigakeppni gilda tvö mót af þremur.

      6.      Ef færri en 5 keppendur eru skráðir í einhvern flokk fellur hann niður og þeir knapar færast                upp um flokk.

 

Mótaröðin fer fram í reiðhöllinni í Borganesi og er haldin á vegum hestamannafélaganna Faxa og Skugga

30.01.2011 22:47

Stóðhestar 2011

Stóðhestarnir óðum að koma inn á heimasíðuna

Þessa dagana eru samningar um stóðhestana að koma í hús og verða margir spennandi hestar í boði hjá HROSSVEST þetta árið. Reiknað er með að allir samningar verði komnir í hús um miðjan febrúar en hestarnir koma inn á heimasíðuna jafnóðum og samningar liggja fyrir.     Vonast er til að hægt verði að opna fyrir pantanir um, eða upp úr, miðjum febrúar. 

Endilega kíkja á síðuna, http://www.hrossvest.is/

23.01.2011 12:31

Folaldasýning

Folaldasýning 2011.

Laugardaginn 29. Janúar, kl. 13:00 ætlum við, í Söðulsholti, í samstarfi við Snæfelling að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með tölvupósti til:  einar@sodulsholt.is. Sýningin er öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað, föður, móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo velja gestir fallegasta folaldið.

Skráningargjald greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur er fimmtudagur 27. Janúar.

Aðgangseyrir er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.


Hér er mynd af Dökkva frá Dalsmynni, sem vann í fyrra hestaflokkinn og áhorfendaverðlaunin


17.01.2011 20:02

Ótitlað

Fulltrúar hestamannafélaga á Vesturlandi og Hrossaræktarsambandi Vesturlands hafa ákveðið að efna til Vesturlandssýningar í reiðhöllinni Faxaborg, Borgarnesi, laugardaginn 26. mars 2011 kl. 20:00.  Má segja að um sé að ræða tilraun til að endurvekja sýningar sem voru haldnar fyrir allt of löngu síðan af Vestlendingum í Víðidalnum og í Kópavogi.
 
Ætlunin er að sýna fram á og sanna að Vestlendingar eigi góðan og frambærilegan hestakost og hestafólk - jafnt unga sem aldna.
 
Þess er óskað að allir þeir sem hafa ábendingar um atriði sem eiga heima á sýningu sem þessari komi ábendingum á framfæri við þessa aðila:
 
Ámundi Sigurðsson     amundi@isl.is  gsm 892 5678
 
Baldur Björnsson         baldur@vesturland.is   gsm 895 4936
 
Stefán Ármannsson     stefan@hroar.is           gsm 897 5194 (aðallega tengiliður varðandi kynbótahross)
 
Þessir menn munu síðan væntanlega fá fleiri til liðs við sig til að velja sýningaratriði og jafnvel fá aðila til að sjá alfarið um ákveðin atriði.
 
Nú er áríðandi að allt hestafólk á Vesturlandi sameinist nú og sýni að á svæðinu séu góð hross og gott hestafólk.
 
 
Kveðja
 f.h. Seláss ehf. (rekstraraðila Faxaborgar)

12.01.2011 10:16

KB Mótaröðin 2011



Dagskrá;
5. feb. Fjórgangur
26. feb. Gæðingakeppni (A-og B-flokkur)
19.mars Tölt og fimmgangur

KB-mótaröðin er opin liða- og einstaklingskeppni í hestaíþróttum sem haldin er á vegum hestamannafélaganna Faxa & Skugga í reiðhöllinni Faxaborg í Borganesi. 

Fyrir þá sem ætla sér að vera með í liðakeppninni, þá þarf hvert lið að hafa sitt sérkenni og verða sérstök verðlaun veitt því liði sem þykir hafa sýnt skemmtilegustu liðsheildina. Auk þess verða 3 stigahæstu liðin verðlaunuð í lokin. 

Gunnhildur Birna Björnsdóttir sá um að taka myndir af KB mótaröðinni veturinn 2010 og er hægt að skoða myndir á tenglinum hér að neðan.
http://picasaweb.google.com/gunnhildurbirna

Samantekt frá síðastliðnum vetri.
Þátttaka á mótin var mjög góð og ljóst er að þessi mótaröð hefur orðið til að efla mjög keppnis- og félagsanda hestamanna í Borgarfirði og Vesturlandi, því þátttakendur komu víða að og áhorfendur voru fjölmargir á öllum mótunum. Höllin góða, Faxaborg hefur gert þetta mögulegt og mun hún án efa spila stórt hlutverk í vestlenskri hestamennsku á næstu árum. 

Á síðasta mótinu réðust úrslit í liða- og einstaklingskeppni og mátti glöggt finna spennu í höllinni þegar leið á forkeppni og ekki síður í úrslitum. Létu þar áhorfendur mjög til sín taka við að hvetja liðsfélaga áfram.

Til að kóróna verðlaunaflóðið "ruddi" Gunnar Halldórsson bóndi í Þverholtum sig og keypti laglegan farandbikar handa vinsælasta knapanum. Það voru áhorfendur sem völdu knapann og í þetta sinn kom hann í hlut Gyðu Helgadóttur á Mið-Fossum. 

Liðakeppnin á stóran þátt í því hversu mikill áhugi var fyrir þessari mótaröð og voru margir sótraftar á flot dregnir til að styrkja einstök lið og tryggja dýrmæt stig. Liðakeppnina og stigaútreikninginn má útfæra á ýmsan hátt og ekki víst að hann verði eins á komandi mótaröð en það verður nánar auglýst síðar. Andinn er þannig að nú stefna menn fram, harðákveðnir í að gera þetta enn gæsilegra og enn skemmtilegra í ár.


