07.10.2019 20:12
Árshátíð
Árshátíð vestlenskra hestamanna
Verður haldin á Hótel Stykkishólmi föstudaginn 29. nóvember
Jólahlaðborð 9900 kr.
Gisting með morgunmat og jólahlaðborð fyrir einn 18.300 kr.
Gisting með morgunmat og jólahlaðborð fyrir tvo 30.300 kr.
Hrossaræktarsamband Vesturlands veitir verðlaun fyrir efstu kynbótahross í hverjum flokki og Ræktunarbú Vesturlands árið 2019 verður verðlaunað.
Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst eða fyrir 1. nóv. þar sem við þurfum að láta vita hvort við náum ekki lágmarksfjölda sem eru 50 manns. Við verðum með salinn fyrir okkur en hann tekur 100 manns.
Í netfangið herborgsig@gmail.com eða í síma 8931584
Fyrir hótelbókanir þá er best að bóka beint á hótelið stykkisholmur@fosshotel.is eða í síma 4302100 og takið fram að þetta sé vegna árshátíðar vestlenskra hestamanna.
10.09.2019 16:15
Opin fundur um þróun keppnismála
FT Félag tamningamanna og LH Landsamband hestamannafélaga heldur opin fund um þróun keppnismála fimmtudag 12 september uppi í veislusal reiðhallar Fáks kl.19.30
Eru knapar og dómarar að tala sama tungumál?
Rætt verður um:
Hvað hefur þróast vel á síðasta keppnistímabili?
Hvað má betur fara?
Hvernig kemur mat á reiðmennsku fram í dómum?
Hvetjum alla dómara og knapa að mæta !
Fundarstjóri verður Thelma L. Tómasson
Frummælendur:
Súsanna Ólafsdóttir formaður FT
Lárus Ástmar Hannesson formaður LH
Erlendur Árnason formaður GDLH
Halldór Gunnar Viktorsson formaður HíDí
Olil Amble knapi
Anton Páll Níelsson reiðkennari aðstoðarþjálfari landsliðs
14.08.2019 22:59
Ágætu félagar í hestamannafélögum á Vesturlandi!Þá er komið að Bikarmóti Vesturlands og að þessu sinni verður það haldið í Búðardal laugardaginn 24. ágúst. Mótið er opið fyrir félagsmenn vestlenskra hestamannafélaga.
Dagskrá:
Knapafundur í reiðhöllinni kl. 09:30
Forkeppni hefst kl. 10:00:
Fjórgangur V2: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennaflokkur og unglingaflokkur
Fjórgangur V5: barnaflokkur
Fimmgangur F2: opinn flokkur
Tölt T7: barnaflokkur
Tölt T3: unglingaflokkur, ungmennaflokkur, 2. flokkur og 1. flokkur
Úrslit:
Fjórgangur: 1. flokkur, 2. flokkur, ungmennafl., unglingafl., barnafl.
Fimmgangur: opinn flokkur
Pollaflokkur, frjáls aðferð
Tölt: barnaflokkur, unglingafl., ungmennafl., 2. flokkur og 1. flokkkur
100 m skeið (flugskeið)
Takið eftir:
- Í barnaflokki verður keppt í V5 (frjáls ferð á tölti, brokk, fet og stökk) og í T7 (hægt tölt og tölt á frjálsri ferð).
- Ef þátttaka verður næg verður opnum flokki (þ.e. fullorðnum) nú skipt upp í 1. og 2. flokk bæði í fjórgangi og tölti. Keppendur raða sér sjálfir í flokk eftir getu og keppnisreynslu.
- Áskilinn er réttur til að fella niður grein ef færri en 3 skrá sig til leiks.
- Öll dagskráin er háð þátttöku í hverjum dagskrárlið og auglýst hér með fyrirvara um breytingar.
Skráningar:
Skráning er í Skráningakerfi SportFengs eins og venjulega. Opið er fyrir skráningar til kl. 20:00 fimmtudaginn 22. ágúst. Sama gildir um greiðslu skráningagjalda en gjaldið er 1.500 krónur í barna-, unglinga- og ungmennaflokk en 2.500 kr. í fullorðinsflokka. Pollar eru skráðir á mótsstað eða með tölvupósti til Svölu eða Þórðar. Það er ekkert skráningagjald í pollaflokkinn. Aðstoð við skráningar veita:
Svala í 861 4466 eða budardalur@simnet.is
Þórður í 893 1125 eða thoing@centrum.
Ráslistar verða birtir hér á vef Glaðs föstudaginn 23. ágúst.
05.06.2019 22:38
Gæðingamót
Opið Gæðingamót Snæfellings í Stykkishólmi sunnudaginn 16. júní
Boðið verður uppá eftirfarandi flokka.
A - flokkur
B - flokkur
B - flokkur 2. flokkur
B - flokkur Ungmennaflokkur
Unglingaflokkur
Barnaflokkur
Pollaflokkur
100 m. skeið
Skráningfrestur í alla flokka er fram á miðnætti miðvikudaginn 12. júní nema í pollaflokk þá skráningu má senda á netfangið herborgsig@gmail.com og taka fram hverjir ríða sjálfir og hverjum er teymt undir.
Farið inn á þessa slóð: www.sportfengur.com
Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist
Gjaldið er 3000 kr. á skráningu en í Barnaflokk, ungling og ungmenna er 2000 kr. Ekkert í pollaflokk.
Lagt inná reikning 191-26-00876 kennitala 4409922189 og senda kvittun á olafur@fsn.is
09.05.2019 16:54
Fundar um GDPR
Til HSH og UDN og íþrótta- og ungmennafélaga innan þeirra vébanda
Sæl öll!
Eins og ÍSÍ hefur áður boðað, þá eru fyrirhugaðir fræðslufundir á vegum ÍSÍ varðandi innleiðingu nýju persónuverndarlaganna (GDPR).
Fundirnir eru haldnir í kjölfar útsendingu á innleiðingar- og upplýsingapakka sem ÍSÍ sendi til sambandsaðila sinna og íþrótta- og ungmennafélaga innan þeirra vébanda í desembermánuði og eru hugsaðir til að hjálpa fólki af stað í þeirri vinnu sem framundan er.
Meðfylgjandi er bréf ÍSÍ vegna fundar um GDPR málefni sem boðaður er 14. maí nk. fyrir HSH og UDN og félög innan þeirra vébanda (sjá nánar í meðfylgjandi bréfi). Elías Atlason verkefnastjóri ÍSÍ mun stýra fundinum.
Vinsamlegast sendið þennan póst áfram til íþrótta- og ungmennafélaga innan ykkar vébanda ásamt viðhengi.
Við hvetjum alla viðkomandi að senda fulltrúa á fundinn.
Skráning er í gegnum heimasíðu ÍSÍ og er vefslóðin á skráninguna eftirfarandi:
http://www.isi.is/fraedsla/gdpr-skraning-a-namskeid/
Þátttakendur þurfa ekki að mæta með tölvu, frekar en þeir vilja.
Með von um góða þátttöku.
Kær kveðja
Elías Atlason
04.05.2019 23:27
Námskeið
Keppnisnámskeið fyrir börn, unglinga og ungmenni.
Til stendur að halda námskeið og miða námskeiðið að keppni í gæðingakeppni.
Stefnt er á 5 skipti. Leiðbeinendur verða Siguroddur og Ásdís.
Kostar 8000 kr. fyrir félagsmenn. 25.000 kr. fyrir utanfélagsmenn
Fyrsti tíminn yrði þriðjudaginn 7. Maí í Ólafsvík sem yrði sameiginlegur tími, bóklegur og sýnikennsla í reiðhöllinni.
Eftir það er reiknað með einum tíma í viku ca 30 mín. í einkakennslu og sennilegast á þriðjudögum
Nánara skipulag kemur svo þegar við sjáum hver þátttakan er.
Skráning siguroddur@gmail.com í síðasta lagi á mánudaginn 6 maí.
13.04.2019 21:22
Íþróttamót
Opið íþróttamót Snæfellings
í Grundarfirði
miðikudaginn 1. maí
-Barnaflokkur -
V2, fjórgangur,
T7, tölt
-Unglingafl. -
V2, fjórgangur
T3, tölt
-Ungmennafl. -
V2, fjórgangur
T3, tölt
-2.flokkur. -
V2, fjórgangur
T3, tölt
-Opinn flokkur -
V2, fjórgangur
F2, fimmgangur
T3, tölt
Gæðingaskeið
Gæðingaskeið er háð þátttöku og þarf lágmark fimm skráningar.
Pollaflokkur, allir fá viðurkenningu
skráning á staðnum í Pollaflokkinn eða í netfangið herborgsig@gmail.com
Skráð er í gegnum https://skraning.sportfengur.com/
Ganga þarf frá greiðslu skráningagjalda með innlögn á bankareikning en þær upplýsingar koma fram í skráningarferlinu. Athugið að skráningin verður ekki virk fyrr en gjaldkeri hefur merkt við að greiðsla hafi borist! Gjaldið er kr. 3000 á skráningu fyrir fullorðinn og 2000 kr á yngri flokkana. Sendið kvittun á olafur@fsn.is Síðasti dagur skráninga er sunnudagurinn 28. apríl það sama gildir um greiðslu skráningagjalda. Ekki verður hægt að skrá eftir að skráningafrestur rennur út.
13.03.2019 09:41
Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings
miðvikudaginn 27. mars kl. 20
Félagsheimilinu í reiðhöllinni í Ólafsvík
1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram reikninga félagsins
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál
• Hrossvest
25.02.2019 19:55
Töltkeppni í Söðulsholti
Grímutölt í Söðulsholti
Á föstudaginn 1. Mars verður Grímutölt í Reiðhöllinni á Söðulsholti kl. 19:30. Það er skilyrði að mæta í grímubúningi til að geta tekið þátt. Keppnisformið er T7 eða hægt tölt snúið við og fegurðartölt. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
-Pollaflokkur- frjáls aðferð teymt eða sjálf
-17 ára og yngri
-Minna vanir
-Meira vanir
Flottustu grímubúningarnir í hvorum flokki fyrri sig verða verðlaunaðir.
Einnig keppa 5 efstu í hverjum styrkleikaflokki til úrslita í tölti þar sem dæmt verður hægt tölt og fegurðartölt.
Skráning á netfanginu einar@sodulsholt.is
Koma þarf fram upp á hvora hönd knapi ríður, nafn á knapa og hesti. Gott að fá líka skráninguna í pollaflokkinn. Skráningafrestur er til klukkan 22.00 fimmtudaginn 28. febrúar.
500kr fyrir skráningu í 17 ára og yngri 1000kr í meira og minna vanir.
Skráningargjald greiðist á staðnum. Mótið hefst kl 19:30 með Pollaflokkinn. Kaffi og kleinur á staðnum.
Höfum gaman að þessu og tökum þátt eða komum og horfum á skemmtilega keppni - frítt inn.
11.02.2019 11:06
Barna og unglingaferð Snæfellings
Barna og unglingaferð Snæfellings
Þann 9. mars ætlum við að hafa skemmtilegan dag og skella okkur norður til ad skoða ýmislegt hestatengt og fleira.
Á dagskrá verður medal annars heimsókn á hestabúgardinn Gauksmýri og margt, margt fleira.
Ath. Þessi ferð er einungis ætlað börnum og unglingum sem eru skráð í félagid okkar.
Farid verdur á einkabilum og óskum vid eftir nokkrum foreldrum sem væru til í ad keyra.
Endilega skráið ykkur hér fyrir neðan sem fyrst svo við getum fara að plana.
Kveðja :)
Æskulýðsnefndin
Nadine, Veronica, Erna og Katrín
09.02.2019 13:51
Snæfellingsmótaröðin
Fyrsta mótið í Snæfellingsmótaröðinni verður í Ólafsvík 15. febrúar kl. 19:30.
Knapar í efstu fimm sætum taka með sér stig í heildarkeppni mótaraðarinnar.
Keppt verður í eftirfarandi:
Pollaflokkur - frjáls aðferð teymt eða sjálf.
17 ára yngri - fet, brokk, tölt frjáls ferð.
Minna vanir - fet, brokk, tölt frjáls ferð.
Meira vanir - brokk, hægt tölt, greitt tölt.
Skráning á netfanginu stebbifera@gmail.com
Koma þarf fram upp á hvora hönd knapi ríður, nafn á knapa og hesti. Gott að fá líka skráninguna í pollaflokkinn. Skráningafrestur er til klukkan 22 fimmtudaginn 14. febrúar
500kr fyrir skráningu í 17 ára og yngri 1000kr í meira og minna vanir Skráningargjald greiðist á staðnum. Mótið hefst kl 19:30 Veitingasala á staðnum, samlokur gos/öl enginn posi.
Ath pöbbastemnig gæti myndast á Sölvalofti að keppni lokinni.
21.01.2019 09:24
Námskeið á Skáney fyrir börn 9-15 ára
Æskulýðsnefnd Snæfellings augýsir:
Helgina 15.-17.mars er fyrirhugað reiðnámskeið fyrir börn á Skáney.
Mæting er kl. 16 á föstudeginum og námskeiðinu líkur á sunnudeginum kl. 13 .
Námskeiðið er ætlað börnum 9-15 ára sem eru skráði í Snæfelling
Nauðsynlegt er að börnin hafi sofið að heiman áður án vandkvæða og séu sjálfbjarga með
græja sig fyrir svefn og um morgunin osfrv.
Á námskeið er farið yfir öll helstu atriði hestamennskunnar umhirða, gjafir og reiðmennska.
Í fyrra fór hópur af Snæfellingsbörnum á Skáney og var mikið fjör og ánægja með dvölina
? Verðið er 26 þúsund á barn, innifalið er námskeiðshestur, kennsla, fæði og húsnæði.
Athugið að Hestamannafélagið Snæfellingur styrkir félagsbörn um 5.000 kr.
Skráning og upplýsingar um námskeiðið er hjá nadinew@simnet.is - eða í síma 862-3570 (ath. það komast max 15 börn á námskeiðið - fyrstur kemur, fyrstur fær :) +
![]() |
18.01.2019 13:38
Snæfellingsúlpur
Snæfellingsúlpur
Ákveðið hefur verið að panta úlpur og merkja þær Snæfelling með merkinu að framan og aftan á stendur Snæfellingur.
Úlpan kostar með merkingu,
12.000 kr. fyrir fullorðna
11. 000 kr. fyrir 16 ára og yngri.
9.000 kr. fyrir þá sem taka stærð 8 eða 10 en það eru minnstu stærðirnar
Ætlum að vera á eftirtöldum stöðum
Laugardagur, Stykkishólmur Laufásvegur 1 kl. 17.00 til 17.30
Sunnudagur, Hrísdalur kl. 14 til 14.30
Mánudagur, Grundarfjörður Fákasel kl. 18 til 18.30
Mánudagur, Ólafsvík Reiðhöllin kl. 19 til 19.30
En þeir sem komast ekki á þessum tímum geta bara haft samband og úlpurnar verða eitthvað lengur hér fyrir vestan en þó ekki lengi.
senda annað hvort póst herborgsig@gmail.com eða hringja 8931584 Sigga
Kveðja Stjórnin