02.12.2010 06:56

Hrossvest



Hrossaræktarsamband Vesturlands


AÐALFUNDUR OG HAUSTFUNDUR

Hrossaræktarsambands Vesturlands verður haldinn

04. desember n.k. kl. 13.30 í Hótel Borgarnesi.

Venjuleg aðalfundar- og haustfundarstörf.

Verðlaunuð verða:   Efstu kynbótahrossin í hverjum flokki og Ræktarunarbú Vesturlands 2010.
Gestir fundarins verða  Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunaustur BÍ. Hann fer yfir hrossaræktina s.l. sumar, og Ingimar Sveinsson mun kynna ný útkomna bók sína Hestafræði Ingimars.

Stjórnin.

http://www.hrossvest.is/

30.11.2010 21:39

Sunna frá Grundarfirði

Það bætist í albúmið sýndar merar í eigu félagsmanna. 
Þessa 1. verðlauna meri, Sunna frá Grundarfirði eiga Unnur og 'Oli.
Hún er undan Perlu frá Knerri og Safír frá Höskuldsstöðum
Hún fékk 7.98 fyrir sköpulag
8.40 fyrir hæfileika og er með 9 fyrir tölt.
Aðaleinkunn 8.23
Glæsileg meri sem þau eiga. Herkules frá Grundarfirði undan henni.



Ef þið eigið myndir af hryssum sem þið hafið farið með í dóm og langar að deila með okkur,
sendið póst herborgs@hive.is

30.11.2010 20:11

Mótorhjól og hestar


Mótorhjól og hestar eiga enga samleið

Hestar hafa næma heyrn. Þeir eru viðkvæmir fyrir hátíðnihljóðum en heyra lágtíðnihljóð verr en mannfólkið. 
Hestar hræðast bæði hljóð og hreyfingu mótorhjóla og þar sem þeir eru flóttadýr bregðast þeir við ógn með því að hlaupa eins og þeir eigi lífið að leysa. Við slíkar aðstæður skapast mikil hætta á slysum hjá hestamönnum og mikilvægt að mótorhjólamenn taki tillit til þessa

Mótorhjólamenn 
- Ekki aka á reiðvegum 
- Stöðvið hjólin og drepið á þeim, ef hestar eru í nánd 
- Setjið hjólin ekki í gang fyrr en hestamenn eru örugglega komnir vel fram hjá 
Hestamenn 
- Notið áberandi fatnað og endurskin 
- Verið í góðum tengslum við mótorhjólamenn 
Virðum reglur og höfum samskiptin í lagi svo allir geti haft ánægju af sínu áhugamáli.



25.11.2010 22:32

Haki frá Bergi


Það fer að verða spennandi laugardagskvöldið, enn bætast við folatollar.
Þau Anna Dóra og Jón Bjarni ætla að gefa folatoll undir bráðefnilegan Sólonsson sem þau eiga og fer á fjórða vetur,  Haki frá Bergi  IS2007137339 hann er undan Hríslu frá Naustum og er sammæðra þeim Ugga, Sporði og Skríðu en þau eru öll með 1. verðlaun.


Glæsilegur hestur.
 Við tökum enn á móti vinningum ef einhver vill gefa.

23.11.2010 23:43

Uppskeruhátíð


             

Uppskeruhátíð Snæfellings

 

Laugardaginn 27. nóvember 2010 kl. 20:00

ætlum við að hittast á Vegamótum og halda uppskeruhátíð

hestamanna á Snæfellsnesi.

 

Þar verða veitt verðlaun fyrir góðan árangur á árinu

·        Ræktunarbú ársins

·        Knapi ársins

·        Efnilegasti knapi ársins

·        Þotuskjöldurinn verður afhentur

 

Veglegir vinningar verða í happdrættinu þar sem

 aðalvinningurinn er folatollur undir Dyn frá Hvammi

Miðaverð aðeins 1000kr.

 


Grilluð lambasteik 2.950kr., grilluð kjúklingabringa 2.350kr.  

eða lúxushamborgarar með öllu 2200, ásamt kaffi og eftirétt sem  fylgir réttunum.

Léttvín og bjór er selt á staðnum. 

Látið vita um þátttöku í síðasta lagi á föstudaginn, kl. 16:00

í netfangið herborgs@hive.is

eða í síma 893 1584

 

Vonumst til að sjá sem flesta

                                      Stjórnin                                          

23.11.2010 13:06

Vinningur

Enn bætast við vinningar í happdrættið en þau Kolla og Diddi ætla að gefa folatoll undir þennan hest

IS2006137316

Magni frá Hellnafelli


Sköpulag:
9,0 - 8,5 - 7,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 8,0 = 8,28
Hæfileikar:
8,0 - 8,0 - 5,0 - 8,5 - 8,5 - 8,5 - 8,5 = 7,73
Aðaleinkunn: 7,95
Hægt tölt: 8,5 Hægt stökk: 9,0
Magni frá Hellnafelli er undan Sóley frá Þorkelshóli klárhryssa með aðaleinkun 8,10 og Gígjari frá Auðholtshjáleigu aðaleinkun 8,46. Magni er sammæðra klárhryssunni Snilld frá Hellnafelli sem er með 
Dómur:
Sköpulag: 
8,5 - 8,5 - 6,5 - 8,0 - 8,5 - 7,5 - 8,5 - 7,5 = 8,14
Hæfileikar: 
9,0 - 9,0 - 5,0 - 9,0 - 9,0 - 9,0 - 7,5 = 8,36
Aðaleinkunn: 8,28
Hægt tölt: 9,0 Hægt stökk: 8,0

Glæsileg ræktun þetta hjá Kollu og Didda.



21.11.2010 23:50

Aðalvinningurinn

Aðalvinningur í happdrættinu á laugardaginn verðu folatollur 
undir Dyn frá Hvammi, sem Hrossaræktarsamband Vesturlands gefur.



Faðir
IS1986186055 - Orri frá Þúfu
Móðir
IS1978257277 - Djásn frá Heiði
Aðaleinkunn
8,47


Það verður spennandi að vita hver verður sá heppni að fara heim með folatoll undan þessum hesti.


19.11.2010 21:21

Feldur frá Hæli

Hér er mynd af honum Feld frá Hæli, en fyl undan honum er í vinning í happdrættinu.
Glæsilegur hestur 

Feldur er með 8.15 fyrir sköpulag
og 8.22 fyrir hæfileika, 8,19 í aðaleinkunn.
Móðir, Dáð frá Blönduósi sem er dóttir Baldurs frá Bakka.
Faðir, Huginn frá Haga

Set hér  eina mynd af dóttir Felds sem er fædd í sumar og
heitir  Harpa IS2010225102 frá Mosfellsbæ


Flott afkvæmi, það má alveg nota svona folatoll.

14.11.2010 21:05

Stjórnarfundur

Var að setja inn fundargerð frá stjórnarfundi 30.10 2010 

13.11.2010 21:23

Happdrætti

Enn bætast við vinningar í happdrættið á uppskeruhátiðinni

Folatollur undir 1. verðlaunahestinn Feld frá Hæli sem er í eigu Eysteins Leifssonar.

Reiðtími hjá Birnu Tryggva reiðkennara á Stað

og gjafabréf hjá Knapanum í Borgarnesi.


12.11.2010 12:55

Uppskeruhátíð  Snæfellings
27 nóvember 2010 á Vegamótum
                       
 
Margir góðir vinningar verða í happdrættinu á uppskeruhátið Snæfellings.

Meðal  vinninga  er folatollur undir Herkúles frá Grundarfirði.



Herkúles er fæddur 2008 sonur Sunnu frá Grundarfirði (B 7,98 H 8,40 A 8,23) og
Hvessi frá Ásbrú (B 8.15 H 7.94 A 8,02) syni Sömbu frá Miðsitju og Þóroddi frá Þóroddstöðum.
Hann er í eigu Unnar Guðbjartsdóttur og Ólafs Tryggvasonar í Grundarfirði.
Myndirnar eru teknar fyrsta vetradag eftir að Herkúles kom heim eftir sumarstörfin á Reykhólum og Bjarnarhöfn.
Í Bjarnarhöfn sinnt hann 1. verðlauna systrunum Heru og Perlu.
Á Reykhólum var hjá honum meðal annars Brynja í eigu Lárusar Hannessonar en hún er alsystir hinnar frábæru ræktunar hryssu Freydísi í eigu Ástu á Borgarlandi.

11.11.2010 14:55

félagsmót 2010

Var að setja inn nýjar myndir af félagsmótinu 2010

Flottar myndir sem Ásta tók á mótinu.

11.11.2010 13:56

Ótitlað

Dagsetningar Íslandsmóta

Íslandsmeistara fullorðina í fjórgang 2010, Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd:HGG
Íslandsmeistara fullorðina í fjórgang 2010, Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd:HGG

Dagsetningar hafa verið ákveðnar fyrir Íslandsmót í hestaíþróttum:

Íslandsmót fullorðinna verður haldið á Selfossi, af hestamannafélaginu Sleipni, dagana 14. - 16. júlí 2011.

Íslandsmót yngri flokka verður haldið í Keflavík, af hestamannafélaginu Mána, dagana 22. - 24. júlí 2011.


Flettingar í dag: 841
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 184
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 350092
Samtals gestir: 47797
Tölur uppfærðar: 21.5.2025 23:16:09

Hestamannafélag

Nafn:

Snæfellingur

Afmælisdagur:

Stofndagur 2. desember 1963

Heimilisfang:

Hjá formanni hverju sinni

Staðsetning:

Snæfellsnes

Um:

.....Stjórn Snæfellings......... Herborg Sigurðardóttir, formaður Nadine Walter,ritari Ólafur Tryggvason, gjaldkeri Hlynur Þór Hjaltason Sölvi Þór Konráðsson

Kennitala:

440992-2189

Bankanúmer:

191-26-00876

Tenglar