Vonumst til að sjá sem flesta á komandi mótaröð!!
Mótanefnd Faxa & Skugga.

10.01.2011 22:55

Ótitlað


Kviða frá Brimilsvöllum.




1V merin Kviða is1999237405 frá Brimilsvöllum ræktandi Tryggvi Gunnarsson, 
Eigendur Gunnar og Veronica Brimilsvöllum  B 7,91 H 8,14
Faðir, Hrafn frá Brimilsvöllum
Móðir, Kvika frá Hamraendum

10.01.2011 22:40

Sýnikennsla

Mette Moe Mannseth




Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth verður í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 15. Janúar  n.k. kl. 18.30  Aðgangur aðeins 1500kr.

Mette er óþarft að kynna sérstaklega, hún hefur náð frábærum árangri í bæði  sýningum og keppni, með fallega og vel þjálfaða hesta.

Þetta er önnur sýnikennslan sem hún  heldur að þessu sinni í Faxaborg. Það verður fræðandi og  gaman að sjá hvernig hún heldur áfram að sýna okkur þær aðferðir sem hún notar við þjálfun og uppbyggingu sinna hesta.

Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. Hvetjum allt áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta tækifæri ekki fram hjá sér  fara.

08.12.2010 11:22

Fundargerð

Fundargerð frá aðalfundi 24 apríl 

03.12.2010 21:29

Uppskeruhátið


Uppskeruhátíðin tókst vel og var fín mæting.
Þetta er örugglega eitthvað sem er komið til að vera.
Hrefna og Gísli á Vegamótum reiddu fram veglegar veitingar.
Happadrættið tókst vel og fóru margir heim með góða vinninga.
Aðalvinninginn folatollur undir Dyn, fékk Hrefna á Vegamótum.
Ekki vantaði skemmtiatriðin.
Jökull og Diddi tóku lagið eins og þeim er einum lagið, eins tók litli frændi Didda lagið fyrir okkur, bráðefnilegur drengur þar á ferð. (afsakið, man bara ekki hvað hann heitir)
Lárus, Erna Rut og Hólmgeir komu og tóku nokkur lög. 
Þökkum við þessum aðilum innilega fyrir góða skemmtun. 
Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu.

Efnilegasti knapinn  Borghildur Gunnarsdóttir

Knapi ársins Siguroddur Pétursson



Svo voru veitt verðlaun fyrir ræktunarstarf
þetta er þeir stóðhestar sem fengu verðlaun sem hæstu dæmdu stóðhestarnir í hverjum árgangi hjá Snæfelling

4 vetra  Magni frá Hellnafellni  7.95 eigandi Kolbrún Grétarsdóttir
5 vetra  Sporður frá Bergi 8.24 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson
6 vetra  Uggi frá Bergi 8.47 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson

Hér koma svo hryssurnar

4 vetra Skriða frá Bergi 8.00 eigandi Jón Bjarni Þorvarðarson
5 vetra Brá frá Bergi 7.98 eigandi Anna Dóra Markúsdóttir
6 vetra Brán frá Ytri-Hofdölum  8.14 eigandi Anna Dóra Markúsdóttir
7 vetra Hera frá Stakkhamri 8.29  eigandi Lárus Ástmar Hannesson

Glæsilegur árangur hjá þeim og þess má geta að þau eru öll sammæðra Uggi, Sporður og Skriða.

Þotusköldurinn

Gunnar Kristjánsson fyrir störf  að félagsmálum

Ræktunarbú ársins

Anna Dóra og Jón Bjarni 
Bergi





Óskum öllum þeim sem fengu viðukenningar innilega til hamingju með góðan árangur á árinu.

Hér eru þeir Lárus og Hólmgeir


Erna Rut og Hólmgeir



Þökkum fyrir ánægjulegt kvöld og hlökkum til að ári.


03.12.2010 10:35

Mette Moe Mannseth



Sýnikennsla með Mette Moe Mannseth

Minnum á sýnikennslu með Mette Moe Mannseth í reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi laugardagskvöldið 4. Desember n.k. kl. 1800. Það er tilvalið nú í byrjun vetrar að rifja upp, læra nýjar aðferðir og fá hugmyndir um þjálfun á hestunum okkar. 
Hvetjum áhugafólk um  þjálfun hesta og reiðmennsku að láta þetta frábæra tækifæri ekki fram hjá sér  fara.
Aðgangseyrir aðeins krónur 1500 fyrir 12 ára og eldri. 

http://hestafrettir.is/Frettir/9544/

02.12.2010 06:56

Hrossvest



Hrossaræktarsamband Vesturlands


AÐALFUNDUR OG HAUSTFUNDUR

Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn

04. desember n.k. kl. 13.30 í Hótel Borgarnesi.

Venjuleg aðalfundar- og haustfundarstörf.

Verðlaunuð verða:   Efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktarunarbú Vesturlands 2010.
Gestir fundarins verða  Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunaustur BÍ. Hann fer yfir hrossaræktina s.l. sumar, og Ingimar Sveinsson mun kynna ný útkomna bók sína Hestafræði Ingimars.

Stjórnin.

http://www.hrossvest.is/

Flettingar í dag: 89
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 325
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 332162
Samtals gestir: 46320
Tölur uppfærðar: 31.3.2025 17:09:47

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar