10.03.2013 09:55
Fréttatilkynning
Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum.
Dagana 11. – 14. júlí n.k. verður Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum haldið í Borgarnesi, á félagssvæði hestamanna þar. Er það hestamannafélagið Faxi sem heldur mótið með stuðningi Hmf. Skugga.
Hafinn er undirbúningur að mótinu og er framkvæmdanefnd að störfum undir forystu Birnu Thorlacius Tryggvadóttur. Er það ætlun þeirra sem að mótinu standa að skapa sem allra bestu aðstæður til þess að halda glæsilegt mót. Í Borgarnesi hafa verið haldin þrjú Íslandsmót áður, síðast árið 1995.
Gert er ráð fyrir að mótið hefjist síðdegis á fimmtudegi og því ljúki upp úr miðjum degi á sunnudag.
Í Borgarnesi eru góðar aðstæður til þess að halda mót af þessari stærð. Hesthús fyrir fjölda hrossa eru til staðar sem og aðstaða til skammtímabeitar ef vill. Reiðhöllin Faxaborg er við hliðina á keppnisvellinum og verður hún nýtt í þágu mótsins. Þessu til viðbótar er Borgarnes vel staðsett landfræðilega, til þess að gera stutt frá suðvestur - og norðurlandi.
Það er ætlun framkvæmdanefndar að vel takist til með mótið og að fjölmargir keppendur og gestir komi til með að sækja okkur heim þessa helgi og eiga saman ánægjulega helgi.
Framkvæmdanefnd
06.03.2013 21:34
Töltmót
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni - raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
Hægt tölt svo snúið við
Hraðabreytingar á tölti
Greitt tölt, ( það verður skoðað hvað hægt er að gera í húsi að þessari stærð.
Úrslit:
Hægt tölt og svo snúið við
Hraðabreytingar á tölti
Greitt tölt ( eins hér.)
Hestur í þessarri grein má ekki keppa í öðrum töltgreinum á sama móti
Knapi velur upp á hvora hönd hann hefur keppni - raðað í holl eftir því.
Þulur stýrir forkeppni og úrslitum
Forkeppni:
Hægt tölt svo snúið við
Frjáls ferð á tölti
Úrslit:
Hægt tölt og svo snúið við
Frjáls ferð á tölti
03.03.2013 13:32
Aðalfundur 2013
Aðalfundur
Aðalfundur Hestamannafélagsins Snæfellings verður haldinn í Fákaseli, Grundarfirði 14. mars 2013, kl. 20.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
1. Fundarsetning og kjör starfsmanna fundarins.
2. Inntaka nýrra félaga.
3. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar og fjárhagsáætlun næsta árs.
5. Skýrslur nefnda.
6. Lagðar fram tillögur, umræður og afgreiðsla.
7. Kosning , stjórnar, skoðunarmanna og fulltrúa á þing H.S.H. og Hrossaræktarsambands Vesturlands.
8. Önnur mál
a) Umræður um reglur varðandi val á ræktunarbúi Snæfellings og knapaverðlaunum.
b) Snæfellingshöllin
Í lok fundar ætlar Gísli Guðmundsson að fara yfir þá stóðhesta sem eru á vegum Hrossvest.
Stjórn Hestamannafélagsins Snæfellings
22.02.2013 20:37
Reiðnámskeið í Grundarfirði
Reiðnámskeið
í Grundarfirði
Dagana 8 - 9 mars, 22-23 mars og 12 - 13
apríl.
13.02.2013 13:26
Þorrareið hjá Hólmurum
10.02.2013 21:48
Folaldasýning í Söðulsholti









06.02.2013 21:15
Vesturlandssýning 2013

29.01.2013 20:31
Heimsókn
![]() |
||||||||
Eins og hjá alvöru hestamönnum er til hilla undir verðlaunagripina
og það á alveg örugglega eftir að stækka hana nokkrum sinnum.
|
28.01.2013 23:15
Folaldasýning

Snæfellingur
og Hestamiðstöðin í Söðulsholti
Folaldasýningin
2013.
Laugardaginn
9. febrúar, kl. 13:00 ætlum við að vera með folaldasýningu í Söðulsholti. Hver
skráning kostar kr. 1.000 og hægt er að skrá hjá Einari í síma 899-3314 eða með
tölvupósti til: einar@sodulsholt.is.
Sýningin er
öllum opin . Gefa þarf upp nafn og fæðingarnúmer folalds, lit, fæðingarstað,
föður og móður, ræktanda og eiganda. Keppt verður í kynjaskiptum flokkum og svo
velja gestir fallegasta folaldið. Að þessu sinni ætlum við að biðja fólk að
stilla fjöldanum í hóf þannig að hver ræktandi sé ekki að koma með fleiri en
3-4 folöld
Skráningargjaldið
greiðist inn á reikning 0354-26-3970, kt. 271235-4539. Síðasti skráningardagur
er fimmtudagurinn 7. Febrúar.
Aðgangseyrir
er kr. 1.000 á mann, sem greiðist við inngang í reiðufé, enginn posi. Innifalið
í því eru kaffiveitingar- frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Auðvitað vonumst
við til að sjá sem flesta og góð hugmynd að gestir hafi með sér létta
tjaldstóla til að geta hvílt lúin bein.
28.01.2013 00:02
Stóðhestar hjá Hrossvest
Stóðhestar sumarsins 2013
24.01.2013 23:36
KB-Mótaröðin



|
|
|
|